Þungarokk gegn þunglyndi og geðveiki

röskun.jpg
Auglýsing

„Ætl­unin er að vekja á því athygli hve hættu­legir og alvar­legir geð­sjúk­dómar geta ver­ið, enda hafa allir með­limir sveit­ar­innar kynnst því af eigin raun á einn eða annan hátt,“ segir Ágúst Örn Páls­son, gít­ar­leik­ari og söngv­ari í þung­arokks­hljóm­sveit­inni Rösk­un. Aðrir með­limir eru Heiðar Brynjars­son trommu­leik­ari, Magnús Hilmar Fel­ix­son bassa­leik­ari og söngv­ari, og Þor­lákur Lyngmo gít­ar­leik­ari og söngv­ari.

Þeir félagar hafa allir kynnst alvar­legum hliðum þung­lyndis og geð­sýki, með einum eða öðrum hætti, og vilja með tón­list­inni vekja athygli á því hvernig þung­lyndi og geð­sjúk­dómar geta grafið undan lífi fólks.

Frá hjart­anu„Fyrir nokkru tókum við, nokkrir góð­kunn­ingjar þung­arokks á Akur­eyri, okkur saman og stofn­uðum enn eitt hel­vítis band­ið. Við höfum allir verið í böndum áður, góðum og vond­um, alvar­legum og kjána­leg­um, alls­kon­ar. Í þetta skiptið var ákveðið að tala frá hjart­anu, taka enga stefnu­mót­un­ar­fundi heldur láta tón­list­ina fæð­ast og fá að vera eins og hún er. Þar að auki ákváðum við að syngja á íslensku um eitt­hvað sem skiptir okkur máli,“ segir Ágúst Örn.

https://www.youtu­be.com/watch?v=M5tSr­LiWzAs

Auglýsing

Rösk­un vinnur nú hörðum höndum að sínum fyrstu tón­leikum og sinni fyrstu breið­skífu en fjög­urra laga kynn­ing­ar­plata hefur litið dags­ins ljós á Spoti­fy, iTu­nes og öðrum helstu tón­list­ar­veit­um.

Ótt­að­ist veru­lega um líf sitt„Af hverju geð­veiki? Þegar ég var ungur varð ég hættu­lega veikur og þurfti að liggja á spít­ala í nokkra daga. Í kjöl­farið af því þurfti ég svo að hvíla mig heima og smátt og smátt féll ég í kol­svart þung­lyndi. Sá slagur varð mér mikið erf­ið­ari, ég ótt­að­ist veru­lega um eigið líf og það tók mig um 2 ár að ná mér að mest­u. Þó var alltaf eins og bölvuð lungna­bólgan sem löngu var yfir­stað­inn vægi mun þyngra í umræðu um mín veik­indi. Stundum heyrir mað­ur; „Ég frétti að þú hafir verið nær dauða en lífi hérna um árið!”,„Fyr­ir­gefðu, var ég ekki að segja þér að ég væri búinn að vera frá vinnu mán­uðum saman vegna geð­hvarfa­sýki og þung­lynd­is?” Þetta er meira kjaftæð­ið. Geð­sjúk­dómar eru stór­hættu­leg­ir! Samt er enn eins og fólk eigi bara að rífa sig á lapp­ir, hætta þessu væli og reyna að láta nágrann­ann ekki fatta að það sé snar­geð­veikt,“ segir Ágúst Örn. 

Harm­sagaBreið­skífan sem nú er í vinnslu er heil­steypt harm­saga um það hvernig ein­stak­lingur getur orðið þung­lyndi og rang­hug­myndum að bráð.

Fyrstu tón­leikar Rösk­unar verða haldnir á Græna Hatt­inum á Akur­eyri 23. jan­úar næst­kom­andi og þar mun önnur akur­eyrsk hljóm­sveit, Churchhouse Creepers koma kvöld­inu í gang áður en Röskun stígur á svið. Vænt­an­leg breið­skífa Rösk­unar verður svo leikin í heild sinni og megnið af lög­unum verða frum­flutt þetta kvöld.

Ald­urs­tak­mark á tón­leik­anna er 18 ár og miða­verð er 1.500,- krón­ur. For­sala verður á midi.is og í Eymunds­son á Akur­eyri en einnig verður hægt að kaupa miða við hurð eins og þeir end­ast.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttir
None