Allt tiltækt lögreglulið í París leitar nú þriggja manna í tengslum við skotárásina á ritstjórn skopmyndaritsins Charlie Hebdo, á ellefta tímanum í París í morgun. Tíu starfsmenn ritsins féllu, þar á meðal fjórir helstu skopmyndateiknarar ritsins og aðalritstjórinn. Tveir lögreglumenn voru skotnir til baka í árásinni, áður en byssumennirnir flúðu af vettvangi á bifreið. Þeir skildu bifreiðina eftir um tveimur kílómetrum frá ritstjórnarskrifstofum Charlie Hebdo, í 11. hverfinu, og síðan hefur lögreglan ekki náð til þeirra, en hún verst frétta af leitinni af mönnunum.
Í París er nú í gildi hættuástand, og hefur Francois Hollande forseti þegar lýst því yfir að allt verði gert til að tryggja öryggi borgaranna og ná mönnunum sem ábyrgð bera á skotárásinni.
Skopmyndateiknarar um allan heim hafa brugðist við árásunum með því að teikna áhrifamiklar myndir, til stuðnings tjáningarfrelsinu sem ritið hefur alltaf haft í hávegum.
Á meðal þeirra sem teiknuðu mynd var David Pope, skopmyndateiknari Canberra Times í Ástralíu.
Can't sleep tonight, thoughts with my French cartooning colleagues, their families and loved ones #CharlieHebdo pic.twitter.com/LqIMRCHPgK
— David Pope (@davpope) January 7, 2015
Carlos Latuff, þekktur teiknari.
Please, RT! #CharlieHebdo attack has another victim! Via @MiddleEastMnt #ParisShooting pic.twitter.com/PNesB88POL — Carlos Latuff (@LatuffCartoons) January 7, 2015
Spænskir skopmyndateiknarar sameinuðu krafta sína í áhrifamikilli mynd, þar sem skilaboðin eru þau, að penninn sé áhrifameiri en byssan.
İspanyol karikatürcülerin katliama tepki için paylaştıkları fotoğraf: "Bu da bizim silahımız" #CharlieHebdo pic.twitter.com/UqGVHAIjAT
— engin yıldız (@sicevis) January 7, 2015
Og hjá II Mattinale voru skilaboðin tákræn.
La #vignetta del #Mattinale di oggi! #CharlieHebdo
@forza_italia @simonebaldelli pic.twitter.com/XzxQFjC62q
— Il Mattinale (@IlMattinale) January 7, 2015