Business Insider tekur reglulega saman lista yfir tíu mikilvægustu hlutina sem eru að gerast í heiminum í dag.
- Búið er að handtaka skipstjóra og áhöfn bátsins sem hvolfdi á Miðjarðarhafi um helgina með þeim afleiðingum að mörg hundruð létust. Áhöfnin er ákærð fyrir mansal.
- Evrópusambandið mun formlega ásaka rússneska gasfyrirtækið Gazprom um að rukka viðskiptavini sína í Austur-Evrópu of mikið.
- Bandaríski sjóherinn hefur sent skip að ströndum Jemens í kjölfar frétta um að írönsk skip séu á leið þangað til að vopna uppreisnarmenn.
- Evrópusambandið hefur birt tíu atriða aðgerðaráætlun sem ætlað er að stemma stigu við smygli á fólki yfir Miðjarðarhafið.
- Ástandið í Grikklandi er orðið svo alvarlegt að Credit Suisse hefur hafið útgáfu á vikulegri skýrslu þar sem farið er yfir alla þróun í samningaviðræðunum við Evrópusambandið.
- Xi Jinping, forseti Kína, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, eru á leið til Indónesíu til að vera viðstaddir Asíu-Afríku ráðstefnuna, sem var komið á laggirnar fyrir 60 árum til að mótmæla nýlendustefnunni.
- Minnst þrír eru látnir eftir ofsaveður í Ástralíu.
- Google hefur uppfært algrím sitt í farsímum þannig að vefsíður, sem henta vel til lestrar í snjallsímum, birtast ofar í leitarniðurstöðum en aðrar síður.
- Nemandi í Barcelona myrti kennarann sinn með krossboga og hníf, en vegna aldurs verður hann mögulega ekki sóttur til saka.
- Banvæn fuglaflensa hefur gert vart við sig í Iowa, á búi með milljónum hæna. Þetta er versta tilvik fuglaflensu hingað til í Bandaríkjunum.