Uppselt á Ásgeir Trausta í Sidney - vinsældirnar vaxa hratt

asgeirtrausti.jpg
Auglýsing

Ásgeir Trausti Ein­ars­son, betur þekktur sem Ásgeir á erlendri grundu, hefur selt alla miða á tón­leika sína í stóra sal Óperu­húss­ins í Sid­ney, en þar verður hann á tón­leika­ferð frá 27. des­em­ber til 15. jan­ú­ar. Aðrir tón­leikar hafa verið settir á, en mið­arnir á fyrri tón­leik­ana ruku út. Hann mun einnig leika á tvennum tón­leikum í Tokyo, en upp­selt er á þá fyrri.

Ásgeir Trausti hefur verið á tón­leika­ferð um Banda­ríkin að und­an­förnu, og hélt meðal ann­ars tón­leika í Lincoln Hall í Chicago, 12. októ­ber síð­ast­lið­inn, sem fengu fram­úr­skar­andi um­sögn.

https://www.youtu­be.com/watch?v=kn60eDa3lDI

Auglýsing

Spenntir fyrir ChicagoÁs­geir Trausti segir sjálfur að það hafi verið gaman að spila í Lincoln Hall, og upp­lifa góða strauma frá áhorf­end­um. „Við vorum allir spenntir að koma aftur til Chicago til að spila á svona flottum tón­leika­stað og ekki skemmdi ánægja tón­leika­gesta fyr­ir. Lincoln Hall er helm­ingi stærri staður en sá sem við spil­uðum á síð­ast sem var í júní. Túr­inn hér i Banda­ríkj­unum hefur bara gengið alveg ótrú­lega vel,“ sagði Ásgeir Trausti.

Ásgeir á tónleikum á tónlistarhátíðinni Treasure Island í San Francisco núna fyrir nokkrum dögum Ásgeir á tón­leikum á tón­list­ar­há­tíð­inni Trea­sure Island í San Francisco núna fyrir nokkrum dögum Mynd/G­V

Hann segir ferða­lagið hafa gengið vel, en eins og oft er með tón­leika­ferðir í Banda­ríkj­un­um, þá fari mikil orka í löng ferða­lög milli staða. „Við ferð­umst um á „night­liner“ sem skemmir ekki fyrir og gerir alla upp­lifun­ina og ferða­lagið auð­veld­ara. Við erum búnir að vera á ferða­lagi síðan 27. sept­em­ber, byrj­uðum í Frakk­landi, áður en við fórum til Banda­ríkj­anna í byrjun októ­ber svo við erum nú líka orðnir spenntir yfir þvi að koma heim og spila á Iceland Airwa­ves mið­viku­dag­inn 5. nóv­em­ber. Við ætlum að gefa allt í þá tón­leika og koma fram með brassi, strengjum og frum­sýna það „show“ sem við ætlum nota á mörgum stórum tón­leikum sem framundan eru í Evr­ópu, Ástr­alíu og Jap­an,“ sagði Ásgeir Trausti.

Plata Ásgeirs, Dýrð í dauða­þögn, er mesta selda fyrsta plata tón­list­ar­manns í Íslands­sög­unni, með yfir 30 þús­und ein­tök seld. Platan nefn­ist In The Silence á ensku, og er Ásgeir nú að fylgja plöt­unni eftir með tón­leika­ferð sinni. Hinn 5. nóv­em­ber spilar Ásgeir Trausti á Iceland Airwa­ves í Silf­ur­bergi í Hörp­u­nni.

Dag­ana 9. nóv­em­ber til 9. des­em­ber spilar Ásgeir á tón­leikum í Evr­ópu, meðal ann­ars í Koncert­hu­set í Kaup­manna­höfn, Roc­ker­feller í Osló og Shephard's Bush í London.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eldvarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar tekur fljótlega til starfa á starfsstöð stofnunarinnar á Sauðárkróki.
Búið að ráða í stöðu framkvæmdastjóra eldvarnasviðs HMS á Sauðárkróki
Stefnt er að því að eldvarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar taki til starfa á Sauðárkróki 1. október næstkomandi. Sjö nýir starfsmenn verða ráðnir auk framkvæmdastjóra en enginn af núverandi starfsmönnum HMS á sviðinu mun flytja norður.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Fyrsta bakarí Brauð og Co. opnaði á Frakkastíg í mars 2016.
Skeljungur búinn að kaupa fjórðungshlut í bæði Gló og Brauð & Co
Greint er frá því í árshlutauppgjöri Skeljungs að fyrirtækið hafi fest kaup á 25 prósent hlut í bakarískeðjunni Brauð & Co og veitingastaðakeðjunni Gló á síðasta ársfjórðungi. Ekkert hefur verið gefið upp um kaupverðið.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Herbert Herbertsson
Þeim er fórnandi, eða (ásættanleg áhætta)
Kjarninn 12. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur leggur níu valkosti fyrir stjórnvöld
„Áhrifaríkasta leiðin til að koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands að mínu mati er að skima alla farþega á landamærum, krefja þá um sóttkví í 4-6 daga og skima þá aftur að þeim tíma liðnum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknis.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Upplýsingarnar um karfaverðið sem Verðlagsstofa skiptaverðs tók saman árið 2012 voru í Excel-skjali og birtust svona í Kastljósi í mars árið 2012.
Verðlagsstofa skiptaverðs staðfestir tilvist karfagagna
Verðlagsstofa skiptaverðs hefur staðfest tilvist gagna um karfaútflutning sem voru til umfjöllunar í Kastljósþætti árið 2012. Um var að ræða trúnaðargögn sem stofnunin vann og sendi á nefndarmenn í úrskurðarnefnd, en ekki „sérstaka skýrslu“.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Reglur um nálægðartakmörk í framhalds- og háskólum rýmkaðar 14. ágúst
Hjúkrunarheimili þurfa að setja reglur um heimsóknir utanaðkomandi en nálægartakmörkun í framhalds- og háskólum og íþróttum verður rýmkuð á föstudag. Krafist verður notkunar grímum við ákveðnar aðstæður.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Þórunn Sveinbjörnsdóttir.
Reynslan af heimsóknarbanni á hjúkrunarheimili: „Fólki hrakaði“
Við verðum að finna leiðir svo að fólk fái að hittast, segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara um heimsóknartakmarkanir til eldra fólks í vetur. „Einmanaleiki er vágestur.“
Kjarninn 12. ágúst 2020
Hljómsveitin Hjaltalín gat ekki fengið bankamillifærslu frá Bretlandi vegna veru Íslands á gráa lista FATF.
Hjaltalín getur ekki fengið millifærslur frá bresku fyrirtæki vegna gráa listans
Breskt fyrirtæki sagði umboðsmanni hljómsveitarinnar Hjaltalín að Ísland væri eitt þeirra landa sem fyrirtækið ætti ekki að millifæra til, vegna aðgerða til að sporna við peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None