Tilræðismaður Hedegaard látinn laus í óþökk Dana

000-DV1403861-1.jpg
Auglýsing

Dönsk stjórn­völd eru ævareið Tyrkjum fyrir að hafa sleppt úr haldi dönskum rík­is­borg­ara sem reyndi að ráða danskan rit­höf­und af dög­um. Til­ræð­is­mað­ur­inn var hand­tek­inn í Tyrk­landi, dönsk stjórn­völd höfðu óskað eftir fram­sali hans en mann­inum var sleppt áður en til þess kom.

For­sagan



Þann 5. febr­úar 2013 hringdi dyra­bjallan hjá Lars Hedegaard rit­höf­undi á heim­ili hans á Frið­riks­bergi við Kaup­manna­höfn. Sá sem hringdi bjöll­unni var í rauðum jakka, eins og póst­menn klæðast, og sagð­ist vera með pakka til rit­höf­und­ar­ins. Eftir að “póst­mað­ur­inn” hafði rétt Hedegaard pakk­ann dró hann upp byssu, mið­aði á höfuð hans og hleypti af. Ekki var miðið nákvæmara en svo að skotið geig­aði og þegar til­ræð­is­mað­ur­inn ætl­aði að bæta um betur stóð byssan á sér. Til handa­lög­mála kom sem end­uðu með því að til­ræð­is­mað­ur­inn komst undan og tókst lög­regl­unni ekki að hafa uppi á honum þrátt fyrir mikla leit.

Bíl sem til­ræð­is­mað­ur­inn hafði komið á, og skyldi eftir skammt frá húsi Hedegaards, hafði hann keypt og notað til þess fölsuð skil­ríki. Þótt ekki hafi verið stað­fest hver ástæða þessa mis­heppn­aða til­ræðis var hafa danska lög­reglan og rit­höf­und­ur­inn sjálfur aldrei verið vafa um að skýr­ing­anna væri að leita í skrifum og ummælum Lars Hedegaard um múslima, sem voru oft á tíðum mjög umdeild.

Hedegaard hafði meðal ann­ars verið dreg­inn fyrir rétt vegna ummæla í umræðu­þætti sem birtur var á net­inu, en mála­ferlin vöktu mikla athygli hér í Dan­mörku. Hedegaard var sýkn­aður á lægsta dóm­stigi (Byretten), fyrir milli­dóm­stigi (Lands­retten) var hann dæmdur til að greiða 5000 króna sekt en loks sýkn­aður í Hæsta­rétti. Margir litu á þessi mála­ferli sem próf­stein á mál­frelsi en í áður­nefndum umræðu­þætti hafði Hedegaard kveðið mjög fast að orði, svo fast að mörgum þótti nóg um.

Auglýsing

 "Póst­mað­ur­inn" hand­tekin



Strax vakn­aði grunur um að til­ræð­is­mað­ur­inn í rauða jakk­anum hefði reynt að kom­ast úr landi en um það var þó ekk­ert vit­að. Að sögn rit­höf­und­ar­ins tal­aði mað­ur­inn lýta­lausa dönsku, sem talið var ótví­rætt merki um að hann væri danskur eða hefði að minnsta kosti dvalist hér um langt skeið. En hann var horf­inn og öruggt talið að hann hefði strax farið úr landi.

"Að sögn rit­höf­und­ar­ins tal­aði mað­ur­inn lýta­lausa dönsku, sem talið var ótví­rætt merki um að hann væri danskur eða hefði að minnsta kosti dvalist hér um langt skeið. En hann var horf­inn og öruggt talið að hann hefði strax farið úr landi."

Leið nú og beið.

Þann 5. apríl síð­ast­lið­inn hand­tók tyrk­neska lög­reglan 27 ára karl­mann, danskan rík­is­borg­ara, sem danska lög­reglan telur öruggt að sé “póst­mað­ur­inn”. Lög­reglan hefur ann­ars verið mjög spör á upp­lýs­ingar vegna hand­tök­unnar en strax var haf­inn und­ir­bún­ingur þess að fá mann­inn fram­seldan hingað til Dan­merk­ur. Slíkt getur tekið tíma og þykir ekki óeðli­legt. Rit­höf­und­ur­inn Hedegaard lýsti yfir í við­tölum að hann von­að­ist til að í rétt­ar­höldum í Dan­mörku kæmi fram hvort þetta til­ræði hefði verið einka­fram­tak við­kom­andi manns eða hvort hann hefði verið full­trúi ein­hverra sam­taka og þá hvaða sam­tök ættu hlut að máli.

Lögregluyfirvöld í Danmörku upplýsa blaðamenn um handtöku tilræðismanns Hedegaard í Tyrklandi, á blaðamannafundi 27. apríl síðastliðinn. Lög­reglu­yf­ir­völd í Dan­mörku upp­lýsa blaða­menn um hand­töku til­ræð­is­manns Hedegaard í Tyrk­landi, á blaða­manna­fundi 27. apríl síð­ast­lið­inn.

