Þeir áskrifendur Netflix sem hafa ánægju að spennuþrungnu og lævísu klifri Frank Underwood upp valdastiga bandarískra stjórnmála geta brátt tekið gleði sína á ný. Þriðja þáttaröðin í hinum margverðlaunuðu House of Cards verður aðgengileg á streymiveitunni frá 27. febrúar næstkomandi. Þættirnir verða síðan teknir til sýningar á RÚV 2. mars.
Dagsetningin á frumsýningu nýju þáttaraðarinnar var fyrst tilkynnt 1. desember síðastliðinn með skilaboðum á Twitter.
A special message from the White House. https://t.co/YxFcHfA5qy
— House of Cards (@HouseofCards) December 1, 2014
Auglýsing
Í sjónvarpsútsendingu frá Golden Globe-verðlaunaafhendingunni, sem fór fram fyrr í þessum mánuði, var síðan fyrsta stiklan úr þáttaröðinni sýnd. Þess má geta að Kevin Spacey, sem leikur Frank Underwood, fékk Golden Globe verðlaunin fyrir túlkun sína á þessum ómótstæðilega pólitíska klækjaref sem áhorfendur annað hvort elska eða elska að hata. Hann hafði verið tilnefndur til verðlaunanna árið áður án þess að fá þau. Það ár fékk hins vegar Robin Wright verðlaunin fyrir túlkun sína á Claire Underwood. Auk þess var House of Cards valin besta dramatíska þáttaröðin það árið.
http://youtu.be/yAk4ycJ2xTo
Líkt og tíðkast á Netflix þá verður þriðja þáttaröðin af House of Cards sett inn í heild sinni. Þeir sem vilja geta því horft á hana alla í einum rykk, hafi þeir tíma til og áhuga á.