Uppselt á Ásgeir Trausta í Sidney - vinsældirnar vaxa hratt

asgeirtrausti.jpg
Auglýsing

Ásgeir Trausti Einarsson, betur þekktur sem Ásgeir á erlendri grundu, hefur selt alla miða á tónleika sína í stóra sal Óperuhússins í Sidney, en þar verður hann á tónleikaferð frá 27. desember til 15. janúar. Aðrir tónleikar hafa verið settir á, en miðarnir á fyrri tónleikana ruku út. Hann mun einnig leika á tvennum tónleikum í Tokyo, en uppselt er á þá fyrri.

Ásgeir Trausti hefur verið á tónleikaferð um Bandaríkin að undanförnu, og hélt meðal annars tónleika í Lincoln Hall í Chicago, 12. október síðastliðinn, sem fengu framúrskarandi umsögn.

https://www.youtube.com/watch?v=kn60eDa3lDI

Spenntir fyrir Chicago


Ásgeir Trausti segir sjálfur að það hafi verið gaman að spila í Lincoln Hall, og upplifa góða strauma frá áhorfendum. „Við vorum allir spenntir að koma aftur til Chicago til að spila á svona flottum tónleikastað og ekki skemmdi ánægja tónleikagesta fyrir. Lincoln Hall er helmingi stærri staður en sá sem við spiluðum á síðast sem var í júní. Túrinn hér i Bandaríkjunum hefur bara gengið alveg ótrúlega vel,“ sagði Ásgeir Trausti.

Auglýsing

Ásgeir á tónleikum á tónlistarhátíðinni Treasure Island í San Francisco núna fyrir nokkrum dögum Ásgeir á tónleikum á tónlistarhátíðinni Treasure Island í San Francisco núna fyrir nokkrum dögum Mynd/GV

Hann segir ferðalagið hafa gengið vel, en eins og oft er með tónleikaferðir í Bandaríkjunum, þá fari mikil orka í löng ferðalög milli staða. „Við ferðumst um á „nightliner“ sem skemmir ekki fyrir og gerir alla upplifunina og ferðalagið auðveldara. Við erum búnir að vera á ferðalagi síðan 27. september, byrjuðum í Frakklandi, áður en við fórum til Bandaríkjanna í byrjun október svo við erum nú líka orðnir spenntir yfir þvi að koma heim og spila á Iceland Airwaves miðvikudaginn 5. nóvember. Við ætlum að gefa allt í þá tónleika og koma fram með brassi, strengjum og frumsýna það „show“ sem við ætlum nota á mörgum stórum tónleikum sem framundan eru í Evrópu, Ástralíu og Japan,“ sagði Ásgeir Trausti.

Plata Ásgeirs, Dýrð í dauðaþögn, er mesta selda fyrsta plata tónlistarmanns í Íslandssögunni, með yfir 30 þúsund eintök seld. Platan nefnist In The Silence á ensku, og er Ásgeir nú að fylgja plötunni eftir með tónleikaferð sinni. Hinn 5. nóvember spilar Ásgeir Trausti á Iceland Airwaves í Silfurbergi í Hörpunni.

Dagana 9. nóvember til 9. desember spilar Ásgeir á tónleikum í Evrópu, meðal annars í Koncerthuset í Kaupmannahöfn, Rockerfeller í Osló og Shephard's Bush í London.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None