Það sem helst sé vandræðalegt við Samherjamálið sé að þingmenn vilji ræða það

Sérstök umræða um rannsókn á Samherjamálinu og orðspor Íslands fór fram á Alþingi í dag. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra var til svara og sagðist meðal annars ekki vita til þess að embætti héraðssaksóknara væri vanfjármagnað.

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir þing­maður Pírata hóf sér­staka umræðu um rann­sókn á Sam­herj­a­mál­inu og orð­spor Íslands á Alþingi í dag og gagn­rýndi í fram­sögu­ræðu sinni auk ann­ars ónægar fjár­veit­ingar til emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara. Hún sagði póli­tískar ákvarð­anir hafa valdið því að Ísland ætti ekki burð­uga, vel fjár­magn­aða og full­mann­aða stofnun sem gæti rann­sakað efna­hags­brot og skatta­lag­brot innan ásætt­an­legs tíma.

Þing­mað­ur­inn spurði Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra að því, hvort hann væri sam­mála því að „óhóf­legur dráttur á rann­sókn Sam­herj­a­máls­ins sé vand­ræða­legur fyrir Ísland á alþjóða­vett­vang­i,“ hvort íslensk stjórn­völd væru að „líta málið nógu alvar­legum aug­um“ og hvort það hefði verið full­nægj­andi að leggja 200 millj­ónir sam­eig­in­lega til skatta­yf­ir­valda til að bregð­ast við mál­inu, eins og rík­is­stjórnin gerði undir lok árs 2019.

Á meðal þess sem kom fram í svari Jóns var að það sem honum þætti helst vand­ræða­legt væri það að þing­menn vildu ræða rann­sókn ein­staks saka­máls á Alþingi Íslend­inga og hefðu frammi kröfur um að stjórn­völd gripu inn í. Sagði hann einnig að sér­stök fjár­mögnun til rann­sóknar ein­stakra saka­mála, eins og auknar fjár­veit­ingar sem boð­aðar voru í yfir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­innar eftir að mál Sam­herja í Namibíu sprakk út undir lok árs 2019 væru „óeðli­leg afskipti“ af rann­sókn ein­stakra mála.

Í ræðu sinni vís­aði Þór­hildur Sunna til við­tals frétta­stofu Stöðvar 2 við Drago Kos, yfir­manns vinnu­hóps OECD gegn mútum og spill­ingu, en í því kom fram að hann hefði búist við jafn kröft­ugum vinnu­brögðum og yfir­völd sýndu við rann­sókn á efna­hags­hrun­inu.

Auglýsing

„Allir bjugg­ust við að það sama yrði uppi á ten­ingnum núna. En það gerð­ist ekki. Ég myndi segja að það sé hálf­vand­ræða­legt fyrir Ísland að Namibía sé landið sem dragi vagn­inn í rann­sókn­inni. Það er íslenskum stjórn­völdum ekki til sóma,“ var haft eftir Drago Kos í frétt á Vísi.

Kos hafi ekki aflað sér upp­lýs­inga

„Ég veit ekki til þess að þessi ágæti maður hafi aflað sér ein­hverra upp­lýs­inga um málið frá þeim sem hafa eitt­hvað með hana að gera á Ísland­i,“ sagði Jón Gunn­ars­son um Drago Kos í ræðu sinni í umræð­unni.

Hann vís­aði einnig til þess að hann ræki minni til þess að hafa séð haft eftir Ólafi Þór Hauks­syni hér­aðs­sak­sókn­ara í fjöl­miðlum að sak­sókn­ar­inn hefði setið fundið með Drago Kos í höf­uð­stöðvum OECD París í sömu viku og við­talið hefði birst við hann í fréttum Stöðvar 2, án þess þó að Kos hefði séð nokkra ástæðu til að spyrja hann spurn­inga eða lýsa áhyggjum sínum við hand­hafa ákæru­valds­ins.

