Sumarbúðir ungliða aftur í Útey í fyrsta sinn síðan 2011

utey.jpg
Auglýsing

Sum­ar­búðir ung­liða­hreyf­ingar norska jafn­að­ar­manna­flokks­ins í Útey verða haldnar á ný um kom­andi helgi. Það er í fyrsta sinn sem slík ferð er farin síðan And­ers Behring Breivik myrti 69 manns, flesta á tán­ings­aldri, í eyj­unni 22. júlí 2011.

Ole Martin Juul Slyngsta­dli er einn þeirra sem komust lífs af úr Útey árið 2011. Hann segir mik­il­vægt að eyjan verði aftur þeirra. „Fyrir mér er mik­il­vægt að við eign­umst eyj­una aft­ur,“ sagði hann í sam­tali við AFP-frétta­stof­una en hann er nú orð­inn 22 ára.

Slyngsta­dli bjarg­aði lífi konu sem hafði verið skotin þrisvar og missti tvo af sínum bestu vin­um. „Það hefur áhrif á mann,“ segir hann. „Ég var mjög virkur í stjórn­mála­starf­inu fyrir árás­irnar en nú brenn ég fyrir mál­stað­inn sem aldrei fyrr.“

Auglýsing

slyngstadli Ole Martin Juul Slyngsta­dli

 

600 manns voru í Útey fyrir fjórum árum en nú ætla meira en þús­und manns að mæta, meðal þeirra ein­hverjir sem komust undan árás Breivik. Nú hafa búð­irnar í eynni verið end­ur­byggðar og und­ir­búnar undir komu ung­menn­anna. Slingsta­dli er meðal hund­rað sjálf­boða­liða sem hjálpað hafa til en hefur sjálfur komið nokkrum sinnum í Útey eftir árás­irn­ar. „Það eru margar til­finn­ingar tengdar þessum stað en ég reyni að knýja fram þær jákvæð­u,“ segir hann.

Þegar árásin var gerð bjarg­aði hann lífi Inu Libak sem hafði orðið fyrir skotum Breiviks. Slyngsta­dli bar hana inn í þykkan gróður eyj­unnar og hlúði að henni ásamt öðrum þar til þeim var bjargað og siglt í skjól. Libak var þungt haldin en hefur náð heilsu, hann eðli­lega í áfalli. „Ég hef aldrei séð nokkurn mann hlaupa jafn hratt og vera jafn sterkan,“ sagði Libak um bjarg­vætt sinn í vitna­leiðslum við rétt­ar­höldin yfir Breivik.

Síð­ast­liðin fjögur ár hefur fjöldi með­lima í ung­liða­hreyf­ingu jafn­að­ar­manna í Nor­egi auk­ist um 50 pró­sent. Ung­liða­hreyf­ingin heldur áfram að berj­ast fyrir jafn­rétti og fjöl­menn­ingu í Nor­egi, það sem Breivik seg­ist hafa sem ástæðu fyrir árásinni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None