Samkvæmt rannsókn mannúðarsamtakanna Oxfam eiga ríkustu 80 einstaklingarnir í heiminum meira en fátækari helmingur mannkynsins. Frá þessu var greint í yfirlýsingu frá Oxfam í morgun sem breska ríkisútvarpið BBC gerði grein fyrir, en rannsóknin, sem er framkvæmd er árlega, þykir með áreiðanlegustu mælistikum á skiptingu auðs í heiminum.
Bilið milli ríkra og fátækra hefur verið að aukast jafnt og þétt, einkum frá árinu 2010. Á því ári þurfti 388 ríkustu einstaklingana til þessa að ná upp að heildareignum fátækari hluta heimsins. Árið 2009 átti eitt prósent ríkustu íbúanna 44% alls auðs, 48% 2014 og því er spáð að þessi hópur fólks eignist meira en helming alls auðs fyrir lok næsta árs.
Winnie Byanyim, framkvæmdastjóri Oxfam, verður þátttakandi í umræðum um rannsóknina á World Exonomic Forum í Davos í Sviss 21. janúar næstkomandi, þar sem stjórnmálamenn og fjárfestar ræða um stöðu mála í heiminum á árlegum þriggja daga fundi. Hún segir þessar upplýsingar vera sláandi, og nauðsynlegt sé að ræða um þessa misskiptingu á auðnum í heiminum. Árið 2009 átti eitt prósent ríkustu íbúanna 44% auðsins, 48% 2014 og því er spáð að þessi hópur fólks eignist meira en helming alls auðs fyrir lok næsta árs.