Sveitarfélög með undir eitt þúsund íbúa þurfi að skoða það alvarlega að sameinast öðrum

Verkefnastjórn um starfsaðstæður kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum segir að bæta þurfi vinnuaðstæður, stuðla að markvissari viðbrögðum, tryggja réttindi og sanngjarnari kjör ásamt því að sameina þurfi minni sveitarfélög öðrum.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.
Auglýsing

Sveit­ar­fé­lög með undir eitt þús­und íbúa þurfa að taka það til alvar­legrar skoð­unar að sam­ein­ast öðrum sveit­ar­fé­lög­um. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í drögum að skýrslu verk­efna­stjórnar um starfs­að­stæður kjör­inna full­trúa í sveit­ar­stjórnum sem birt var í sam­ráðs­gátt stjórn­valda í morg­un. 

Sem stendur eru 29 þeirra 64 sveit­ar­fé­laga sem eru á Íslandi með íbúa­fjölda undir þeirri tölu. Til við­bótar eru tólf sveit­ar­fé­lög til við­bótar með á milli eitt og tvö þús­und íbú­a. 

Í skýrsl­unni segir að verk­efna­stjórnin líti svo á að sam­ein­ing sveit­ar­fé­lag stuðli ekki ein­ungis að öfl­ugri sveit­ar­fé­lögum sem veiti betri þjón­ustu við íbúa heldur líka að betri vinnu­að­stæðum og minna álagi á kjörna full­trúa. „Með hlið­sjón af því hvetur verk­efna­stjórnin sér­stak­lega sveit­ar­stjórnir með undir eitt þús­und íbúa til þess að skoða alvar­lega sam­ein­ing­ar­kosti við önnur sveit­ar­fé­lög.“

Vilja „sann­gjörn kjör“ fyrir sveit­ar­stjórn­ar­full­trúa

Verk­efna­stjórnin var skipuð í fyrra­haust til að taka út starfs­að­stæður kjör­inna full­trúa í sveit­ar­stjórn­um. Ástæðan var sú að end­ur­nýjun í hópi sveit­ar­stjórn­ar­manna hefur verið afar mikil hér­lend­is, og að afar hátt hlut­fall gefi ekki kost á sér aftur til þátt­töku í sveit­ar­stjórnum eftir að hafa setið í þeim í eitt kjör­tíma­bil. For­maður hóps­ins var Guð­veig Eygló­ar­dóttir sem skipuð var af inn­við­a­ráðu­neyt­inu. Á meðal ann­arra sem sátu í henni eru Gauti Jóhann­es­son, fyrr­ver­andi sveit­ar­stjóri á Djúpa­vogi, og Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir, borg­ar­full­trúi í Reykja­vík og nýkjör­inn for­maður Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga. 

Auglýsing
Í drög­unum kemur fram að sam­ein­ing ein og sér dugi ekki til að bæta starfs­að­stæður kjör­inna full­trúa í sveit­ar­stjórn­um. 

Verk­efna­stjórnin seg­ir  að ríki og sveit­ar­fé­lög verði að taka höndum saman um að bæta vinnu­að­stæð­ur, stuðla að mark­viss­ari vinnu­brögð­um, tryggja rétt­indi og sann­gjarn­ari kjör kjör­inna full­trúa í sveit­ar­stjórnum í því skyni að efla sveit­ar­fé­lög­in. „Með sama hætti er nauð­syn­legt að grípa til aðgerða til að draga úr hætt­unni á hvers kyns áreiti og ofbeldi í garð kjör­inna full­trúa. Brýnt er að veita kjörnum full­trúum aukna fræðslu til að takast á við sífellt flókn­ara hlut­verk sem og stuðn­ing og ráð­gjöf til að takast á við nei­kvæða fylgi­fiska þess.“

Styrkja þarf hlut kvenna

Í drög­unum kemur fram að það hafi vakið eft­ir­tekt verk­efna­stjórn­ar­innar að hlut­fall kvenna á Norð­ur­löndum í sveit­ar­stjórnum sé hæst hér­lend­is, en hvergi sé hins vegar meiri end­ur­nýjun meðal kjör­inna full­trúa heldur en á meðal kvenna í íslenskum sveit­ar­stjórn­um. „Sú stað­reynd á vænt­an­lega sinn þátt í því að konur eru ólík­legri en karlar til þess að gegna ábyrgð­ar­stöðum innan sveit­ar­stjórna. Ljóst er að bregð­ast þarf við óeðli­lega háu end­ur­nýj­un­ar­hlut­fall í sveit­ar­stjórnum með mark­vissu átak­inu beggja stjórn­sýslu­stiga til að tryggja áfram­hald­andi efl­ingu sveit­ar­stjórn­ar­stigs­ins og styrkja hlut kvenna innan sveit­ar­stjórn­a.“

­Kjör kjör­inna full­trúa eru einnig til umfjöll­unar í drög­un­um, en Reykja­vík er eina sveit­ar­fé­lag lands­ins sem greiðir slíkum full laun. Inn­við­a­ráðu­neytið er þar hvatt til þess að end­ur­skoða kjara­á­kvæði sveit­ar­stjórn­ar­laga í því skyni að stuðla að „sann­gjörnum kjörum full­trú­a“, tryggja að þeir verði ekki fyrir launatapi og njóti eðli­legra rétt­inda á vinnu­mark­að­i. 

Í því skyni er meðal ann­ars mælt með því að teknar verði upp svo­kall­aðar barna­greiðslur að danskri fyr­ir­mynd til kjör­inna full­trúa með börn undir tíu ára aldri á sínu fram­færi, „meðal ann­ars til að standa straum af barna­gæslu og koma til móts við annað óhag­ræði for­eldra ungra barna af fundum utan hefð­bund­ins vinnu­tíma. Með því væri sér­stak­lega unnið gegn óeðli­lega mik­illi end­ur­nýjun í sveit­ar­stjórnum meðal ungra for­eldra, sér í lagi kvenna.“

Á meðal ann­arra til­lagna sem mælt er með eru að tryggt verði að kjörnir full­trúar hafi aðgang að nauð­syn­legum tækja­bún­aði á borð við tölvu og síma eða þeim verði veittur styrkur til kaupa á slíkum tækj­um. Jafn­framt verði kjörnum full­trúum tryggður aðgangur að hent­ugu hús­næði til að sinna skyldum sínum í þágu sveit­ar­stjórnar og taka á móti íbúum með erindi til henn­ar. 

Hætt við að lög­þvinga sam­ein­ingar

Sig­urður Ingi Jóhanns­son inn­við­a­ráð­herra lagði fram frum­varp á síð­asta kjör­tíma­bili sem fól meðal ann­ars í sér að sveit­ar­fé­lög með undir eitt þús­und íbúa yrði gert að sam­ein­ast öðr­um. 

Þegar frum­varpið var sam­þykkt í fyrra­sumar hafði því hins vegar verið breytt á þann hátt að nú segir í því að stefnt skuli að því að lág­mark­s­í­búa­fjöldi verði undir eitt þús­und, en að sveit­ar­fé­lög yrðu ekki þvinguð til að gera það. Áfram sem áður er það því í höndum sveit­ar­fé­lag­anna sjálfra að ákveða hvort þau hafi styrk til að sinna lög­bund­inni grunn­þjón­ustu.

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins var meðal ann­ars fjallað um hag­ræn áhrif fækk­­unar sveit­­ar­­fé­laga. Sam­­kvæmt grein­ing­u er áætlað að hag­ræn áhrif kunni að verða 3,6 til fimm millj­­arðar króna. vegna breyttra áherslna við rekstur sveit­­ar­­fé­laga. Í til­kynn­ingu sem birt var á vef stjórn­ar­ráðs­ins vegna þessa sagði að með sam­ein­ingu gæti orðið til mög­u­­legur sparn­aður í rekstri stjórn­­­sýslu sveit­­ar­­fé­laga sem gæti nýst til að auka þjón­ust­u­­stig við íbúa sveit­­ar­­fé­laga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent