Þórdís Kolbrún segir tístið „hugsað í algjörri einlægni“ og ekki tengt sóttvörnum

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir að umdeild færsla hennar á samfélagsmiðlinum Twitter, þar sem hún vitnaði til bandaríska baráttumannsins Martins Luthers King, tengist ekki skoðun hennar á sóttvarnaráðstöfunum.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra.
Auglýsing

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir utan­rík­is­ráð­herra segir að tíst sem hún setti inn á Twitter í gær, og vakið hefur nokkra umræðu á sam­fé­lags­miðl­inum síð­an, hafi verið „hugsað í algjörri ein­lægni sem tákn um virð­ingu fyrir manni sem er sam­eig­in­leg tákn­mynd margs þess besta í fari mann­kyns; hug­rekkis, rétt­sýni og bar­áttu­þreki fyrir mann­rétt­ind­um.“

Þetta kemur fram í skrif­legu svari hennar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið, en Þór­dís Kol­brún hefur hlotið nokkuð beitta gagn­rýni fyrir tíst­ið, sem var á ensku og vís­aði til orða banda­ríska mann­rétt­inda­fröm­uð­ar­ins Mart­ins Luthers King.

„Þór­dís setti Twitter á hlið­ina,“ sagði í fyr­ir­sögn fréttar DV um við­brögð við færsl­unni og Frétta­blaðið birti fyrr í dag frétt um að utan­rík­is­ráð­herra hefði valdið „fjaðrafoki“ með til­vitnun sinni.

Utan­rík­is­ráð­herra hefur meðal ann­ars verið gagn­rýnd í athuga­semdum við færsl­una fyrir að slíta orð King úr sam­hengi – og einn svar­andi benti á að Martin Luther King hefði aldrei látið til­vitn­un­ina sem Þór­dís Kol­brún vís­aði til falla í reynd, þrátt fyrir að hún væri oft eignuð honum og væri eins­konar sam­an­tekt á frægri ræðu hans er mann­rétt­inda­bar­átta svartra var í algleym­ingi í Banda­ríkj­un­um.

Orð hans og skila­boð eigi enn brýnt erindi við heim­inn

Þá hafa sumir net­verjar sett fram þá túlkun á færsl­unni að Þór­dís Kol­brún hafi með færslu sinni verið að líkja saman bar­áttu King fyrir grund­vall­ar­rétt­indum svartra Banda­ríkja­manna við sína eigin and­stöðu við sótt­varna­ráð­staf­anir og frels­is­skerð­ingar vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins.

Því vísar Þór­dís Kol­brún á bug.

Auglýsing

Um tístið segir Þór­dís Kol­brún í svari til Kjarn­ans að í gær hafi verið afmæl­is­dagur Mart­ins Luthers King og frí­dagur í hans nafni í Banda­ríkj­unum og „því gott til­efni til þess að minna okkur á að orð hans og skila­boð eiga enn brýnt erindi við heim­inn.“

Spurð hvort það sé rétt túlkun á tíst­inu að tengja það skoð­unum hennar á sótt­varna­ráð­stöf­un­um, segir Þór­dís Kol­brún svo ekki vera.

„Í umræðum víða um heim hefur hins vegar gætt til­hneig­ingar til þess að tak­marka frelsi fólks til tján­ingar og frjálsrar hugs­un­ar. Ég tel til­efni til að við minnum okkur á mik­il­vægi þess að and­stæðar skoð­anir fái að heyrast, og ég tek fram að mér er jafn­um­hugað um tján­ing­ar­frelsi þeirra sem eru mér full­kom­lega ósam­mála og hinna sem eru mér sam­mála,“ segir Þór­dís Kol­brún í skrif­legu svari til Kjarn­ans.

Spurningar Kjarnans og svör Þórdísar Kolbrúnar

1) Getur ráð­herra útskýrt frekar hvað hún á við með þessu tísti?

Tístið var hugsað í algjörri ein­lægni sem tákn um virð­ingu fyrir manni sem er sam­eig­in­leg tákn­mynd margs þess besta í fari mann­kyns; hug­rekkis, rétt­sýni og bar­áttu­þreki fyrir mann­rétt­ind­um. Í gær var afmæl­is­dagur hans, og frí­dagur í hans nafni í Banda­ríkj­un­um, og því gott til­efni til þess að minna okkur á að orð hans og skila­boð eiga enn brýnt erindi við heim­inn.

2) Tístið hefur af sumum verið túlkað sem svo að ráð­herra setji inn­tak orða MLK þarna fram í sam­hengi við sótt­varna­ráð­staf­anir og þær hömlur á dag­legu lífi sem almenn­ingur á Íslandi má búa við um þessar mund­ir. Er það rétt túlkun á skila­boðum ráð­herra?

Nei, það er ekki rétt túlkun að tengja tístið skoð­unum mínum á til­teknum sótt­varna­að­gerð­um. Í umræðum víða um heim hefur hins vegar gætt til­hneig­ingar til þess að tak­marka frelsi fólks til tján­ingar og frjálsrar hugs­un­ar. Ég tel til­efni til að við minnum okkur á mik­il­vægi þess að and­stæðar skoð­anir fái að heyrast, og ég tek fram að mér er jafn­um­hugað um tján­ing­ar­frelsi þeirra sem eru mér full­kom­lega ósam­mála og hinna sem eru mér sam­mála.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent