Þingmaður Bjartrar framtíðar segir þögn um kynferðisbrot í Eyjum „algjört rugl“

slkj.png
Auglýsing

Björt Ólafs­dótt­ir, þing­maður Bjartrar fram­tíð­ar, fjallar um bréf lög­reglu­stjór­ans í Vest­manna­eyjum þar sem hún fór fram á að við­bragðs­að­ilar á þjóð­há­tíð í Eyjum tjái sig ekki um kyn­ferð­is­brot við fjöl­miðla í stöðu­upp­færslu á Face­book, og kemst að þeirri nið­ur­stöðu að málið sé "al­gjört rugl".

Björt rekur mál­ið, og rök­semdir fyrir því að upp­lýsa um tíðni kyn­ferð­is­brota, í löngu máli í færsl­unni. Í lok hennar spyr hún síð­an: "Er betur hægt að rétt­læta þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyjum ef að fréttir af nauðg­unum eru þurk­aðar út svo allir góð­borg­ar­anir geti komið sér heim hressir eftir magn­aða helgi og halda áfram að lifa í lukk­unar vel­standi ófa­vit­andi hvað gekk á í næsta tjaldi?

Já nei, sorry. Allir nema þol­and­inn að kyn­ferð­is­of­beld­inu auð­vitað sem að lög­reglu­stjór­inn í Eyjum og fag­að­il­arnir all­ir, færa skömm­ina svo smekk­lega aftur á silf­ur­fati, einan og yfir­gefin til að ber­a."

Auglýsing// <![CDATA[
(funct­ion(d, s, id) { var js, fjs = d.get­El­em­ents­ByTagNa­me(s)[0]; if (d.­get­El­em­ent­ById(id)) ret­urn; js = d.cr­ea­teEl­em­ent(s); js.id = id; js.src = "//conn­ect­.face­book.­net/en_US/s­d­k.js#xf­bm­l=1&version=v2.3"; fjs.parent­N­ode.insert­Befor­e(js, fjs);}(document, 'script', 'face­book-jss­d­k'));
// ]]>

Bréfið frá Páleyu Borg­þórs­dóttur lög­reglu­stjóra í Vest­manna­eyjum um þögn til fjöl­miðla vegna kyn­ferð­is­af­brota á þjóð­há­tí...

Posted by Björt Ólafs­dóttir on Monday, Aug­ust 3, 2015Lög­reglu­stjóri ásak­aður um þöggunPáley Borg­þórs­dótt­ir, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, sendi í síð­ustu viku út bréf til allra við­bragðs­að­ila sem tengj­ast þjóð­há­tíð í Eyjum og brýndi fyrir þeim að upp­lýsa fjöl­miðla ekki um kyn­ferð­is­brot sem upp koma á þjóð­há­tíð um helg­ina. Í bréf­inu, og í við­tölum eftir að það var sent, sagði Páley að þessar aðgerðir væru til að vernda þolendur kyn­ferð­is­brota fyrir umfjöll­un.

Aðgerð­irnar hafa verið harð­lega gagn­rýnd­ar, meðal ann­ars af Stíga­mót­um, Blaða­manna­fé­lagi Íslands og Félagi frétta­manna. Gagn­rýn­is­radd­irnar snúa helst að því að með aðgerð­unum sé verið að stuðla að þöggun um kyn­ferð­is­brot sem sé alls ekki til þess að vernda þolend­ur, heldur láti þá sitja eina eftir með skömm­ina vegna kyn­ferð­is­brots þar sem þeir voru fórn­ar­lamb. Auk þess hafa ástæður aðgerð­anna verið dregnar í efa og gagn­rýn­is­raddir gefið í skyn að með þeim sé verið að vernda Þjóð­há­tíð í Eyj­um, sem skapar miklar tekjur fyrir sam­fé­lagið í Vest­manna­eyj­um, fyrir nei­kvæðri umfjöll­un.

Páley hefur hins vegar hvergi kvikað frá upp­runa­legri afstöðu sinni og ekk­ert hefur verið upp­lýst um hvort kyn­ferð­is­brot hafi komið upp á Þjóð­há­tíð í ár. Hins vegar hafa fjöl­miðlar getað sagt fréttir af öðrum ofbeld­is­brot­um, til dæmis lík­ams­árásum, sem átt hafi sér stað á hátíð­inni.

Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Píratar greiddu gegn tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð flokksins
Birgitta Jónsdóttir mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi Pírata. Alls kusu 55 gegn og 13 með tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata.
Kjarninn 16. júlí 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
Kjarninn 16. júlí 2019
Ástþór Ólafsson
Styrkjandi áhrif til eftirbreytni
Kjarninn 15. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None