Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, fjallar um bréf lögreglustjórans í Vestmannaeyjum þar sem hún fór fram á að viðbragðsaðilar á þjóðhátíð í Eyjum tjái sig ekki um kynferðisbrot við fjölmiðla í stöðuuppfærslu á Facebook, og kemst að þeirri niðurstöðu að málið sé "algjört rugl".
Björt rekur málið, og röksemdir fyrir því að upplýsa um tíðni kynferðisbrota, í löngu máli í færslunni. Í lok hennar spyr hún síðan: "Er betur hægt að réttlæta þjóðhátíð í Vestmannaeyjum ef að fréttir af nauðgunum eru þurkaðar út svo allir góðborgaranir geti komið sér heim hressir eftir magnaða helgi og halda áfram að lifa í lukkunar velstandi ófavitandi hvað gekk á í næsta tjaldi?
Já nei, sorry. Allir nema þolandinn að kynferðisofbeldinu auðvitað sem að lögreglustjórinn í Eyjum og fagaðilarnir allir, færa skömmina svo smekklega aftur á silfurfati, einan og yfirgefin til að bera."
// <![CDATA[
(function(d, s, id) { var js, fjs = d.getElementsByTagName(s)[0]; if (d.getElementById(id)) return; js = d.createElement(s); js.id = id; js.src = "//connect.facebook.net/en_US/sdk.js#xfbml=1&version=v2.3"; fjs.parentNode.insertBefore(js, fjs);}(document, 'script', 'facebook-jssdk'));
// ]]>
Bréfið frá Páleyu Borgþórsdóttur lögreglustjóra í Vestmannaeyjum um þögn til fjölmiðla vegna kynferðisafbrota á þjóðhátí...
Posted by Björt Ólafsdóttir on Monday, August 3, 2015
Lögreglustjóri ásakaður um þöggun
Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, sendi í síðustu viku út bréf til allra viðbragðsaðila sem tengjast þjóðhátíð í Eyjum og brýndi fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um kynferðisbrot sem upp koma á þjóðhátíð um helgina. Í bréfinu, og í viðtölum eftir að það var sent, sagði Páley að þessar aðgerðir væru til að vernda þolendur kynferðisbrota fyrir umfjöllun.
Aðgerðirnar hafa verið harðlega gagnrýndar, meðal annars af Stígamótum, Blaðamannafélagi Íslands og Félagi fréttamanna. Gagnrýnisraddirnar snúa helst að því að með aðgerðunum sé verið að stuðla að þöggun um kynferðisbrot sem sé alls ekki til þess að vernda þolendur, heldur láti þá sitja eina eftir með skömmina vegna kynferðisbrots þar sem þeir voru fórnarlamb. Auk þess hafa ástæður aðgerðanna verið dregnar í efa og gagnrýnisraddir gefið í skyn að með þeim sé verið að vernda Þjóðhátíð í Eyjum, sem skapar miklar tekjur fyrir samfélagið í Vestmannaeyjum, fyrir neikvæðri umfjöllun.
Páley hefur hins vegar hvergi kvikað frá upprunalegri afstöðu sinni og ekkert hefur verið upplýst um hvort kynferðisbrot hafi komið upp á Þjóðhátíð í ár. Hins vegar hafa fjölmiðlar getað sagt fréttir af öðrum ofbeldisbrotum, til dæmis líkamsárásum, sem átt hafi sér stað á hátíðinni.