Taylor Swift lætur fjarlægja allar plötur sínar af Spotify

taylor-swift8.jpeg
Auglýsing

Popp­stjarnan Taylor Swift, sem er á meðan vin­sæl­ustu tón­list­ar­manna í heimi í dag, setti ekki nýj­ustu plöt­una sína, sem kall­ast eftir fæð­ing­ar­ári hennar 1989, á tón­list­ar­veit­una Spoti­fy. Auk þess stað­festi tals­maður Spotify í sam­tali við Business Insider að Swift hafi látið fjar­lægja allar plötur sem hún hefur gefið út af veit­unni. Aðdá­endur hennar munu því þurfa að leita ann­arra leiða til að hlusta á tón­list Swift en að greiða mán­að­ar­lega áskrift af Spoti­fy.

Ein króna af hverri spilunTón­list­ar­menn græða mun minna á því að selja tón­list­ina sína í gegnum tón­list­ar­veitur á borð við Spotify en þeir gera á því að selja staf­rænar plötur og lög í gegnum þjón­ustur á borð við iTu­nes.  Spotify greiðir reyndar 70 pró­sent af öllum tekjum sínum til plötu­út­gef­anda, í ár verður sú tala um millj­arður Banda­ríkja­dala eða 123 millj­arðar króna. Spotify áætlar að hver spilun skili lista­manni á milli 0,006 og 0,0084 Banda­ríkja­dala í höf­unda­rétt­ar­greiðsl­um, sem gera um 0,7 ­upp í rúma eina krón­ur. Það finnst mörgum lista­mönn­um, meðal ann­ars Taylor Swift, alls ekki vera nóg.

Spotify seg­ist elska Taylor SwiftSpotify birti yfir­lýs­ingu á heima­síðu sinni í dag vegna aðgerða Swift. Þar segir að fyr­ir­tækið elski Taylor Swift og að yfir 40 millj­ónir Spoti­fy-not­endur elski hana enn meira. Nálægt 16 millj­ónir þeirra hafi hlustað á lag með henni síð­asta mán­uð­inn og tón­list hennar væri að finna á meira en 19 þús­und spil­un­ar­listum not­enda Spoti­fy.

„Við von­umst til þess að hún skipti um skoðun og legg­ist á árar með okkur við að byggja upp nýtt tón­list­ar­hag­kerfi sem virkar fyrir alla. Við trúum því að aðdáa­endur eigi að geta hlustað á tón­list hvar sem er og hvenær sem er, og að lista­menn eigi algjöran rétt til þess að fá greitt fyrir verk sín og verja sig fyrir sjó­ræn­ingja­starf­semi. Þess vegna borgum við næstum því 70 pró­sent af tekjum okkar aftur til tón­list­ar­sam­fé­lags­ins“.

Spotify er metið á nærri fjóra millj­arða dala, um 490 millj­arða króna. The Journal greindi frá því í sumar að Spotify sé mögu­lega til sölu fyrir yfir tíu millj­arði dala, um 1.225 millj­arða króna.

Auglýsing

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None