„Þetta er ekki stríð en þetta er bardagi“

Frakkar ætla að grípa til refsiaðgerða gegn Bretum í byrjun næsta mánaðar ef ekki semst um frekari leyfi til veiða þeirra innan breskrar lögsögu. Hald var í dag lagt á breskan togara sem var að veiða innan frönsku lögsögunnar.

Breskur togari við veiðar á Ermarsundi.
Breskur togari við veiðar á Ermarsundi.
Auglýsing

Frönsk yfir­völd lögðu í dag hald á berskan tog­ara sem var við veiðar innan lög­sögu þeirra án leyfis að þeirra sögn. Þau hafa gefið út við­vörun um sam­bæri­legar aðgerðir gegn öðrum tog­ara en málið er til komið vegna deilna í kjöl­far Brex­it.

Yfir­völd í Frakk­landi eru ævareið yfir því að Bretar hafi neitað mörgum frönskum sjó­mönnum um leyfi til veiða innan breskrar fisk­veiði­lög­sögu sem Frakkar telja sig eiga rétt á. Náist ekki sættir í þessum málum ætla Frakkar að grípa til aðgerða frá 2. Nóv­em­ber, m.a. því að auka tolla­eft­ir­lit með breskum varn­ingi sem fluttur er inn til Frakk­lands. Í frétt Reuters um málið segir að slíkar tak­mark­anir gætu valdið efna­hags­legum skaða á Bret­landseyjum ofan á vanda sem þegar er þar til stað­ar, m.a. skorti á fólki til margra starfa og hækk­andi orku­verðs.

Auglýsing

Frakkar hafa svo hótað því að grípa til enn frek­ari refsi­að­gerða ef þær fyrstu hreyfa ekki við Bretum og hafa þá ekki úti­lokað að þær teng­ist end­ur­skoðun á flutn­ingi raf­magns yfir Ermar­sund­ið.

„Þetta er ekki stríð en þetta er bar­dag­i,“ sagði Ann­ick Gir­ar­din sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Frakk­lands í útvarps­við­tali.

Bresk stjórn­völd segja að ef Frakkar ætli sér að fara í hefnd­ar­að­gerðir verði þeim mætt með „við­eig­andi“ hætti.

„Hót­anir Frakka eru von­brigði og í engu sam­ræmi við umtals­efnið og ekki það sem við áttum von á frá nánum banda­mann­i,“ hefur Reuters eftir tals­manni bresku rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Frá stjórn­inni hefur hins vegar ekk­ert enn heyrst í morgun eftir að lagt var hald á togar­ann.

Reuters hefur eftir fram­kvæmda­stjóra sam­taka breskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja að veiði­leyfi í lög­sög­unni væru gefin út í takti við skil­mála samn­inga sem gerðir voru eftir að Bretar fóru út úr Evr­ópu­sam­band­inu um síð­ustu ára­mót. Fram­kvæmda­stjór­inn vill meina að hót­anir Frakka séu póli­tísks eðlis þar sem þar fari senn fram for­seta­kosn­ing­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent