Sveitarstjórnarfólk fái skammirnar fyrir það sem er á forræði ríkisins

Þingmaður Viðreisnar segir að sveitarfélaganna bíði veruleg fjárfesting í innviðum og því sé brýnt að endurskoðun á tekjustofnum þeirra gangi bæði hratt og vel fyrir sig.

Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar.
Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar.
Auglýsing

Guð­brandur Ein­ars­son þing­maður Við­reisnar segir að kerfið sé hannað þannig að flest sveit­ar­fé­lög eigi erfitt með að standa undir þeim verk­efnum sem þeim er gert að sinna og mörg þeirra eigi erfitt með að skila jákvæðri rekstr­ar­nið­ur­stöðu.

Þetta kom fram hjá Guð­brandi undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í vik­unni.

Þá bíði sveit­ar­fé­laga veru­leg fjár­fest­ing í innvið­um, svo sem skóla- og íþrótta­mann­virkj­um, í frá­rennsl­is­málum og bygg­ingu nýrra hverfa sam­hliða íbúa­fjölg­un. Því sé brýnt að end­ur­skoðun á tekju­stofnum sveit­ar­fé­laga gangi bæði hratt og vel fyrir sig.

Auglýsing

Hóf hann mál sitt á að segja að almenn­ingur á Íslandi velti því sjaldn­ast fyrir sér þegar hann nýtir sér opin­bera þjón­ustu hver greiði fyrir hana – og haldi bara að þessi þjón­usta sé til stað­ar.

„Stað­reyndin er hins vegar sú að sá sem veitir nær­þjón­ust­una tekur nær alltaf höggið þegar skortur er á þjón­ustu­úr­ræði sem íbúar þurfa á að halda. Sveit­ar­stjórn­ar­fólk fær skammir ef ekki er til staðar almenni­leg heil­brigð­is­þjón­usta og úrræði fyrir eldra fólk þó að þessi þjón­ustu­úr­ræði séu á for­ræði rík­is­ins.“

Velti Guð­brandur í fram­hald­inu fyrir sér verka­skipt­ingu ríkis og sveit­ar­fé­laga, sem og tekju­skipt­ingu. „Það er engum vafa und­ir­orpið að rétt er að veita þjón­ustu við íbúa eins nærri þeim og hægt er. Það gerir þjón­ust­una mann­legri og auð­veldar öll sam­skipti. Sveit­ar­fé­lögin tóku yfir mál­efni grunn­skól­anna árið 1996 og mál­efni fatl­aðra árið 2011 og síðan þá hafa þessir mála­flokkar bara vaxið og vax­ið. Með auknum þjón­ustu­kröfum og hærri launum geta þessir mála­flokkar ekki gert neitt ann­að.

Þá sinna sveit­ar­fé­lög ýmsum mála­flokkum sem ekki er lög­bundið að þau sinni, svo sem leik­skól­um, að byggja mann­virki fyrir íþrótta- og tóm­stunda­starf og sinna ýmiss konar þjón­ustu sem þykir bæði eðli­leg og sjálf­sögð. Því hefur umræðan um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga verið hávær án þess að það hafi skilað ásætt­an­legri nið­ur­stöð­u.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent