Tilkomumikil náttúruundur á sólmyrkvahátíð

solmyrkvi.jpg
Auglýsing

Marg­menni var sam­an­komið á sól­myrkva­há­tíð fyrir framan aðal­bygg­ingu Háskóla Íslands til að sjá tunglið ganga fyrir sól­ina, enda um fátíðan atburð að ræða. Sól­myrkvagler­augu voru af skornum skammti en fólk dó ekki ráða­laust og brá film­um, rafsuðu­glerj­um, geisla­diskum og nammi­bréfum fyrir aug­un.

Full­trúar Stjörnu­skoð­un­ar­fé­lags Sel­tjarn­ar­ness leyfðu svo áhuga­sömum að horfa á sigð sól­ar­innar í stjörnu­kíkjum og öðrum mæli­tækj­um. Var ekki að sjá annað en að fólki þættu þessi nátt­úru­undur nokkuð til­komu­mik­il. Sól­myrkva­há­tíðin heldur svo áfram klukkan 17 í hátíð­ar­salnum í aðal­bygg­ingu HÍ.

Anton Brink, ljós­mynd­ari Kjarn­ans, var á ferð­inni og fylgd­ist með gangi him­in­tungl­anna og var við­staddur þegar fyrsta skóflustungan var tekin að hofi Ása­trú­ar­fé­lags­ins í Öskju­hlíð. Mynd­irnar má sjá hér að neð­an.

Auglýsing

Ítar­lega var fjallað um sól­myrk­vann í Þætti um kúl hluti á þriðju­dag­inn þegar sjón­auk­arn­ir og annar bún­aður var próf­aður fyrir sjálfan myrk­vann. Þá er bent á Stjörnu­fræði­vef­inn þar sem sól­myrk­vinn í morg­unn er útskýrð­ur.

_ABH7587 Jóhanna Harð­ar­dóttir kjal­nes­inga­goði blót­aði guð­unum við skóflustung­una í morg­un. Hilmar Örn Hilm­ars­son alls­herj­ar­goði fylgd­ist með álengd­ar. Mynd: Anton Brink

_ABH7558 Hljóm­sveit lék tón­list í Öskju­hlíð að heiðnum sið. Mynd: Anton Brink

_ABH7463 Skóflustungan var tekin í morgun í til­efni skól­myrk­vans. Við­staddir mundu eftir geisla­disk­unum og horfðu í gegnum þá til að sjá tunglið ganga fyrir sól­ina. Mynd: Anton Brink

Iceland solar eclipse 2015 Á sól­myrkva­há­tíð­inni á flöt­inni fyrir framan Háskóla Íslands voru hund­ruð manns, ungir sem aldn­ir, komnir saman til að fylgj­ast með. Sumir föndr­uðu sín eigin sól­myrkvagler­augu. Mynd: Anton Brink

Iceland solar eclipse 2015 Mynda­vélar sáust víða á lofti og jafn­vel þó mælt sé með að myndir af sól­inni séu teknar með sér­stökum bún­aði þá sak­aði ekki að reyna sól­myrkvagler­augun góðu. Mynd: Anton Brink

Iceland solar eclipse 2015 Full­trúar frá Stjörnu­skoð­un­ar­fé­lagi Sel­tjarn­ar­ness leyfðu áhuga­sömum að skoða sól­ina og tunglið í sjón­aukum af öllum stærðum og gerð­um. Mynd: Anton Brink

Iceland solar eclipse 2015 Ólafur Har­alds­son þjóð­garðs­vörður leið­beindi fólki. Mynd: Anton Brink

Iceland solar eclipse 2015 Stjörnu­skoð­un­ar­fé­lag Sel­tjarn­ar­ness stóð fyrir því að öll grunn­skóla­börn á land­inu fengu gef­ins sól­myrkvagler­augu og hafa frætt kennrar­ana þeirra um stjörnu­fræði á síð­ustu vik­um. Félagið hafði alls­konar skrýtin búnað til að skoða sól­ina og undur henn­ar. Mynd: Anton Brink

Iceland solar eclipse 2015 Tungið hóf að ganga fyrir sól­ina um tutt­ugu mín­útur fyrir níu í morg­un. Mynd: Anton Brink

Iceland solar eclipse 2015 Eftir klukkan níu hafði tunglið gengið fyrir megnið af sól­inni og við á Jörð­inni tókum eftir að það rökkvaði örlít­ið. Mynd: Anton Brink

_ABH8960 Sól­myrk­vinn náði svo hámarki í Reykja­vík klukkan 9:37 í morg­un. Það kom á óvart hversu björt sólin var þrátt fyrir að aðeins 2,5% hennar næði að skína á mann­fjöld­ann fyrir framan Háskóla Íslands. Mynd: Anton Brink

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Ekki sammála um að Ísland sé spillingarbæli
Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Samfylkingarinnar deildu ekki sömu sýn á Ísland á Alþingi í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Mamma Klikk
Kjarninn 14. nóvember 2019
Hvernig slátrum við … og hvers vegna?
Davíð Hörgdal Stefánsson gefur nú út sína fjórðu ljóðabók, en hún ber titilinn Heimaslátrun og aðrar vögguvísur.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Norskum stjórnvöldum kunnugt um Samherjamálið
Þátt­ur norska rík­is­bank­ans DNB í bankaviðskipt­um Sam­herja í Namib­íu er til skoðunar innan bankans. Norsk stjórnvöld hafa jafnframt verið látin vita af málinu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None