Þetta ætlar Facebook að gera næsta áratuginn

000-Del6359175.jpg
Auglýsing

Face­book kynnti nið­ur­stöðu þriðja árs­fjórð­ungs í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins í gær. Alls voru tekjur Face­book á tíma­bil­inu 1. júlí til 30. sept­em­ber 2014 3,2 millj­arðar dala, eað um 387 millj­arðar króna. Þar af voru 358 millj­arðar króna aug­lýs­inga­tekjur og juk­ust þær um 64 pró­sent frá sama árs­fjórð­ungi 2013.

Á kynn­ing­unni sögðu Dave Wehner, fjár­mála­stjóri Face­book, og Mark Zucker­berg, for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, einnig frá því að kostn­aður Face­book myndi lík­lega aukast um 70 pró­sent á næsta ári, 2015. Ástæðan væri sú að fyr­ir­tækið ætl­aði sér að ráð­ast í umsvifa­miklar ráðn­ingar á hæfi­leika­fólk og upp­kaup á tækni­fyr­ir­tækjum sem hent­uðu starf­semi Face­book.

Zucker­berg opin­ber­aði líka þriggja ára, fimm ára og tíu ára áætl­anir Face­book. Í mjög grófum dráttum vill hann að ýmsar Face­book vör­ur,WhatsApp, Messen­ger, Search, Vid­eo, News­Feed, Oculus og Instagram), muni hver um sig tengja um einn millj­arð not­enda. Þegar því tak­marki verði náð ætlar Zucker­berg sér, af mik­illi áræðni, að búa til pen­inga úr öllum þessum tengsl­um.

Auglýsing

Zuckeberg vill líka bæta aug­lýs­inga­upp­lifun, sér­stak­lega á snjall­sím­um. Til að gera þetta mun Face­book miða út og mæla mark­hópa með nákvæm­ari hætti í gegnum þær upp­lýs­ingar sem fyr­ir­tækið býr yfir. Í dag eyða aug­lýsendur í Banda­ríkj­unum ein­ungis ell­efu pró­sent af aug­lýs­ingafé sínu í að birta á snjall­sím­um. Í því sér Face­book mikil tæki­færi.

Að lokum ætlar Face­book sér að leiða næstu stóru nýj­ung í tölvu­fram­þróun fyrir mass­ann, og er nokkuð ljóst að þar á að veðja á sýnd­ar­veru­leika Oculus, en Face­book keypti Oculus á um 240 millj­arða króna í mars síð­ast­liðn­um. Fyr­ir­tækið ætlar líka að færa fleira fólki aðgang að inter­net­inu í gegnum www.inter­net.org, sem á að lækka kostnað vegna slíks aðgangs mik­ið.

Hægt er að lesa útskrift af áætlun Zucker­berg á vef Business Insider.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None