Það eru fleiri pöndur í Skotlandi en íhaldsmenn

000-DV1869879.000-715x320.jpg
Auglýsing

Skotar kjósa um sjálf­stæði í dag. Nýj­ustu kann­anir sýna að allar líkur séu á því að sjálf­stæðið verði fellt með naumum mun. Innan raða sjálf­stæð­is­sinna ríkir þó enn von. Von um að þeir hafi náð að sann­færa nægi­lega marga þeirra sem eru óakveðn­ir, að stærstum hluta konur og elli­líf­eyr­is­þeg­ar, um að Skotlandi og þeim sjálfum sem ein­stak­lingum muni farn­ast betur í sjálf­stæðu ríki.

Við­snún­ing­ur­inn í kosn­ing­ar­bar­átt­unni hefur verið ævin­týra­legur und­an­farnar vik­ur. Allt frá því að Skoski þjóð­ar­flokk­ur­inn náði hreinum meiri­hluta í skoska þing­inu árið 2011 hefur legið fyrir að kosið yrði um sjálf­stæði. Nán­ast allan þann tíma hefur það virst fjar­lægur draumur sam­kvæmt skoð­anna­könn­un­um. Þann 7. ágúst síð­ast­lið­inn, fyrir sex vik­um, birt­ist skoð­anna­könnun sem sýndi að 61 pró­sent þeirra sem tóku afstöðu ætl­uðu að segja nei. Ein­ungis 39 pró­sent ætl­uðu að segja já. Mán­uði síðar var gerð ný könnun sem sýndi að 51 pró­sent var fylgj­andi sjálf­stæði en 49 pró­sent á móti, tæpum tveimur vikum fyrir kosn­ing­ar. Og Bret­land fór á hlið­ina.

Hið auð­uga Skotland



Það eru nokkuð margar ástæður fyrir því að, að minnsta kosti, tæpur helm­ingur Skota vill sjálf­stæði. Eins sú helsta er að Skotland er auð­ugt land. Þar eru miklar nátt­úru­auð­lind­ir. Um 90 pró­sent allrar olíu sem fram­leidd er í Bret­landi kemur m.a. frá Skotlandi. Og 75 pró­sent allrar olíu sem fram­leidd er í Evr­ópu­sam­band­inu kemur frá Bret­um. Þrátt fyrir að Skotar séu ein­ungis um 8,4 pró­sent af heild­ar­fjölda Breta landa þeir einnig um 60 pró­sent alls fisk­veiði­afla sem landað er innan vébanda rík­is­ins. Glas­gow er þess utan fjórða stærsta fram­leiðslu­borg Bret­lands. Viskí-­út­flutn­ingur Skota er líka stór­tæk­ur. Um fjórð­ungur af útflutn­ingi Bret­lands á mat­ar- og drykkj­ar­vörum er vegna viskís. Um 35 þús­und manns starfa í skoska viskí­geir­an­um. Þá er mjög stór tækni- og nýsköp­un­ar­geiri í Skotlandi. Um 45 þús­und manns starfa í honum innan landamæra lands­ins.

Lands­fram­leiðsla á mann í sjálf­stæðu Skotlandi myndi verða 2.300 pund­um, 444 þús­und krón­um, hærri árlega en hún er í Bret­landi nú. Það myndi setja Skotland í 14. sæti yfir rík­ustu þjóðir heims.

Auglýsing

Þessum auð vilja margir Skotar að sé eytt bet­ur. Og innan landamæra Skotlands.

Stýrt af flokki sem þeir kjósa ekki



Skotar leggja nefni­lega meiri áherslu á jöfnuð og sterkt vel­ferð­ar­kerfi en bresk stjórn­völd hafa gert. Sú aukna einka­væð­ing í heil­brigð­is- og mennta­kerf­inu sem átt hefur sér stað und­an­farin miss­eri hugn­ast mörgum Skotum illa.

Annað sem fer mjög öfugt ofan í þá er sú stað­reynd að Íhalds­flokk­ur­inn sé með stjórn­ar­taumanna í Stóra-Bret­landi. Því er ítrekað haldið fram í hálf­kær­ingi að það séu fleiri pöndur í Skotlandi en íhalds­menn. Það er samt stoð í brand­ar­an­um. Und­an­farna ára­tugi hefur flokk­ur­inn nán­ast horfið í Skotlandi. Í dag á hann ein­ungis 15 af 129 þing­mönnum á skoska þing­inu. Af þeim 59 þing­mönnum sem Skotar kjósa til setu á breska þing­inu í West­min­ster er ein­ungis einn íhalds­mað­ur. Þess vegna finnst mörgum Skotum bein­leiðis fárán­legt að þeim sé stjórnað af flokki sem hefur nán­ast ekk­ert fylgi á meðal þeirra.

Verka­manna­flokk­ur­inn þarf hins vegar að hafa meiri áhyggjur af því ef sjálf­stæði verður sam­þykkt en íhalds­menn. Þeir eru með 40 þing­menn á breska þing­inu sem kosnir eru af Skot­um. Þeir eiga auk þess 37 þing­menn á skoska þing­inu.

Gjald­mið­ill, kjarn­orka og alþjóða­sam­starf



Deilu­málin í kosn­inga­bar­átt­unni hafa auð­vitað verið mýmörg. Eitt það helsta er að Skotar vilja halda breska pund­inu sem gjald­miðli, en breskir stjórn­mála­leið­togar hafa hafnað því algjör­lega. Þeir hafa einnig bent á að sjálf­stæð­is­sinnar hafi ekk­ert plan B ef pundið verður ekki mögu­leiki sem gjald­mið­ill.

Annað snýst um örygg­is- og varn­ar­mál. Þorri kjarn­orku­vopna Bret­lands er geymdur í Skotlandi, í Fasla­ne-her­stöð­inni. Sjálf­stæð­is­sinnar hafa bent á að það sé sið­ferð­is­lega rangt að hýsa vopnin og auk þess stjarn­fræði­lega dýrt. Fyrir þann hluta af kostn­að­inum sem Skotland greiðir vegna þeirra á ári væri hægt að mennta 3.880 hjúkr­un­ar­fræð­inga eða 4.527 kenn­ara. Þetta er gríð­ar­lega mikið vanda­mál fyrir Breta, vegna þess að flutn­ingur kjarn­orku­vopn­anna er nán­ast ómögu­leg­ur. Segi Skotar sig úr varn­ar­sam­starfi við Bret­land munu Skotar því vera í mjög góðri samn­ings­stöðu gagn­vart gamla heims­veld­inu. Það vill enda eng­inn annar fá nokkra kjarn­orku­odda og kjarn­orkukaf­báta í garð­inn hjá sér.

Skotar hyggj­ast auk þess ganga bæði í NATO og ESB ef þeir verða sjálf­stæð­ir. Þeir eru hluti af báðum stofn­unum nú þegar og því finnst þeim eðli­legt að sjálf­stætt Skotland ætti að geta fengið aðild til­tölu­lega auð­veld­lega. Það á eftir að koma í ljós þegar á reynir hvort það verði raun­in.

Allir á fullu í áróðr­inum



Ár­angur sjálf­stæð­is­sinna á und­an­förnum vikum hefur sett Bret­land á hlið­ina. Allskyns aðilar sem tóku ekki þátt í bar­átt­unni áður hafa nú opin­berað harða afstöðu. Risa­stór fyr­ir­tæki með höf­uð­stöðvar í Skotlandi, eins og Royal Bank of Scotland og Lloyfs bank­inn, hafa sagt að þau muni flytja höf­uð­stöðvar sínar til Eng­lands ef sjálf­stæði verði ofan á.

Helstu leið­togar breskra stjórn­mála, sem dags dag­lega eru svarnir póli­tískir óvin­ir, hafa tekið höndum saman og túrað Skotland und­an­farna daga, í þeirri við­leitni að sann­færa, og jafn­vel hræða, Skota til þess að kjósa gegn sjálf­stæði. David Camer­on, for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Íhalds­flokks­ins, hefur gengið lengst í hræðslu­á­róðr­in­um. Hann hefur til dæmis varað Skota við því að við­skiln­að­ur­inn yrði afar sárs­auka­fullur fjár­hags­lega.

Stóra útspilið kom síðan í byrjun þess­arar viku þegar opið bréf var birt í fjöl­miðlum frá Camer­on, Ed Mili­band,­for­manni Verka­manna­flokks­ins, og Nick Clegg, for­manni Frjáls­lyndra demókrata,þar sem þeir strengja þess heit að skoska þingið fái meiri völd á næstu árum kjósi Skotar gegn sjálf­stæði. Á meðal nýrra valda verði aukin tæki­færi til að afla tekna og yfir­ráð yfir heil­brigð­is­mál­um.

Útspilið hefur gert allt vit­laust bæði hjá sjálf­stæð­is­sinn­um, sem líta á það sem örvænt­inga­fulla til­raun til að snúa þeirri bylgju kjós­enda sem flykkst hefur yfir til þeirra á und­an­förnum vik­um. Í breska þing­inu hefur þess­ari heit­streng­ingu, sem er kölluð „The Vow“, heldur ekki verið tekið fang­andi. Mýmargir þing­menn úr ýmsum flokkum hafa bent á að leið­togar flokk­anna hafi ekk­ert vald til að lofa slíkum völd­um. Ein­ungis breska þingið geti veitt þau. Þess utan séu kosn­ingar í Bret­landi á næsta ári og ólík­legt sé að fleiri en í besta falli einn leið­tog­anna þriggja muni lifa þær af. Þess vegna séu þeir að lofa ein­hverju sem þeir hafi hvorki heim­ild né getu til að standa við.

Fergu­son, Conn­ery og Björk



Fræga fólkið hefur ekki látið sitt eftir liggja í bar­átt­unni. Und­an­farið hafa sam­bands­sinnar dregið fólk eins og David Beck­ham og nú síð­ast Sir Alex Fergu­son á flot til að biðla til Skota um að segja nei. Hinum megin er Sean Conn­ery og indi­e-popp­stjörnum á borð við Mogwai og Franz Ferdin­and flaggað eins og lukku­dýrum sjálf­stæð­is­bar­átt­unn­ar.

Ýmsir alþjóð­legir lista­menn hafa ekki látið sitt eftir liggja. Björk Guð­munds­dóttir er einn þeirra. Hún lýsti yfir stuðn­ingi við sjálf­stæði Skota á sam­fé­lags­miðlum í gær og deildi með lagi sínu „Declare Independence“.

Sam­bandið við Bret­land verður aldrei samt



Hvernig sem fer þegar talið verður upp úr kjör­köss­unum í kvöld þá er ljóst að bar­áttan fyrir sjálf­stæði mun breyta stjórn­ar­háttum í Skotlandi um ókomna fram­tíð. Það sem fáum datt í hug að væri raun­hæfur mögu­leiki, að Skotar myndu kjosa með sjálf­stæði, er nú svo nálægt því að vera stað­reynd að sam­band þjóð­ar­innar við Bret­land verður aldrei samt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None