Allir þingmenn Vinstri grænna og Framsóknarflokks greiddu atkvæði með tímabundinni lagabreytingu á sóttvarna- og útlendingalögum sem samþykkt var í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei, einn greiddi ekki atkvæði og þrír voru fjarverandi atkvæðagreiðsluna, þar af tveir ráðherrar, þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Sjö þingmenn Samfylkingarinnar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna og einn var fjarverandi. Allir þingmenn Viðreisnar sátu hjá. Sjö þingmenn Miðflokks sátu hjá og tveir voru fjarverandi. Þrír þingmenn Pírata sátu hjá og fjórir voru fjarverandi. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins greiddi ekki atkvæði og hinn þingmaður flokksins, Guðmundur Ingi Kristinsson, var fjarverandi.
Lagabreytingarnar sem samþykktar voru í nótt voru annars vegar á sóttvarnalögum og hins vegar á lögum um útlendinga. Báðar eru þær tímabundnar og gilda til 30. júní. Þær heimila heilbrigðisráðherra að skylda fólk sem er að koma frá hááhættusvæðum faraldursins til að dvelja í sóttkví eða einangrun í sóttvarnahúsi. Enn á eftir að birta reglugerð um skilgreiningar á hááhættusvæðum. Sóttvarnalækni verður einnig samkvæmt lögunum heimilt að veita undanþágur frá þessari skyldu ef ferðamaður getur sýnt fram á að hann geti verið í sóttkví eða einangrun í húsnæði á eigin vegum uppfylli það öll skilyrði slíks.
Þá getur dómsmálaráðherra, samkvæmt breytingu á útlendingalögum, með reglugerð kveðið á um að útlendingum sem koma frá eða dvalið hafa á hááhættusvæði sé óheimilt að koma til landsins.
Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í gær og var rætt fram á nótt. Atkvæðagreiðslan fór fram á fimmta tímanum. 28 þingmenn greiddu atkvæði með því, einn sagði nei og 23 sátu hjá.
Þingmenn sem sögðu já:
Ari Trausti Guðmundsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Ásmundur Friðriksson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Bjarni Benediktsson, Bryndís Haraldsdóttir, Brynjar Níelsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Haraldur Benediktsson, Jón Gunnarsson, Katrín Jakobsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Kristján Þór Júlíusson, Lilja Alfreðsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Óli Björn Kárason, Páll Magnússon, Sigurður Ingi Jóhannsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Steinunn Þóra Árnadóttir, Svandís Svavarsdóttir, Vilhjálmur Árnason, Willum Þór Þórsson og Þórarinn Ingi Pétursson.
Þingmenn sem sögðu nei:
Sigríður Á. Andersen.
Þingmenn sem greiddu ekki atkvæði:
Bergþór Ólason, Birgir Ármannsson, Birgir Þórarinsson, Guðjón S. Brjánsson, Guðmundur Andri Thorsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Hanna Katrín Friðriksson, Helga Vala Helgadóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Inga Sæland, Jón Þór Ólafsson, Jón Steindór Valdimarsson, Karl Gauti Hjaltason, Logi Einarsson, María Hjálmarsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Olga Margrét Cilia, Ólafur Ísleifsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir og Þorsteinn Sæmundsson.
Þingmenn sem voru fjarverandi atkvæðagreiðsluna:
Andrés Ingi Jónsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Björn Leví Gunnarsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Halldóra Mogensen, Njáll Trausti Friðbertsson, Sigurður Páll Jónsson, Smári McCarthy og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.