Uppselt á Ásgeir Trausta í Sidney - vinsældirnar vaxa hratt

asgeirtrausti.jpg
Auglýsing

Ásgeir Trausti Ein­ars­son, betur þekktur sem Ásgeir á erlendri grundu, hefur selt alla miða á tón­leika sína í stóra sal Óperu­húss­ins í Sid­ney, en þar verður hann á tón­leika­ferð frá 27. des­em­ber til 15. jan­ú­ar. Aðrir tón­leikar hafa verið settir á, en mið­arnir á fyrri tón­leik­ana ruku út. Hann mun einnig leika á tvennum tón­leikum í Tokyo, en upp­selt er á þá fyrri.

Ásgeir Trausti hefur verið á tón­leika­ferð um Banda­ríkin að und­an­förnu, og hélt meðal ann­ars tón­leika í Lincoln Hall í Chicago, 12. októ­ber síð­ast­lið­inn, sem fengu fram­úr­skar­andi um­sögn.

https://www.youtu­be.com/watch?v=kn60eDa3lDI

Auglýsing

Spenntir fyrir ChicagoÁs­geir Trausti segir sjálfur að það hafi verið gaman að spila í Lincoln Hall, og upp­lifa góða strauma frá áhorf­end­um. „Við vorum allir spenntir að koma aftur til Chicago til að spila á svona flottum tón­leika­stað og ekki skemmdi ánægja tón­leika­gesta fyr­ir. Lincoln Hall er helm­ingi stærri staður en sá sem við spil­uðum á síð­ast sem var í júní. Túr­inn hér i Banda­ríkj­unum hefur bara gengið alveg ótrú­lega vel,“ sagði Ásgeir Trausti.

Ásgeir á tónleikum á tónlistarhátíðinni Treasure Island í San Francisco núna fyrir nokkrum dögum Ásgeir á tón­leikum á tón­list­ar­há­tíð­inni Trea­sure Island í San Francisco núna fyrir nokkrum dögum Mynd/G­V

Hann segir ferða­lagið hafa gengið vel, en eins og oft er með tón­leika­ferðir í Banda­ríkj­un­um, þá fari mikil orka í löng ferða­lög milli staða. „Við ferð­umst um á „night­liner“ sem skemmir ekki fyrir og gerir alla upp­lifun­ina og ferða­lagið auð­veld­ara. Við erum búnir að vera á ferða­lagi síðan 27. sept­em­ber, byrj­uðum í Frakk­landi, áður en við fórum til Banda­ríkj­anna í byrjun októ­ber svo við erum nú líka orðnir spenntir yfir þvi að koma heim og spila á Iceland Airwa­ves mið­viku­dag­inn 5. nóv­em­ber. Við ætlum að gefa allt í þá tón­leika og koma fram með brassi, strengjum og frum­sýna það „show“ sem við ætlum nota á mörgum stórum tón­leikum sem framundan eru í Evr­ópu, Ástr­alíu og Jap­an,“ sagði Ásgeir Trausti.

Plata Ásgeirs, Dýrð í dauða­þögn, er mesta selda fyrsta plata tón­list­ar­manns í Íslands­sög­unni, með yfir 30 þús­und ein­tök seld. Platan nefn­ist In The Silence á ensku, og er Ásgeir nú að fylgja plöt­unni eftir með tón­leika­ferð sinni. Hinn 5. nóv­em­ber spilar Ásgeir Trausti á Iceland Airwa­ves í Silf­ur­bergi í Hörp­u­nni.

Dag­ana 9. nóv­em­ber til 9. des­em­ber spilar Ásgeir á tón­leikum í Evr­ópu, meðal ann­ars í Koncert­hu­set í Kaup­manna­höfn, Roc­ker­feller í Osló og Shephard's Bush í London.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Lúalegt bragð“ að ala á samviskubiti foreldra
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent borgarráði opið bréf vegna fyrirhugaðrar styttingar opnunartíma leikskóla í Reykjavíkurborg.
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður spyr Katrínu um hverjar skaðabótakröfur stórútgerðarinnar séu
Búið er að leggja fram skriflega fyrirspurn til forsætisráðherra um hversu háa upphæð stórútgerðir eru að krefja íslenska ríkið vegna úthlutunar á makrílkvóta. Kjarninn óskaði fyrst eftir þeim upplýsingum í fyrrasumar en ríkið vill ekki afhenda þær.
Kjarninn 21. janúar 2020
Rúmur hálfur milljarður í utanlandsferðir þingmanna og forseta þingsins á tíu árum
Rúmar 60 milljónir fóru í utanlandsferðir embættis forseta Alþingis og þingmanna árið 2018. Kostnaðurinn var minnstur árið 2009 – rétt eftir hrun.
Kjarninn 21. janúar 2020
Ólafur Örn Nielsen ráðinn aðstoðarforstjóri Opinna kerfa
Nýir fjárfestar komu að Opnum kerfum í fyrra og hana nú ráðið bæði nýjan forstjóra og aðstoðarforstjóra.
Kjarninn 21. janúar 2020
Auður ríkustu konu Afríku byggður á arðráni fátækrar þjóðar
Frá Angóla og víða um Afríku, Evrópu og Mið-Austurlönd, liggur flókið net fjárfestinga í bönkum, olíu, sementi, fjarskiptum, fjölmiðlum og demöntum. Ríkasta kona Afríku segist hafa byggt þetta ævintýralega viðskiptaveldi sitt upp á eigin verðleikum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Kvikan
Kvikan
#Megxit, peningaþvætti, spilling og brot Seðlabankans
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Mælt fyrir frumvarpi sem kúvendir fiskveiðistjórnunarkerfinu
Frumvarp þriggja stjórnarandstöðuflokka um eðlisbreytingu á því umhverfi sem sjávarútvegsfyrirtæki starfa í hérlendis, verður tekið til umræðu á þingi í dag samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá.
Kjarninn 21. janúar 2020
Stuðningskonur leikskólanna
Kynjað verðmætamat og leikskólinn
Kjarninn 21. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None