Þorgerður Katrín: Sýndarmennska að setja fram auðlindaákvæði sem ekkert bit er í

Formaður Viðreisnar og forsætisráðherra tókust á um sjávarútvegsmál á Alþingi í dag og nýja auðlindaákvæðið. Sökuðu þær hvor aðra um sýndarmennsku.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Auglýsing

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, segir að nýja auð­linda­á­kvæðið breyti engu, „breytir akkúrat eng­u“, og kallar það sýnd­ar­mennsku þegar verið sé að setja fram auð­linda­á­kvæði „sem ekk­ert bit“ sé í.

Þetta kom fram í máli hennar í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag. Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra tók þessi orð óstinnt upp og sagði að þing­mað­ur­inn gæti ekki talað svona, það væri „stór­mál að und­ir­strika þjóð­ar­eign­ar­hug­takið í stjórn­ar­skrá“. Það væri einmitt sýnd­ar­mennska að halda öðru fram.

Málið snýst um það að for­set­is­ráð­herra hefur lagt fram til­lögur um breyt­ingar á stjórn­ar­skrá en meðal þeirra er einmitt umtöluð til­laga um nýtt auð­linda­á­kvæði.

Auglýsing

Hóf Þor­gerður Katrín mál sitt á því að segja að þetta væri ekki í fyrsta sinn og lík­lega ekki það síð­asta sem hún kæmi upp í pontu til að ræða stöðu sjáv­ar­út­vegs­ins á Íslandi og áhrif hans á íslenskt sam­fé­lag.

Hvað er gert hér?

„Um­ræða síð­ustu vikna varð­andi eign­ar­hald, ítök, hags­muna­að­ila, skort á gagn­sæi og van­traust almenn­ings til stjórn­valda í þessum efnum hlýtur að vera rík brýn­ing fyrir hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra að setja fram skýr og ótví­ræð skila­boð um auð­linda­á­kvæðið sem eitt­hvert bit er í, ekki ein­hverja sýnd­ar­mennsku. Þá er ég að und­ir­strika að við þurfum að hafa ótví­ræða tíma­bind­ing­u,“ sagði hún.

Þá benti hún á að norsk stjórn­völd, fær­eysk stjórn­völd, Namibísk stjórn­völd væru skýr um það að verja almanna­hags­muni með við­brögðum sínum þegar kemur að sjáv­ar­út­vegi. „Það má eðli­lega spyrja: Hvað hér? Hvað er gert hér? Sumir spyrja: Af hverju er með­virknin svona mikil hér heima? Hvaða mynd er að teikn­ast upp á Ísland­i?“ spurði hún.

„Hæst­virtur fjár­mála­ráð­herra seg­ist engar áhyggjur hafa af þessu enda hugn­ast hvorki honum eða flokknum hans neitt annað heldur en núver­andi ástand. En for­sæt­is­ráð­herra, mig langar að spyrja: Hefur hún áhyggjur af þess­ari þró­un? Það blasir við hversu nauð­syn­legt það er einmitt núna að sólunda ekki þessu tæki­færi, að festa ræki­lega í sessi eign­ar­hald þjóð­ar­innar yfir auð­lind­inni og koma í veg fyrir enn frek­ari ítök hags­muna­afla sem ráða hér of miklu í sam­fé­lagi okkar eins og bent hefur verið á af m.a. af seðla­banka­stjóra. Tíma­bind­ing rétt­inda­að­gangs­ins að auð­lind­inni er algjört lyk­il­at­riði með ótví­ræðum hætti. Þess vegna langar mig að spyrja hæstv. ráð­herra: Mun hún beita sér fyrir því að það verði sett fram auð­linda­á­kvæði sem er ótví­rætt í þessa veru? Mig langar líka að fá við­horf hennar til þess hvað það er sem Norð­menn sjá, Namibía, Fær­ey­ingar en við ekki,“ sagði þing­mað­ur­inn.

Skilur norska ráð­herr­ann mæta­vel

Katrín svar­aði og hóf mál sitt á að tala um þessi í mál í Nor­egi og benti hún á að þar væru heim­ildir fyrir erlendu eign­ar­haldi í sjáv­ar­út­vegi.

„Eins og kunn­ugt er lögðu Fær­ey­ingar fram og sam­þykktu frum­varp til laga um að tak­marka erlent eign­ar­hald í sjáv­ar­út­vegi, sem er tak­markað á Íslandi. Bara til upp­lýs­ingar fyrir hátt­virtur þing­mann þá kom einmitt sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Fær­ey­inga á þeim tíma hingað til lands til að kynna hug­myndir sínar og fá inn­blástur frá Íslandi þar sem slíkar fjár­fest­ingar erlendra aðila eru tak­mark­að­ar. Nú hefur það komið fram hjá norska sjáv­ar­út­vegs­ráð­herr­anum að hann hafi grun­semdir um, eða að uppi séu grun­semdir um, að erlendir aðil­ar, þar með talið íslenskt fyr­ir­tæki, séu að snið­ganga lög sem gera ráð fyrir því að skip með úthlut­uðum kvóta verði að vera að minnsta kosti 60 pró­sent í eigu Norð­manna.