Auglýsing

„Mér sýn­ist að þetta við­tal við Drago [...] vera það sem helst er vand­ræða­legt, ef hann telur að Namíbía dragi vagn­inn í rann­sókn Sam­herj­a­mál­in­u,“ sagði Jón og sagð­ist telja rétt að rifja upp að rann­sókn hér hefði haf­ist 2019 en árin 2015-16 í Namib­íu. Sagð­ist hann ekki hafa haft miklar fréttir af rann­sókn­inni þar í landi, nema þá um að sak­born­ingar hefðu setið í gæslu­varð­haldi frá hand­töku þeirra í lok árs 2019.

„Kannski finnst fyr­ir­spyrj­anda og yfir­manni vinnu­hóps gegn mútum og spill­ingu það til eft­ir­breytni og merki um að þar séu menn að draga vagn­inn í rann­sókn­inni, sýni gott for­dæmi í mann­rétt­inda­mál­u­m,“ sagði Jón.

Veit ekki til þess að sak­sókn­ara­emb­ættið sé van­fjár­magnað

Hann bætti því við að hann vissi ekki til þess að hér­aðs­sak­sókn­ari væri van­fjár­magn­aður og sagði hér­aðs­sak­sókn­ara sjálfan hafa sagt að hann væri með full­mannað teymi í rann­sókn­inn­i.

„Það er spurt hér um fleira og ég ætla ekki að ræða við fyr­ir­spyrj­anda um spill­ing­ar­vísi­tölu Þor­valdar Gylfa­son­ar. Vinnu­brögð Íslands­deildar Tran­sparency International á Íslandi eru ekki til fyr­ir­myndar og þar á bæ mega menn vera í sinni póli­tík mín vegna. Ég hef hins vegar miklar áhyggjur af því að vinnu­hópur OECD gagn­vart mútum og spill­ingu gagn­rýni rík­is­stjórn­ina fyrir slaka frammi­stöðu og áhuga­leysi þegar kemur að rann­sókn þessa máls sem hér um ræð­ir. Það er þá ástæða til að upp­lýsa þessa spill­ing­ar­sér­fræð­inga í vinnu­hópnum og alla sér­fræð­inga hér á þingi að ákæru­valdið er sjálf­stætt í störfum sín­um, hvorki dóms­mála­ráð­herra né rík­is­stjórn hafa afskipti af rann­sókn ein­stakra mála, ef það ger­ist þá væri hægt að fara að tala um spill­ing­u,“ sagði Jón einnig í svari sínu í umræð­unni.

Um hvort hann teldi rann­sókn­ina hafa dreg­ist óhóf­lega sagði Jón: „Ég veit ekk­ert um það hvort rann­sóknin hafi dreg­ist óhóf­lega, rann­sóknir mála eru mis­um­fangs­miklar og þegar þær snúa að fleiri löndum löndum má ætla að þær taki lengri tíma en ella. Þótt að ein­hver póli­tískur vinnu­hópur í OECD eða póli­tískir and­stæð­ingar hér á þingi telji eitt­hvað vand­ræða­legt er ekki þar með sagt að svo sé. Eina sem mér finnst vand­ræða­legt er að þing­menn vilji ræða rann­sókn ein­staks saka­máls á Alþingi Íslend­inga og kröfu um að stjórn­völd grípi inn í. Slík umræða hefur ekki verið gagn­leg í for­tíð­inni og gjarnan reynst sneypu­för. Mér sýn­ist að þeir sem telji sig vera sér­staka málsvara mann­rétt­inda og rétt­ar­rík­is­ins og bar­áttu­menn gegn spill­ingu séu algjör­lega að snúa öllu á haus í þessu máli. Það er áhyggju­efni og sér­stak­lega vand­ræða­legt og grafal­var­legt í mínum huga.“

Nokkur fjöldi þing­manna kvað sér hljóðs í umræð­unni, sem fór fram á tólfta tím­anum í dag.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent