„Ég skila þakklæti til stafsfólksfólks Samherja sem hefur staðið á bakvið mig í þessi ár sem þetta mál hefur staðið yfir og í öðru lagi þá gleðst ég yfir því að starfsmenn mínir sem hafa sumir hverjir verið teknir nánast í gíslingu í nokkur ár séu þá lausir úr henni,“ sagði Þorsteinn Már í viðtali við RÚV.
Þorsteinn sagði í samtali við RÚV að hann ætlaði að gera nánar grein fyrir sínum sjónarmiðum í málinu, og hvernig framganga Seðlabanka Íslands hafi verið. „Ég mun gera grein fyrir því seinna, ég ætla að leyfa mínu fólki að gleðjast yfir þessu og njóta helgarinnar en ég mun að sjálfsögðu síðan gera grein fyrir þessum málum,“ sagði Þorsteinn Már.
Hann hefur sjálfur margítrekað sakleysi sitt og Samherja í málinu, á rannsóknartíma, og sagt gögn sem hann hefði séð frá seðlabankanum vera á misskilningi og vankunnáttu byggð.