Ég ætla að segja það hér, að ég skil það mæta­vel ef ráð­herr­ann í Nor­egi ætlar að ganga fram og skerpa á þessum lögum og regl­um. Eðli­lega vilja Norð­menn ekki að slíkar reglur séu snið­gengnar og slík lög. Þetta snýst um hag­sæld þeirra og sjáv­ar­út­veg­inn sem þeir stunda svo að ég hef fullan skiln­ing á því, alveg eins og ég hafði mik­inn skiln­ing á því að Fær­ey­ingar vildu horfa til íslenska for­dæm­is­ins þegar kæmi að erlendu eign­ar­haldi. Það er nú kannski eitt mál,“ sagði hún.

Katrín Jakobsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Hvað auð­linda­á­kvæðið varðar þá sagði ráð­herr­ann að þar væri kveðið skýrt á um að þessar heim­ildir yrðu ekki afhentar var­an­lega. „Í grein­ar­gerð er kveðið á um að það merki að þær séu þá ann­að­hvort tíma­bundnar eða upp­segj­an­leg­ar. Hátt­virtur þing­maður hefur talað fyrir því að þarna eigi ein­göngu að tala um tíma­bind­ingu heim­ilda. Ég hef bent á að þarna geti verið ólík sjón­ar­mið milli ólíkra auð­linda og mér finn­ist mik­il­vægt að slíkt ákvæði sé almennt, eigi við um allar auð­lind­ir. Í öllu falli held ég að við hátt­virtur þing­maður séum sam­mála um að mikil þörf sé á því að Alþingi svari ákalli almenn­ings til margra ára um slíkt ákvæði í stjórn­ar­skrá,“ sagði hún.

Spurði hvort Katrín væri til­búin til þess að leggja póli­tískan trú­verð­ug­leika sinn að veði

Þor­gerður Katrín spurði í annað sinn og sagði að ákallið væri skýrt frá almenn­ingi. „Ákallið er um það að láta ekki sjáv­ar­út­veg­inn verða út undan í þessu. Það er það sem er hættu­legt. Í grein­ar­gerð með frum­varpi for­sæt­is­ráð­herra stendur skýrt, í hennar eigin frum­varpi: Auð­linda­á­kvæðið breytir engu, breytir akkúrat engu. Það er þessi sýnd­ar­mennska sem ég er að tala um þegar verið er að setja fram auð­linda­á­kvæði sem ekk­ert bit er í,“ sagði hún.

Spurði hún um rétt­læt­ingu fyrir Vinstri græn að vera í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi með Sjálf­stæð­is­flokknum og Fram­sókn. „Ég er þeirrar skoð­unar og und­ir­strika það að við þurfum að tryggja gegn­sæi, til­lögu um dreifða eign­ar­að­ild. Við þurfum að tryggja tíma­bind­ing­una þannig að þjóðin hafi ótví­rætt for­ræði yfir auð­lind­inni, ekki afhenda hana með ein­hverjum loðnum hætti til til sjáv­ar­út­vegs­ins til lengri tíma. Ég er þeirrar skoð­unar að auð­linda­á­kvæðið sem núna liggur fyrir gefi íslenskum almenn­ingi lítið sem ekk­ert, það hróflar ekki við neinu eins og hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra segir sjálf í grein­ar­gerð­inn­i.“

Spurði Þor­gerður Katrín for­sæt­is­ráð­herra enn fremur hvort hún væri til­búin til þess að leggja póli­tískan trú­verð­ug­leika sinn að veði og horfast í augu við þjóð­ina og full­yrða að það auð­linda­á­kvæði sem þær væru að ræða um tryggði rétt þjóð­ar­inn­ar. „Þetta er alvöru­mál, herra for­set­i.“

Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, kom með athuga­semd í fram­hald­inu en hann sagði að það væru þing­sköpin og fund­ar­tím­inn líka en þing­mað­ur­inn hafði verið lengur í pontu en ætl­ast er til.

Stór­mál að segja að nýt­ing­ar­heim­ildir verði ekki afhentar með var­an­legum hætti

Katrín svar­aði enn á ný og sagði að Þor­gerður Katrín gæti ekki komið í pontu og kallað þetta ákvæði sýnd­ar­mennsku. „Auð­vitað getur hátt­virtur þing­maður ekki gert það. Það er stór­mál að und­ir­strika þjóð­ar­eign­ar­hug­takið í stjórn­ar­skrá. Það er stór­mál, herra for­seti, að segja að nýt­ing­ar­heim­ildir verði ekki afhentar með var­an­legum hætti. Það skiptir veru­lega miklu máli. Það er stór­mál að und­ir­strika það í stjórn­ar­skrá að þessum heim­ildum verði ekki úthlutað nema gætt sé jafn­ræðis og gagn­sæ­is.

Það er stór­mál að kveða á um það í stjórn­ar­skrá að með lögum skuli ákveða gjald fyrir nýt­ingu auð­linda. Hátt­virtur þing­maður getur ekki komið hingað upp og setið svo og kallað hér fram í með slíka sýn. Við getum deilt um það hvernig nákvæm­lega auð­linda­á­kvæði eigi að líta út en það er ekki hægt að afgreiða þetta auð­linda­á­kvæði sem hér liggur fyrir í þing­inu, sem myndi und­ir­strika rétt íslensku þjóð­ar­innar til sinna auð­linda, og það er rangt og það er sýnd­ar­mennska að halda öðru fram,“ sagði hún.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent