Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.

Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Auglýsing

Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, telur að kjörnir fulltrúar á höfuðborgarsvæðinu hafi skyldu til þess að fjalla um hugmyndir sem þrýstihópur sem kallar sig Áhugafólk um samgöngur fyrir alla (ÁS) hefur sett fram um ódýrari Borgarlínu.

Þetta kemur fram í bókun sem Karen lagði fram á bæjarráðsfundi í Kópavogi í fyrradag. Í bókuninni segir að hún geti ekki tekið undir það mat, sem fram kom í nýlegu bréfi frá framkvæmdastjóra Betri samgangna, að ekkert sem fram hefði komið kallaði á breytingar á þeirri stefnu að fjárfest yrði í hágæða hraðvagnakerfi fyrir höfuðborgarsvæðið.

Karen Elísabet Halldórsdóttir bæjarfulltrúi

Kjarninn sagði frá inntaki erindisins, sem Davíð Þorláksson framkvæmdastjóri Betri samgangna er skrifaður fyrir, síðustu helgi. Erindið barst frá Betri samgöngum til stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í upphafi mánaðar og er þessa dagana að fá kynningu hjá sveitarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu.

Ástæðan fyrir því að bæjarfulltrúinn segist ekki geta tekið undir það mat sem Betri samgöngur setja fram og rökstyðja í bréfi sínu, að ekkert hafi komið fram sem kalli á breytingar á stefnu um uppbyggingu hágæða almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, er samkvæmt því sem fram kemur í bókun hennar sú að enn sé einungis búið að leggja fram frumdrög að fyrstu lotu Borgarlínu.

Áhyggjur af rekstrarkostnaði

Einnig kemur fram í bókun bæjarfulltrúans að „sérstakar áhyggjur“ skuli hafa af því að ekki sé enn ljóst hver rekstrarkostnaður Borgarlínu verði, né hvort að sveitarfélögunum sé einum ætlað að bera þann kostnað.

Auglýsing

Vert er að halda því til haga í þessu samhengi að fram hefur komið að áætlanir geri ráð fyrir að rekstrarkostnaður almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu aukist um 2 milljarða króna á ársgrundvelli með tilkomu Borgarlínu og hærra þjónustustigi í nýju leiðaneti Strætó, sem Borgarlínan á að fléttast við í áföngum eftir því sem vinnu við sérrými fyrir borgarlínuleiðir vindur fram.

Vilji sveitarstjórna þurfi að vera skýr

Bæjarfulltrúinn kemur því þó skýrt áleiðis að hún vilji að tillaga ÁS fái frekari rýni hjá kjörnum fulltrúum á höfuðborgarsvæðinu.

„Það er ábyrgðarhluti að fara með fjármuni almennings. Tillagan sem Áhugafólk um betri samgöngur leggur fram, setur þær skyldur á kjörna fulltrúa að þeir fjalli um hana á sínum vettvangi svo vilji sveitastjórna sé skýr þessu mikilvæga máli,“ segir í bókun Karenar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent