Tilkomumikil náttúruundur á sólmyrkvahátíð

solmyrkvi.jpg
Auglýsing

Marg­menni var sam­an­komið á sól­myrkva­há­tíð fyrir framan aðal­bygg­ingu Háskóla Íslands til að sjá tunglið ganga fyrir sól­ina, enda um fátíðan atburð að ræða. Sól­myrkvagler­augu voru af skornum skammti en fólk dó ekki ráða­laust og brá film­um, rafsuðu­glerj­um, geisla­diskum og nammi­bréfum fyrir aug­un.

Full­trúar Stjörnu­skoð­un­ar­fé­lags Sel­tjarn­ar­ness leyfðu svo áhuga­sömum að horfa á sigð sól­ar­innar í stjörnu­kíkjum og öðrum mæli­tækj­um. Var ekki að sjá annað en að fólki þættu þessi nátt­úru­undur nokkuð til­komu­mik­il. Sól­myrkva­há­tíðin heldur svo áfram klukkan 17 í hátíð­ar­salnum í aðal­bygg­ingu HÍ.

Anton Brink, ljós­mynd­ari Kjarn­ans, var á ferð­inni og fylgd­ist með gangi him­in­tungl­anna og var við­staddur þegar fyrsta skóflustungan var tekin að hofi Ása­trú­ar­fé­lags­ins í Öskju­hlíð. Mynd­irnar má sjá hér að neð­an.

Auglýsing

Ítar­lega var fjallað um sól­myrk­vann í Þætti um kúl hluti á þriðju­dag­inn þegar sjón­auk­arn­ir og annar bún­aður var próf­aður fyrir sjálfan myrk­vann. Þá er bent á Stjörnu­fræði­vef­inn þar sem sól­myrk­vinn í morg­unn er útskýrð­ur.

_ABH7587 Jóhanna Harð­ar­dóttir kjal­nes­inga­goði blót­aði guð­unum við skóflustung­una í morg­un. Hilmar Örn Hilm­ars­son alls­herj­ar­goði fylgd­ist með álengd­ar. Mynd: Anton Brink

_ABH7558 Hljóm­sveit lék tón­list í Öskju­hlíð að heiðnum sið. Mynd: Anton Brink

_ABH7463 Skóflustungan var tekin í morgun í til­efni skól­myrk­vans. Við­staddir mundu eftir geisla­disk­unum og horfðu í gegnum þá til að sjá tunglið ganga fyrir sól­ina. Mynd: Anton Brink

Iceland solar eclipse 2015 Á sól­myrkva­há­tíð­inni á flöt­inni fyrir framan Háskóla Íslands voru hund­ruð manns, ungir sem aldn­ir, komnir saman til að fylgj­ast með. Sumir föndr­uðu sín eigin sól­myrkvagler­augu. Mynd: Anton Brink

Iceland solar eclipse 2015 Mynda­vélar sáust víða á lofti og jafn­vel þó mælt sé með að myndir af sól­inni séu teknar með sér­stökum bún­aði þá sak­aði ekki að reyna sól­myrkvagler­augun góðu. Mynd: Anton Brink

Iceland solar eclipse 2015 Full­trúar frá Stjörnu­skoð­un­ar­fé­lagi Sel­tjarn­ar­ness leyfðu áhuga­sömum að skoða sól­ina og tunglið í sjón­aukum af öllum stærðum og gerð­um. Mynd: Anton Brink

Iceland solar eclipse 2015 Ólafur Har­alds­son þjóð­garðs­vörður leið­beindi fólki. Mynd: Anton Brink

Iceland solar eclipse 2015 Stjörnu­skoð­un­ar­fé­lag Sel­tjarn­ar­ness stóð fyrir því að öll grunn­skóla­börn á land­inu fengu gef­ins sól­myrkvagler­augu og hafa frætt kennrar­ana þeirra um stjörnu­fræði á síð­ustu vik­um. Félagið hafði alls­konar skrýtin búnað til að skoða sól­ina og undur henn­ar. Mynd: Anton Brink

Iceland solar eclipse 2015 Tungið hóf að ganga fyrir sól­ina um tutt­ugu mín­útur fyrir níu í morg­un. Mynd: Anton Brink

Iceland solar eclipse 2015 Eftir klukkan níu hafði tunglið gengið fyrir megnið af sól­inni og við á Jörð­inni tókum eftir að það rökkvaði örlít­ið. Mynd: Anton Brink

_ABH8960 Sól­myrk­vinn náði svo hámarki í Reykja­vík klukkan 9:37 í morg­un. Það kom á óvart hversu björt sólin var þrátt fyrir að aðeins 2,5% hennar næði að skína á mann­fjöld­ann fyrir framan Háskóla Íslands. Mynd: Anton Brink

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í matsskýrslu kemur fram að Arctic Sea Farm áformi að hefja laxeldi á þremur svæðum í Arnarfirði: í Trostansfirði, við Hvestudal og við Lækjarbót.
Eldið í Arnarfirði myndi hafa nokkuð neikvæð áhrif á villta laxa
Samanlagt mun núverandi og fyrirhugað laxeldi í Arnarfirði verða 20 þúsund tonn. Þar með yrði burðarþoli fjarðarins að mati Hafró náð. Eldið myndi hafa nokkuð neikvæð áhrif á villta laxa með tilliti til erfðablöndunar og laxalúsar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None