Uppselt á Ásgeir Trausta í Sidney - vinsældirnar vaxa hratt

asgeirtrausti.jpg
Auglýsing

Ásgeir Trausti Ein­ars­son, betur þekktur sem Ásgeir á erlendri grundu, hefur selt alla miða á tón­leika sína í stóra sal Óperu­húss­ins í Sid­ney, en þar verður hann á tón­leika­ferð frá 27. des­em­ber til 15. jan­ú­ar. Aðrir tón­leikar hafa verið settir á, en mið­arnir á fyrri tón­leik­ana ruku út. Hann mun einnig leika á tvennum tón­leikum í Tokyo, en upp­selt er á þá fyrri.

Ásgeir Trausti hefur verið á tón­leika­ferð um Banda­ríkin að und­an­förnu, og hélt meðal ann­ars tón­leika í Lincoln Hall í Chicago, 12. októ­ber síð­ast­lið­inn, sem fengu fram­úr­skar­andi um­sögn.

https://www.youtu­be.com/watch?v=kn60eDa3lDI

Auglýsing

Spenntir fyrir ChicagoÁs­geir Trausti segir sjálfur að það hafi verið gaman að spila í Lincoln Hall, og upp­lifa góða strauma frá áhorf­end­um. „Við vorum allir spenntir að koma aftur til Chicago til að spila á svona flottum tón­leika­stað og ekki skemmdi ánægja tón­leika­gesta fyr­ir. Lincoln Hall er helm­ingi stærri staður en sá sem við spil­uðum á síð­ast sem var í júní. Túr­inn hér i Banda­ríkj­unum hefur bara gengið alveg ótrú­lega vel,“ sagði Ásgeir Trausti.

Ásgeir á tónleikum á tónlistarhátíðinni Treasure Island í San Francisco núna fyrir nokkrum dögum Ásgeir á tón­leikum á tón­list­ar­há­tíð­inni Trea­sure Island í San Francisco núna fyrir nokkrum dögum Mynd/G­V

Hann segir ferða­lagið hafa gengið vel, en eins og oft er með tón­leika­ferðir í Banda­ríkj­un­um, þá fari mikil orka í löng ferða­lög milli staða. „Við ferð­umst um á „night­liner“ sem skemmir ekki fyrir og gerir alla upp­lifun­ina og ferða­lagið auð­veld­ara. Við erum búnir að vera á ferða­lagi síðan 27. sept­em­ber, byrj­uðum í Frakk­landi, áður en við fórum til Banda­ríkj­anna í byrjun októ­ber svo við erum nú líka orðnir spenntir yfir þvi að koma heim og spila á Iceland Airwa­ves mið­viku­dag­inn 5. nóv­em­ber. Við ætlum að gefa allt í þá tón­leika og koma fram með brassi, strengjum og frum­sýna það „show“ sem við ætlum nota á mörgum stórum tón­leikum sem framundan eru í Evr­ópu, Ástr­alíu og Jap­an,“ sagði Ásgeir Trausti.

Plata Ásgeirs, Dýrð í dauða­þögn, er mesta selda fyrsta plata tón­list­ar­manns í Íslands­sög­unni, með yfir 30 þús­und ein­tök seld. Platan nefn­ist In The Silence á ensku, og er Ásgeir nú að fylgja plöt­unni eftir með tón­leika­ferð sinni. Hinn 5. nóv­em­ber spilar Ásgeir Trausti á Iceland Airwa­ves í Silf­ur­bergi í Hörp­u­nni.

Dag­ana 9. nóv­em­ber til 9. des­em­ber spilar Ásgeir á tón­leikum í Evr­ópu, meðal ann­ars í Koncert­hu­set í Kaup­manna­höfn, Roc­ker­feller í Osló og Shephard's Bush í London.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tap TM á þriðja ársfjórðungi nam 251 milljón króna
TM tapaði 251 millj­ón krón­a á þriðja árs­fjórðungi þessa árs. Forstjórinn segir að tapið megi að öllu leyti rekja til fjárfestingastarfsemi.
Kjarninn 23. október 2019
Sigurgeir Finnsson
Leikhús fáránleikans: Um opinn aðgang og útgáfu fræðigreina
Kjarninn 23. október 2019
Rusl og blautþurrkur í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Mikið magn af rusli og blautklútum í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Umhverfisstofnun minnir fólk enn og aftur á að henda ekki öðru en pappír í klósettin.
Kjarninn 23. október 2019
Már Guðmundsson
Fjárfestingarleiðin og peningaþvætti
Kjarninn 23. október 2019
Vilhjálmur Birgisson, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness.
Hafna ásökunum Vilhjálms um að Landsvirkjun sé að „slátra“ Elkem
Landvirkjun hafnar því að sýna stóriðjufyrirtækjum óbilgirni með því að selja raforku á hærra verði til þeirra en áður. Vilhjálmur Birgisson vill að Landsvirkjun dragi úr arðsemi sinni til að bæta rekstrarskilyrði Elkem og Norðuráls á Grundartanga.
Kjarninn 23. október 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Helmingur þjóðar hefur litlar áhyggjur af orkupakkanum
Mun fleiri Íslendingar hafa litlar eða engar áhyggjur af áhrifum þriðja orkupakka ESB á hagsmuni þjóðarinnar en þeir sem áhyggjur hafa. Miðflokkurinn sker sig úr en 90 prósent stuðningsmanna flokksins hafa áhyggjur af áhrifum orkupakkans.
Kjarninn 23. október 2019
Bjarni Ármannsson er forstjóri Iceland Seafood.
Bréf í Iceland Seafood skráð á markað á þriðjudag
Iceland Seafood verður tuttugasta félagið á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands þegar bréf í félaginu verða tekin til viðskipta eftir helgi.
Kjarninn 23. október 2019
Dagur Hjartarson
Samtök atvinnu, lífs og dauða
Kjarninn 23. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None