Ljóst að ekki verði af hálendisþjóðgarði í bili

Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis hefur lagt til að frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar, um stofnun hálendisþjóðgarðs verði vísað aftur til ráðherra.

Hálendisþjóðgarður
Auglýsing

Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis hefur lagt til að frumvarpi umhverfisráðherra um stofnun hálendisþjóðgarðs verði vísað aftur til ráðherra. Frá þessu er greint í frétt RÚV í dag.

Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar í nefndinni, staðfestir þetta í samtali við Kjarnann og bendir á að frumvarpið verði því ekki afgreitt á þessu þingi. Fundur umhverfis- og samgöngunefndar er á dagskrá Alþingis klukkar 15 í dag og telur þingmaðurinn líklegt að tillagan verði afgreidd þá. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, vildi ekki tjá sig um málið fyrr en í fyrsta lagi eftir fund nefndarinnar seinna í dag.

Hálendisþjóðgarður hefur verið mjög umdeildur innan stjórnmálanna, sem og í samfélaginu. Í könnun sem Gallup gerði í byrjun árs sögðust 43 prósent andvíg frumvarpi um stofnun hálendisþjóðgarðs en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu sögðust hafa litla þekkingu á frumvarpinu.

Auglýsing

Í frétt RÚV kemur fram að á fundi umhverfis- samgöngunefndar í morgun hefði Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna og framsögumaður málsins lagt fram nefndarálit með frávísunartillögur. Í álitinu kemur meðal annars fram að ekki hafi náðst sátt um málið og því verði því vísað aftur til ríkisstjórnar og umhverfisráðherra.

Hanna Katrín Friðriksson Mynd: Bára Huld Beck

„Þetta er fallegt orðalag yfir þegar málið dagar uppi í nefnd. Þessi frávísun þýðir efnislega ekki neitt. Það er hefð fyrir því að málum sé vísað til ríkisstjórnar eða einstakra ráðherra til gera eitthvað við. Það eru þá mál sem eru fullkláruð í nefndum. Þetta mál er ekki fullklárað og hefði raunverulega átt að daga uppi en af því að þetta er flaggskip ríkisstjórnarinnar og ekki síst Vinstri grænna þá fær það svona heiðursmeðferð sem er að vera vísað aftur heim til ráðherra,“ segir Hanna Katrín við RÚV.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjari snýst hugur – og býður fram krafta sína fyrir næstu kosningar
„Eftir að hafa legið undir feldi á þriðju viku, kófsveittur og illa lyktandi hef ég ákveðið að þiggja sæti á listanum, ef það stendur þá enn til boða,“ segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent