Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir lækna fá „útrás fyrir hégóma í sviðsljósi fjölmiðla“

Óli Björn Kárason segir að til þess að magna upp ótta almennings vegna kórónuveiru sé grafið skipulega undan trausti á heilbrigðiskerfið. Það að vera frjáls borgari sé „aðeins óljós minning“.

Óli Björn Kárason.
Óli Björn Kárason.
Auglýsing

Óli Björn Kára­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, segir að gagn­rýnin umræðu um aðgerðir stjórn­valda vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins eigi erfitt upp­drátt­ar. Frelsið verði fyrsta fórn­ar­lamb ótt­ans og um leið hverfi umburð­ar­lyndi gagn­vart ólíkum skoð­un­um. „Leikir sem lærðir veigra sér við að spyrna við fótum og spyrja alvar­legra en nauð­syn­legra spurn­inga þar sem óskað er eftir rök­stuðn­ingi fyrir hvers vegna frelsi ein­stak­linga er tak­markað og hvort of langt sé geng­ið. Þeim er mætt af full­kominni hörku og á stundum með sví­virð­ing­um. Þar ganga því miður lækn­ar, sem fá útrás fyrir hégóma í sviðs­ljósi fjöl­miðla, hart fram.“

Þetta kemur fram í grein sem hann birti í Morg­un­blað­inu í dag. Þar segir Óli Björn enn fremur að til þess að magna ótta almenn­ings sé grafið skipu­lega undan trausti á heil­brigð­is­kerf­ið. Það sé þó .þrátt fyrir allt er eitt það besta í heimi, þar sem fram- úrskar­andi starfs­fólk vinnur afrek á hverjum degi, sem hvorki fjöl­miðlar né sam­fé­lags­miðlar hafa áhuga á.“

Met­fjöldi dag eftir dag

Met­fjöldi kóronu­veirusmita greind­ist í gær, sam­tals 215. Aldrei hafa fleiri greinst á einum degi frá því far­ald­ur­inn hófst hér­lendis og nýgengi smita er nú hærra en nokkru sinni, eða 552. 21 liggja inni á spít­ala með veiruna, þar af fimm á gjör­gæslu. Alls eru 1.773 ein­stak­lingar í ein­angrun vegna smita og 2.636 eru í sótt­kví.

Auglýsing
Vegna þeirrar bylgju sem nú ríður yfir hefur verið gripið til hertra sótt­varn­ar­að­gerða sem fela í sér ýmsar tak­mark­an­ir. Í síð­ustu viku til­kynnti Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra, sem situr í rík­is­stjórn með flokki Óla Björns, að frá og með mið­nætti síð­asta föstu­dag mættu ein­ungis 50 manns megi vera í sama rým­inu. Allt að 500 manns mega þó koma saman í hverju sótt­­varn­­ar­hólfi á við­­burðum þar sem kraf­ist er hrað­prófa.

Veit­inga­hús og barir þurfa að loka dyrum sínum kl. 22 og koma öllum gestum út fyrir kl. 23 á kvöldin og fjöldi gesta í sund­laugum og lík­ams­rækt­ar­stöðum verður tak­­mark­aður við 75 pró­­sent af leyf­i­­legum fjölda sam­­kvæmt starfs­­leyfi.

Marg­háttuð gagn­rýni

Þegar gagn­rýni fór að heyr­ast á þessar aðgerð­ir, meðal ann­ars frá þeim sem verða af tekjum vegna þeirra, stigu ýmsir læknar fram og bentu á að verja þyrfti Land­spít­al­ann frá við­bót­ar­á­lagi með aðgerð­un­um. Á meðal þeirra var Þórir Bergs­son, sér­náms­læknir í bráða­lækn­ingum á Land­spít­al­anum. Hann sagði í stöðu­upp­færslu á Face­book síð­ast­lið­inn föstu­dag að „Spít­al­inn var smekk­pakk­aður fyrir þessa bylgju og við vorum komnir í 30-40 manns á BMT [bráða­mót­töku] sem biðu eftir inn­lögn á hverjum degi [...] Spít­al­inn sem­sagt með rúma­nýt­ingu vel yfir 100%. Ástandið á gjör­gæsl­unni er almennt sveiflu­kennd­ara og oft­ast bæri­legt, en það þarf lítið til að vagga þeim bát­i.“

