Töluverð uppstokkun er í stjórnarráðinu samfara myndun nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar. Ráðherrar flokkanna voru kynntir á þingflokksfundum í morgun.
Tveir nýir ráðherrar koma inn í ríkisstjórnina. Willum Þór Þórsson verður heilbrigðismálaráðherra fyrir hönd Framsóknarflokksins og Jón Gunnarsson verður dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins. Guðrún Hafsteinsdóttir mun þó taka við því embætti er kjörtímabilið verður hálfnað, að sögn RÚV.
Birgir Ármannsson verður nýr forseti Alþingis.
Fjölmiðlar hafa annars í morgun greint frá ráðherraskipan í öðru ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur, eins og formenn stjórnarflokkanna lýsa þeim.
Svona er ráðherralistinn:
- Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
- Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra
- Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra
- Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
- Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
- Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra
- Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra
- Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra
- Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra
- Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
- Jón Gunnarsson, innanríkisráðherra (Guðrún Hafsteinsdóttir tekur svo við af honum).
- Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra
Auglýsing