Þrjú evrópsk knattspyrnufélög hafa látið framkvæmt greiningu á því hvort það borgi sig að kaupa argentíska knattspyrnustórstirnið Lionel Messi frá Barcelona, en hann er með ákvæði í samningi sínum sem gerir liðum kleift að kaupa hann á 205 milljónir punda, rúmlega 43 milljarða króna. Manchester Evening News greinir frá þessu, en eitt liðanna þriggja er talið vera hið moldríka Manchester City.
Dýrasti knattspyrnumaður allra tíma er Walesverjinn Gareth Bale, sem var keyptur til Real Madrid fyrir 85 milljónir punda, tæpa 18 milljarða króna.
Í dag er dýrasti knattspyrnumaður heims Walesverjinn Gareth Bale, en Real Madrid greiddi 85 milljónir punda, 17,9 milljarða króna, fyrir hann. Það er aðeins meira en þau 80 milljón pund, 16,8 milljarðar króna, sem sama lið greiddi fyrir snillinginn Christiano Ronaldo.
Myndi skila 63 milljörðum króna í kassann
Í frétt Business Insider um málið segir að íþróttamarkaðsfyrirtækið Euromericas hafi látið gera greiningu á því hvort það myndi borga sig fyrir lið í ensku úrvalsdeildinni að borga 205 milljónir punda fyrir Messi. Samkvæmt niðurstöðu greiningarinnar er virði Messi hærra en sem nemur kaupverðinu. Euromericas telur að hann geti náð að skapa um 300 milljónir punda, um 63 milljarða króna, í tekjur fyrir nýja eigendur. Í skýrslu fyrirtækisins segir að þessi tala sé summa markaðsvirðis Messi, áhrif á markaðssetningu og fjölmiðlaáhrif í gegnum þær auglýsingar sem hann birtist í, en Messi auglýsir þegar vörur stórfyrirtækja á borð við Adidas, Pepsí, Dolce&Gabana og Lay´s.
Niðurstaðan er því sú að þessi 27 ára knattspyrnusnillingur, sem mun líklega slá flest met sem hægt er að slá í
Það myndi borgar sig að kaupa Lionel Messi.
alþjóðaknattspyrnu áður en hann leggur skónna á hilluna, sé markaðslegur happafengur. Kaupi félag Messi mun það þýða að það selur fleiri búninga, fleiri mæta á leiki, áhugi á liðinu í öðrum löndum eykst og spenna fyrir því á ferðalögum erlendis eykst til muna.
Til að setja mikilvægi þessa í samhengi má rifja upp að þegar Real Madrid keypti David Beckham á sínum tíma þá greiddi liðið 25 milljónir punda fyrir. Í kjölfarið seldi liðið eina milljón Beckham-búninga á um 50 pund stykkið. Bara treyjusalan skilaði því tvöfalt fleiri pundum í kassann en Real Madrid greiddi fyrir leikmanninn.
Ekki margir sem myndu hafa efni á Messi
Það sem skiptir mestu máli af öllu er hins vegar sú niðurstaða greiningarinnar að Messi mun fjölga sjónvarpsáhorfendum sem horfa á þá deild sem hann spilar í. Stærsti hluti tekna liða í ensku úrvaldsdeildinni kemur í kassann vegna risastórra sjónvarpsréttarsamninga. Samkvæmt greiningunni mun virði þeirra aukast enn frekar með tilkomu stórstjörnu á borð við Messi í deildina.
Það eru auðvitað ekki mörg lið í ensku deildinni sem hafa efni á leikmanni eins og Messi. Líklega eru þau einungis tvö, Manchester City og Chelsea. Þrátt fyrir að eigendur beggja eigi sannarlega fyrir verðmiðanum þarf að taka tillit til reglna FIFA um fjárhagslega háttvísi (e. FIFA Financial Fair Play) sem eiga að jafna stöðu þeirra liða sem minna eiga gegn þeim sem eru í eigu einstaklinga með ótæmandi vasa. Bæði lið hafa hins vegar sýnt ótrúlega leikni við að komast fram hjá þessum reglum og myndu líkast til geta gert það ef til boða stæði að kaupa sjálfan Lionel Messi.