Að minnsta kosti einn var skotinn í nágrenni við þinghúsið í Washington í dag. Þinglögreglan hefur lokað húsinu og næsta nágrenni þess. Starfsmönnum í þinghúsinu fengu send skilaboð um að þeir mættu ekki yfirgefa það og voru beðnir að halda sig fjarri gluggum. Þeir starfsmenn sem voru úti voru beðnir að „leita skjóls“. Fréttir af vettvangi eru enn óljósar en mikill viðbúnaður er alla daga við þinghúsið eftir að hundruðum manna tókst að brjótast inn í það fyrir um þremur mánuðum síðan. Mannsöfnuður sem hlýddu á ræðu forsetans sem tapað hafði kosningunum, Donald Trump, ruddist inn í þinghúsið.
Þinglögreglan segir að um öryggisógn utan veggja þinghússins sé að ræða. AP-fréttastofan hefur eftir lögreglumanni að bíl hefði verið ekið á tvo lögreglumenn við öryggisgirðingar hússins. Ökumaður bílsins var skotinn og er í lífshættu. Annar lögreglumaðurinn er sagður alvarlega slasaður.
Nýverið voru ytri öryggisgirðingar við þinghúsið teknar niður í tilraun til að opna svæðið aftur að hluta fyrir almenningi.