Þórdís Kolbrún: Að skila auðu fyndist mér frekt

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra gerði athugasemd við tíst Gísla Marteins Baldurssonar fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins er varðaði loftslagsmál og það neyðarástand sem hann segir ríkja í þeim málum.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Auglýsing

Gísli Mart­einn Bald­urs­son dag­skrár­gerð­ar­maður á RÚV og fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins segir á Twitter neyð­ar­á­stand ríkja í lofts­lags­mál­um.

Vísar Gísli Mart­einn í frétt RÚV þar sem segir að nýjar lands­á­ætl­anir þjóða heims í lofts­lags­málum dugi ekki til, eigi mark­mið Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins að nást. Sé núver­andi mark­miðum fylgt megi gera ráð fyrir að losun minnki um tæp 8 pró­sent fyrir árið 2030, en hún þurfi að minnka um að minnsta kosti þriðj­ung og helst helm­ing til að ná 1,5 gráðu mark­mið­inu. „Það kostar tífalt meiri sam­drátt en kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn olli árið 2020,“ segir í frétt RÚV.

„En for­rétt­inda­staða freka karls­ins (af báðum kynj­um) er svo inn­gróin í okkur að við erum of hrædd til að segja honum mjög skýrt að við þurfum að keyra aðeins minna og borða aðeins minna kjöt. Frá og með deg­inum í dag,“ skrifar hann.

Auglýsing

„Ís­land á að menga meira því það er gott fyrir heim­inn“ – Óboð­leg stefna

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra svarar tíst­inu og segir að einnig megi „velta upp for­rétt­inda­stöðu lands sem á gríð­ar­lega verð­mætar auð­lindir sem má nýta á sjálf­bæran hátt með lág­marks raski (en raski þó) til að fram­leiða græna orku til að minnka losun í heim­in­um, hætta að brenna jarð­efna­elds­neyt­i,“ skrifar hún og bætir því við að henni finn­ist það að skila auðu sé frekt.

Gísli Mart­einn svarar og þakkar henni fyrir við­brögð­in. „Takk Þór­dís, vissu­lega rök. En ef þú ert að meina: „Ís­land á að menga meira því það er gott fyrir heim­inn“ þá held ég að það sé óboð­leg stefna. Af hverju ekki að nota bíla minna? Ríki og borg ákváðu að við yrðum mesta bíla­þjóð heims, af hverju ekki að hverfa frá þeirri stefn­u?“ spyr hann.

Flest ríki sólundað tæki­færum sínum

Í frétt RÚV er farið yfir skýrslu Umhverf­is­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna en hún varpar ljósi á stöð­una nú og það bil sem þarf að brúa, eigi að takast að koma í veg fyrir að með­al­hiti á jörð­inni hækki meira en sem nemur tveimur gráðum umfram með­al­hita fyrir upp­haf iðn­bylt­ing­ar.

Í skýrsl­unni segir að flest ríki hafi sólundað tæki­færum sínum til þess að beina stór­auknum fjár­fest­ing­um, sem ráð­ist var í vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins, í kolefn­is­hlut­laus­ari átt. Þau ríki sem útdeildu stærstu hlut­deild inn­spýt­ing­ar­innar með hlið­sjón af lofts­lags­málum voru Þýska­land, Frakk­land, Kana­da, Finn­land, Nor­egur og Dan­mörk. Á bil­inu 39 til 75 pró­sent fjár­fest­inga þeirra töld­ust græn­ar.

Fátæk­ari ríki hafa að sögn UNEP setið eftir og safnað skuld­um, þau þurfi auk­inn stuðn­ing til að standa við lofts­lags­mark­mið sín, ella muni þau á næstu árum bæði leggja mest til lofts­lags­vand­ans og verða harð­ast fyrir barð­inu á hon­um. Sögu­lega hvíli mesta ábyrgðin þó á iðn­ríkj­un­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent