Sýslumaður veitir skemmtistaðnum Austur viðvörun vegna ólöglegs rekstrarfyrirkomulags

16768625016_d982d5c678_c.jpg
Auglýsing

Sýslu­mað­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur veitt einka­hluta­fé­lag­inu 101 Aust­ur­stræti form­lega við­vörun vegna rekst­urs skemmti­stað­ar­ins Aust­urs, vegna leyf­is­lausrar starf­semi. Þetta kemur fram í bréfi sem sýslu­maður hefur sent for­svars­mönnum einka­hluta­fé­lags­ins, og Kjarn­inn hefur undir hönd­um. Frétta­vef­ur­inn Vísir greindi fyrst frá mál­inu, en hægt er að lesa bréf sýslu­manns hér.

Eig­andi kærði skemmti­stað­inn sinnVið­vörun sýslu­manns má rekja til til­kynn­ingar Kamran Keiv­an­lou, sem á helm­ings­hlut í 101 Aust­ur­stræti ehf. í gegnum félagið Alfacom Tra­d­ing, til emb­ætt­is­ins þann 16. febr­úar síð­ast­lið­inn. Þar var full­yrt að sala áfengra veit­inga á skemmti­staðnum væri nú í höndum ann­ars félags, Aust­ur­strætis 5 ehf. Full­yrð­ing­arnar voru meðal ann­ars studdar með posa­kvitt­unum úr greiðslu­kerfi stað­ar­ins þar sem nafn Aust­ur­strætis 5 kemur fram sem færslu­hirð­ir.

Sýslu­mað­ur­ ­segir sölu áfengra veit­inga háða útgefnu rekstr­ar­leyfi stað­ar­ins, sem er skráð á 101 Aust­ur­stræti ehf., og Aust­ur­stræti 5 ehf. hafi ekki fengið útgefið leyfi fyrir umræddri starf­semi. Í bréfi sýslu­manns er skorað á 101 Aust­ur­stræti að bæta úr þessum ann­mörkum á rekstr­inum svo ekki þurfi að koma til aðgerða lög­reglu sam­kvæmt lög­um, þar sem stöðva skal leyf­is­skylda starf­semi sem fram fer án til­skil­ins leyf­is.

Kærur og ásak­anir ganga á milli eig­enda AusturAt­hafna- og fjöl­miðla­mað­ur­inn Ásgeir Kol­beins­son og félag í eigu Styrmis Þórs Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra MP banka, sem eiga helm­ings­hlut í 101 Aust­ur­stræti ehf. á móti Alfacom, hafa stefnt félag­inu fyrir van­efndir á kaup­samn­ingi. Sam­kvæmt kaup­samn­ingnum hugð­ist Alfacom kaupa allt hlutafé í 101 Aust­ur­stræti, og greiddi helm­ing kaup­verðs­ins við und­ir­rit­un.

Alfacom hefur lagt fram gagn­stefnu í mál­inu, og krefst rift­unar á kaup­samn­ingnum vegna van­efnda selj­enda, auk þess að lög­regla stöðvi ólög­legan rekstur skemmti­stað­ar­ins. Eins og Kjarn­inn greindi frá á dög­unum hefur Kamran Keiv­an­lou kært Ásgeir Kol­beins­son og fleiri til lög­reglu og sér­staks sak­sókn­ara vegna meints fjár­drátt­ar. Þá hefur Ásgeir sömu­leiðis kært Kamran til lög­reglu fyrir hót­an­ir. Kæra Ásgeirs byggir á hljóð­upp­töku af meintu sam­tali hans og Kamr­an.

Auglýsing

Kjarn­inn sagði sömu­leiðis frá rann­sókn lög­reglu og sýslu­manns á því hvort núver­andi rekstr­ar­fyr­ir­komu­lag Austur brjóti gegn núgild­andi rekstr­ar­leyfi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Ekki sammála um að Ísland sé spillingarbæli
Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Samfylkingarinnar deildu ekki sömu sýn á Ísland á Alþingi í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Mamma Klikk
Kjarninn 14. nóvember 2019
Hvernig slátrum við … og hvers vegna?
Davíð Hörgdal Stefánsson gefur nú út sína fjórðu ljóðabók, en hún ber titilinn Heimaslátrun og aðrar vögguvísur.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Norskum stjórnvöldum kunnugt um Samherjamálið
Þátt­ur norska rík­is­bank­ans DNB í bankaviðskipt­um Sam­herja í Namib­íu er til skoðunar innan bankans. Norsk stjórnvöld hafa jafnframt verið látin vita af málinu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None