Þöggunarmenningin svo rótgróin og djúpstæð „að við sjáum hana ekki einu sinni“

Þingmaður Pírata telur að tjáningarfrelsið sé ekki virt í íslensku samfélagi. Dæmin sýni það.

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, gerði þöggunarmenningu, siðareglur og tjáningarfrelsi að umtalsefni á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins.

„Ef þingmaður getur farið með almannafé og þarf að beita til þess sinni eigin dómgreind þá segir það sig sjálft að þingmaður getur misnotað það vald. Ef annar þingmaður sem er í stjórnarandstöðu kallaði eftir rannsókn á því hvernig stjórnarþingmaður fer með almannafé þá er stjórnarandstöðuþingmaðurinn sekur um brot á siðareglum Alþingis,“ sagði þingmaðurinn í upphafi ræðu sinnar.

Forsaga málsins er sú að siðanefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í maí 2019 að ummæli þáverandi þing­flokks­for­manns Pírata, Þór­hildar Sunnu Ævars­dótt­ur, um Ásmund Friðriks­son, þing­mann Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem hún lét falla í febr­úar 2018 í Silfrinu hefðu ekki verið í sam­ræmi við siða­reglur fyrir alþing­is­menn.

Auglýsing

Benti Helgi Hrafn á að þetta væri staðan sem alþingismenn byggju við í dag. „Þegar við settum okkur siðareglur var það í þeirri von að það myndi bæta störf okkar, ekki að skýla meiri hlutanum fyrir aðhaldi minni hlutans. En það er staðan sem við búum við í dag.“

Blaðamaður talinn hafa brotið siðareglur fyrir það eitt að tjá sig

Þingmaðurinn nefndi annað dæmi um „misheppnaðar siðareglur“ og vísaði í nýlegan úrskurð siðanefndar Ríkisútvarpsins frá 26. mars, í kærumáli Samherja gegn Helga Seljan fréttamanni. Helgi Hrafn sagði í kaldhæðnistón að fréttamaðurinn hefði dirfst „að tjá skoðanir sínar opinberlega“.

„Það var kært af fyrirtæki sem heitir Samherji og hefur orðið fyrir mikilli umfjöllun frá téðum blaðamanni. Samherji kærir mjög marga starfsmenn Ríkisútvarpsins fyrir brot á siðareglum og eftir stendur að tekið er undir það að Helgi Seljan, hæstvirtur blaðamaður, hafi brotið siðareglur um að tjá sig á almannafæri um sínar eigin pólitísku skoðanir. Ekki fyrir það að segja ósatt, ekki fyrir óvönduð vinnubrögð í sínum fréttaflutningi heldur fyrir það eitt að tjá sig,“ sagði þingmaðurinn.

Telur hann að þessi tvö dæmi séu einkenni þess að „við búum í þöggunarmenningu og höfum að mínu viti alltaf gert. Hún er svo rótgróin og svo djúpstæð að við sjáum hana ekki einu sinni, klöppum okkur jafnvel á bakið fyrir að búa í samfélagi þar sem tjáningarfrelsið sé svo mikils virt. Virðulegi forseti. Svo er ekki og það sanna dæmin.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent