Þúsund á dag krefjast þess að Google gleymi þeim

googl.jpg
Auglýsing

Google hefur borist um 145 þús­und beiðnir frá aðilum sem vilja láta fjar­lægja upp­lýs­ingar um sig úr leit­ar­vél­inni eftir að Evr­ópu­dóm­stóll­inn úrskurð­aði að fyr­ir­tækið ætti að fjar­lægja óvið­kom­andi og/eða úr sér gengnar upp­lýs­ingar með dómi í maí síð­ast­liðn­um. Nið­ur­staða dóm­stóls­ins byggir á rétti ein­stak­lings­ins til að verða gleymd­ur.

Það þýðir að Google ber­ist meiri en eitt þús­und slíkar beiðnir á hverjum ein­asta degi. Alls geta rúm­lega 500 milljón manns í 32 mis­mun­andi lönd­um, þar með talið á Íslandi, farið fram á að hlekkir með upp­lýs­ingum um sig verði fjar­lægðir úr leit­ar­vél Goog­le, sem er sú langstærsta í heim­inum í dag.

Þjóð­verjar með flestu beiðn­irnarThe Guar­dian greinir frá því að um 18.304 beiðnir  hafi borist frá Bretum til Google um að fjar­lægja alls um 60 þús­und hlekki með upp­lýs­ingum um þá af leit­ar­vefn­um. Af þeim hefur Google fjar­lægt 18.459 hlekki og hefur því orðið við um 35 pró­sent af beiðn­un­um.Flestir hlekkir hafa verið fjar­lægðir að beiðni Frakka, 29.010, og Þjóð­verja, 25.078.

Sú ákvörðun að fjar­lægja hlekki að fréttum eða upp­lýs­ingum um nafn­greinda ein­stak­linga vakti upp heitar umræður um hvort að með því færi fram rit­skoðun á því efni sem birt­ist í leit­ar­vél Google eða hvort verið væri að slá skjald­borg um sjálf­sögð mann­rétt­indi fólks.

Auglýsing

Flestir hlekkir fjar­lægðir á Face­bookGoogle hefur birt nokkur dæmi um beiðnir sem bár­ust frá Bret­landi. Fyr­ir­tækið seg­ist meðal ann­ars ekki hafa orðið við beiðni frá fjöl­miðla­manni um aðfjar­lægja fjóra hlekki á greinar sem sögðu frá nið­ur­lægj­andi efni sem hann póstaði á inter­net­inu né beiðni læknis sem fór fram á að um 50 hlekkir á fréttir um mislukk­aða aðgerð sem hann tók þátt í yrðu fjar­lægð­ir. Í síð­ara til­fell­inu voru reyndar þrír af þeim hlekkjum sem lækn­ir­inn vildi losna við fjar­lægðir en ekki var minnst á aðgerð­ina í neinum þeirra.

Sú síða sem flestir hlekkir hafa verið fjar­lægðir á er Face­book, alls eru þeir 3.353 tals­ins. Profi­leengine.com er í öðru sæti og Youtube í því þriðja.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None