Óvæntar fréttir



Þann 2. októ­ber síð­ast­lið­inn hitti starfs­maður danska sendi­ráðs­ins í Tyrk­landi tyrk­neska emb­ætt­is­menn. Þar fékk hann þær óvæntu fréttir að “kannski” væri danski rík­is­borg­ar­inn laus úr fang­elsi, þessar fréttir voru þó óljós­ar. Rúmri viku seinna, 10. októ­ber, hafði danska rann­sókn­ar­lög­reglan (PET) sam­band við Lars Hedegaard og tjáði honum að “póst­mað­ur­inn” sæti ekki lengur í fang­elsi í Tyrk­landi. Um líkt leyti óskar danska sendi­ráðið í Ankara eftir svörum við því hvort mað­ur­inn hefði verið lát­inn laus. Svör Tyrkja voru loðin og ekki afdrátt­ar­laus og það var ekki fyrr en sendi­nefnd danskra emb­ætt­is­manna fór til Ankara og kraf­ist skýrra svara að tyrk­nesk stjórn­völd stað­festu að danski rík­is­borg­ar­inn “póst­mað­ur­inn” sæti ekki lengur í fang­elsi.

Þegar óskað var skýr­inga á hverju það sætti var í fyrstu fátt um svör. Ekki fékkst stað­fest að mað­ur­inn væri einn þeirra sem Tyrkir slepptu í svo­nefndum fanga­skiptum við Íslamska ríkið svo­nefnda (IS­IS) en það hafði verið nefnt í fjöl­miðl­um. Danskir þing­menn reidd­ust mjög og ekki urðu upp­lýs­ingar sem síðar bár­ust til að bæta úr skák. Tyrk­nesk stjórn­völd til­kynntu þá Dönum að þau hefðu ekki viljað að mann­inum yrði sleppt en dóm­stóll hefði ákveðið að það skyldi gert, ástæðan sögð sú að lög­maður manns­ins hefði óskað eftir því. Hvar “póst­mað­ur­inn” væri nið­ur­kom­inn sögðu tyrk­nesk stjórn­völd ekk­ert um, sögð­ust þó ekki vita til að hann væri far­inn úr landi.

Danskir þing­menn æfir



Nú fór allt í háa­loft í danska þing­inu. Sumir kröfð­ust þess að stjórn­mála­sam­bandi við Tyrki yrði þegar í stað slit­ið, aðrir kröfð­ust refsi­að­gerða gegn Tyrkj­um. Tyrk­neski sendi­herr­ann í Kaup­manna­höfn var kall­aður í Utan­rík­is­ráðu­neytið og hund­skammaður (“fik en skideball­e”eins og eitt blað­anna orð­aði það) og honum gerð grein fyrir því að þetta mál drægi dilk á eftir sér og Danir myndu ekki orða­laust sætta sig við fram­komu Tyrkja.

Hvað geta Danir gert?



Bæði Helle Thorn­ing-Schmidt for­sæt­is­ráð­herra og Martin Lidegaard utan­rík­is­ráð­herra sögðu marg­sinnis í við­tölum í fjöl­miðl­um, fyrst eftir að upp­víst varð um mál­ið, að sú ákvörðun að sleppa “póst­mann­in­um” úr haldi væri bæði óskilj­an­leg og óásætt­an­leg. For­sæt­is­ráð­herr­ann sagði að þetta mál yrði tekið upp innan Evr­ópu­sam­bands­ins í tengslum við umfjöllun um ESB umsókn Tyrkja. Hvaða áhrif það hefur er óvíst. Þrátt fyrir að Tyrkir hafi fengið mikla gagn­rýni, ekki síst vegna mann­rétt­inda­mála, vilja stóru og áhrifa­miklu þjóð­irnar innan ESB ekki ganga of hart fram gagn­vart þeim.

Helle Thorning-Schmidt Helle Thorn­ing-Schmidt, for­sæt­is­ráð­herra Dana, botnar hvorki upp né niður í ákvörðun tyrk­neskra stjórn­valda um að sleppa til­ræð­is­mann­inum úr hald­i.

Það er athygl­is­vert að und­an­farna daga hefur tónn dönsku ráð­herr­anna mild­ast nokk­uð. Í útvarps­við­tali föstu­dag­inn 24. októ­ber síð­ast­lið­inn sagði Martin Lidegaard utan­rík­is­ráð­herra að hann hefði rætt við tyrk­neska sendi­herr­ann fyrr um dag­inn, í alvar­legum tón. For­sæt­is­ráð­herr­ann notar sömu­leiðis mild­ara orða­lag. Eitt dönsku blað­anna getur sér þess til að það hafi runnið upp fyrir dönsku ráð­herr­unum að innan ESB væri það, að mann­inum hafi verið sleppt ekki talið stór­mál. Þess vegna væri rétt­ast að spara stóru orðin þótt menn láti hvína í tálkn­unum “í tún­inu heima”.

Rit­höf­und­ur­inn andar rólega



Þrátt fyrir að Lars Hedegaard sé mjög ósáttur við að Tyrkir hafi sleppt mann­inum seg­ist hann anda rólega. Þótt mað­ur­inn hafi reynst svo léleg skytta að hann hitti ekki manns­höfuð á eins metra færi sé hann varla svo skyni skropp­inn að hann komi aftur til Dan­merk­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None