Annar læknir sem stigið hefur fram í umræð­unni und­an­farna daga er Tómas Guð­bjarts­son, yfir­­læknir á skurðsviði LSH og pró­fessor við lækna­­deild HÍ. Í grein sem hann birti á Vísi fyrir sex dögum síðan sagði hann að sumar af lyk­il­­deildum Land­­spít­al­ans væru að sökkva í sæ. „Það eru engar ýkjur að flagg­­skip ís­­lenska heil­brigð­is­­kerf­is­ins er komið með net í skrúf­una – og virð­ist reka að klett­óttri strönd,“ skrif­aði Tómas. og benti á að nær dag­­lega heyrð­ust neyð­ar­­óp frá bráða­­mót­­töku spít­al­ans. Auk þess væru báðar gjör­­gæslu­­deildir spít­al­ans fullar upp í rjáfur svo vikum skipt­ir. Sú staða hafi leitt til þess að ekki væri hægt að fram­­kvæma neinar opnar hjarta­að­­gerðir í rúm­­lega tvær vikur á einu hjarta­­skurð­­deild lands­ins. Heppni hafi ráðið því að eng­inn sjúk­lingur hafi „komið brátt inn og þurft á lífs­­bjarg­andi að­­gerð að halda á þessum tíma. Það er ó­venju­­legt og getur breyst strax í dag.“ 

Læknir segir fram­göngu ráð­herra skrýtna

Í annarri grein eftir Tómas, sem birt­ist á Vísi í dag, segir að það verði telj­ast „skrýtið að ráð­herrar skuli stíga fram undir for­merkjum ein­stak­lings­frelsis og afnema tak­mark­anir sem eru nauð­syn­legar og settar á með mannúð og hags­muni heild­ar­innar að leið­ar­ljósi.“

Land­spít­al­inn sé enn og aftur kom­inn á hættu­stig, gjör­gæslu­deildir fullar upp í rjáfur og staðan víða mjög þung.

Á rík­is­stjórn­ar­fundi í gær ræddu ráð­herrar Sjálf­stæð­is­flokks, Vinstri grænna og Fram­sókn­ar­flokks um að harð­ari sótt­varn­ar­að­gerðir yrðu látnar ganga yfir þá sem kjósa að þiggja ekki bólu­setn­ingu við kór­ónu­veirunni.

í Frétta­blað­inu var svo greint frá því að til standi að aka stræt­is­vagni um götur borg­ar­innar sem bjóði fólki inn til að þiggja bólu­setn­ingu. Búið er að greina hverjir hafi ekki þegið bólu­setn­ingu og að stræt­is­vagn­inn verðu komið fyrir í námunda við þá hópa. 

Að vera frjáls borg­ari „að­eins óljós minn­ing“

Óli Björn segir í grein sinni í Morg­un­blað­inu í dag að flest séum við fús til að færa fórnir og sætta okkur við að búa við skert athafna­frelsi í ákveð­inn tíma til að vinna bug á hættu­legri veiru, ekki vegna þess að stjórn­völd þvingi okkur til þess heldur vegna borg­ara­legrar skyldu sem fylgir því að búa í frjálsu sam­fé­lagi. „Það versta sem frjáls ein­stak­lingur gerir er að hlýða athuga­semda­laust og án gagn­rýni fyr­ir­mælum stjórn­valda sem með einum eða öðrum hætti tak­marka borg­ar­leg rétt­indi, jafn­vel þótt fyr­ir­mælin séu til að verja almanna­heill. Án aðhalds og gagn­rýni verður til rík­is­stjórn reglu­gerða og til­skip­ana.“

Hann seg­ist við­ur­kenna nauð­syn þess að stjórn­völd geti gripið til aðgerða í sótt­vörnum til að verja almenn­ing á hættu­tím­um. „Um leið verðum við að gera ákveðnar kröfur til stjórn­valda og heil­brigð­is­yf­ir­valda: Að þau við­mið sem stuðst er við séu skýr, öllum ljós og taki mið af breyttum aðstæðum (s.s. bólu­setn­ingu) og betri þekk­ingu. Að gætt sé sam­kvæmni í yfir­lýs­ingum og upp­lýs­ing­um. Að yfir­völd heil­brigð­is­mála nýti svig­rúm til að auka við­náms­þrótt mik­il­væg­ustu stofn­ana. Að hægt sé treysta því að aldrei sé gengið lengra en þörf er á – að með­al­hófið ráði alltaf för, að stjórn­völd virði grunn­rétt­indi borg­ar­anna og starfi innan þeirra vald­marka sem þeim eru mörk­uð. Að ekki sé kynt undir ótta til að rétt­læta skerð­ingu á borg­ara­legum rétt­ind­um. Að mál­efna­legum athuga­semdum og gagn­rýni sé ekki mætt af hroka þeirra sem telja sig umboðs­menn valds­ins og þekk­ing­ar­inn­ar.“

Óli Björn segir að stjórn­völd hafi upp­fyllt þessar kröfur illa á síð­ustu tutt­ugu mán­uð­um. „Lík­leg­ast er ekki við aðra að sakast en okkur sjálf, sem hlýðum til­skip­unum gagn­rýn­is­laust. Og þess vegna á frelsið í vök að verj­ast. Að vera frjáls borg­ari verður aðeins óljós minn­ing.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent