Tilkomumikil náttúruundur á sólmyrkvahátíð

solmyrkvi.jpg
Auglýsing

Marg­menni var sam­an­komið á sól­myrkva­há­tíð fyrir framan aðal­bygg­ingu Háskóla Íslands til að sjá tunglið ganga fyrir sól­ina, enda um fátíðan atburð að ræða. Sól­myrkvagler­augu voru af skornum skammti en fólk dó ekki ráða­laust og brá film­um, rafsuðu­glerj­um, geisla­diskum og nammi­bréfum fyrir aug­un.

Full­trúar Stjörnu­skoð­un­ar­fé­lags Sel­tjarn­ar­ness leyfðu svo áhuga­sömum að horfa á sigð sól­ar­innar í stjörnu­kíkjum og öðrum mæli­tækj­um. Var ekki að sjá annað en að fólki þættu þessi nátt­úru­undur nokkuð til­komu­mik­il. Sól­myrkva­há­tíðin heldur svo áfram klukkan 17 í hátíð­ar­salnum í aðal­bygg­ingu HÍ.

Anton Brink, ljós­mynd­ari Kjarn­ans, var á ferð­inni og fylgd­ist með gangi him­in­tungl­anna og var við­staddur þegar fyrsta skóflustungan var tekin að hofi Ása­trú­ar­fé­lags­ins í Öskju­hlíð. Mynd­irnar má sjá hér að neð­an.

Auglýsing

Ítar­lega var fjallað um sól­myrk­vann í Þætti um kúl hluti á þriðju­dag­inn þegar sjón­auk­arn­ir og annar bún­aður var próf­aður fyrir sjálfan myrk­vann. Þá er bent á Stjörnu­fræði­vef­inn þar sem sól­myrk­vinn í morg­unn er útskýrð­ur.

_ABH7587 Jóhanna Harð­ar­dóttir kjal­nes­inga­goði blót­aði guð­unum við skóflustung­una í morg­un. Hilmar Örn Hilm­ars­son alls­herj­ar­goði fylgd­ist með álengd­ar. Mynd: Anton Brink

_ABH7558 Hljóm­sveit lék tón­list í Öskju­hlíð að heiðnum sið. Mynd: Anton Brink

_ABH7463 Skóflustungan var tekin í morgun í til­efni skól­myrk­vans. Við­staddir mundu eftir geisla­disk­unum og horfðu í gegnum þá til að sjá tunglið ganga fyrir sól­ina. Mynd: Anton Brink

Iceland solar eclipse 2015 Á sól­myrkva­há­tíð­inni á flöt­inni fyrir framan Háskóla Íslands voru hund­ruð manns, ungir sem aldn­ir, komnir saman til að fylgj­ast með. Sumir föndr­uðu sín eigin sól­myrkvagler­augu. Mynd: Anton Brink

Iceland solar eclipse 2015 Mynda­vélar sáust víða á lofti og jafn­vel þó mælt sé með að myndir af sól­inni séu teknar með sér­stökum bún­aði þá sak­aði ekki að reyna sól­myrkvagler­augun góðu. Mynd: Anton Brink

Iceland solar eclipse 2015 Full­trúar frá Stjörnu­skoð­un­ar­fé­lagi Sel­tjarn­ar­ness leyfðu áhuga­sömum að skoða sól­ina og tunglið í sjón­aukum af öllum stærðum og gerð­um. Mynd: Anton Brink

Iceland solar eclipse 2015 Ólafur Har­alds­son þjóð­garðs­vörður leið­beindi fólki. Mynd: Anton Brink

Iceland solar eclipse 2015 Stjörnu­skoð­un­ar­fé­lag Sel­tjarn­ar­ness stóð fyrir því að öll grunn­skóla­börn á land­inu fengu gef­ins sól­myrkvagler­augu og hafa frætt kennrar­ana þeirra um stjörnu­fræði á síð­ustu vik­um. Félagið hafði alls­konar skrýtin búnað til að skoða sól­ina og undur henn­ar. Mynd: Anton Brink

Iceland solar eclipse 2015 Tungið hóf að ganga fyrir sól­ina um tutt­ugu mín­útur fyrir níu í morg­un. Mynd: Anton Brink

Iceland solar eclipse 2015 Eftir klukkan níu hafði tunglið gengið fyrir megnið af sól­inni og við á Jörð­inni tókum eftir að það rökkvaði örlít­ið. Mynd: Anton Brink

_ABH8960 Sól­myrk­vinn náði svo hámarki í Reykja­vík klukkan 9:37 í morg­un. Það kom á óvart hversu björt sólin var þrátt fyrir að aðeins 2,5% hennar næði að skína á mann­fjöld­ann fyrir framan Háskóla Íslands. Mynd: Anton Brink

 

Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None