Sýslumaður veitir skemmtistaðnum Austur viðvörun vegna ólöglegs rekstrarfyrirkomulags

16768625016_d982d5c678_c.jpg
Auglýsing

Sýslu­mað­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur veitt einka­hluta­fé­lag­inu 101 Aust­ur­stræti form­lega við­vörun vegna rekst­urs skemmti­stað­ar­ins Aust­urs, vegna leyf­is­lausrar starf­semi. Þetta kemur fram í bréfi sem sýslu­maður hefur sent for­svars­mönnum einka­hluta­fé­lags­ins, og Kjarn­inn hefur undir hönd­um. Frétta­vef­ur­inn Vísir greindi fyrst frá mál­inu, en hægt er að lesa bréf sýslu­manns hér.

Eig­andi kærði skemmti­stað­inn sinnVið­vörun sýslu­manns má rekja til til­kynn­ingar Kamran Keiv­an­lou, sem á helm­ings­hlut í 101 Aust­ur­stræti ehf. í gegnum félagið Alfacom Tra­d­ing, til emb­ætt­is­ins þann 16. febr­úar síð­ast­lið­inn. Þar var full­yrt að sala áfengra veit­inga á skemmti­staðnum væri nú í höndum ann­ars félags, Aust­ur­strætis 5 ehf. Full­yrð­ing­arnar voru meðal ann­ars studdar með posa­kvitt­unum úr greiðslu­kerfi stað­ar­ins þar sem nafn Aust­ur­strætis 5 kemur fram sem færslu­hirð­ir.

Sýslu­mað­ur­ ­segir sölu áfengra veit­inga háða útgefnu rekstr­ar­leyfi stað­ar­ins, sem er skráð á 101 Aust­ur­stræti ehf., og Aust­ur­stræti 5 ehf. hafi ekki fengið útgefið leyfi fyrir umræddri starf­semi. Í bréfi sýslu­manns er skorað á 101 Aust­ur­stræti að bæta úr þessum ann­mörkum á rekstr­inum svo ekki þurfi að koma til aðgerða lög­reglu sam­kvæmt lög­um, þar sem stöðva skal leyf­is­skylda starf­semi sem fram fer án til­skil­ins leyf­is.

Kærur og ásak­anir ganga á milli eig­enda AusturAt­hafna- og fjöl­miðla­mað­ur­inn Ásgeir Kol­beins­son og félag í eigu Styrmis Þórs Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra MP banka, sem eiga helm­ings­hlut í 101 Aust­ur­stræti ehf. á móti Alfacom, hafa stefnt félag­inu fyrir van­efndir á kaup­samn­ingi. Sam­kvæmt kaup­samn­ingnum hugð­ist Alfacom kaupa allt hlutafé í 101 Aust­ur­stræti, og greiddi helm­ing kaup­verðs­ins við und­ir­rit­un.

Alfacom hefur lagt fram gagn­stefnu í mál­inu, og krefst rift­unar á kaup­samn­ingnum vegna van­efnda selj­enda, auk þess að lög­regla stöðvi ólög­legan rekstur skemmti­stað­ar­ins. Eins og Kjarn­inn greindi frá á dög­unum hefur Kamran Keiv­an­lou kært Ásgeir Kol­beins­son og fleiri til lög­reglu og sér­staks sak­sókn­ara vegna meints fjár­drátt­ar. Þá hefur Ásgeir sömu­leiðis kært Kamran til lög­reglu fyrir hót­an­ir. Kæra Ásgeirs byggir á hljóð­upp­töku af meintu sam­tali hans og Kamr­an.

Auglýsing

Kjarn­inn sagði sömu­leiðis frá rann­sókn lög­reglu og sýslu­manns á því hvort núver­andi rekstr­ar­fyr­ir­komu­lag Austur brjóti gegn núgild­andi rekstr­ar­leyfi.

Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None