Þorsteinn Pálsson, fyrrum forsætisráðherra og fyrrum ritstjóri Fréttablaðsins, sem hefur skrifað fasta pistla í Fréttablaðið árum saman, er hættur að skrifa fyrir blaðið. Þetta kemur fram í pósti sem hann sendi til yfirmanna 365 miðla í dag.
Póstur Þorsteins:
„Heil og sæl.
„Ég hef ákveðið að fella niður skrif af Kögunarhóli í Fréttablaðinu. Rétt er að taka fram að með því er ég ekki að taka afstöðu til nýrra yfirmanna á ritstjórn blaðsins og ég met ósk um áframhaldandi skrif. Hitt er að í framhaldi af fráhvarfi forstjóra félagsins fyrr í sumar og nú ritstjóra, sem tengsl mín við blaðið hafa helst byggst á, tel ég að þau vatnaskil hafi orðið sem gera þetta óhjákvæmilegt.
Með vinsemd og þakklæti fyrir ánægjulegt samstarf, Þorsteinn Pálsson."