Tíu mikilvægustu hlutirnir í heiminum í dag

h_51897780-1.jpg
Auglýsing

Business Insider tekur reglu­lega saman lista yfir tíu mik­il­væg­ustu hlut­ina sem eru að ger­ast í heim­inum í dag.  1. Búið er að hand­taka skip­stjóra og áhöfn báts­ins sem hvolfdi á Mið­jarð­ar­hafi um helg­ina með þeim afleið­ingum að mörg hund­ruð lét­ust. Áhöfnin er ákærð fyrir man­sal.


  2. Evr­ópu­sam­bandið mun form­lega ásaka rúss­neska gas­fyr­ir­tækið Gazprom um að rukka við­skipta­vini sína í Aust­ur-­Evr­ópu of mik­ið.


  3. Banda­ríski sjó­her­inn hefur sent skip að ströndum Jem­ens í kjöl­far frétta um að írönsk skip séu á leið þangað til að vopna upp­reisn­ar­menn.


  4. Evr­ópu­sam­bandið hefur birt tíu atriða aðgerð­ar­á­ætlun sem ætlað er að stemma stigu við smygli á fólki yfir Mið­jarð­ar­haf­ið.


  5. Ástandið í Grikk­landi er orðið svo alvar­legt að Credit Suisse hefur hafið útgáfu á viku­legri skýrslu þar sem farið er yfir alla þróun í samn­inga­við­ræð­unum við Evr­ópu­sam­band­ið.


  6. Xi Jin­p­ing, for­seti Kína, og Shinzo Abe, for­sæt­is­ráð­herra Jap­ans, eru á leið til Indónesíu til að vera við­staddir Asíu-Afr­íku ráð­stefn­una, sem var komið á lagg­irnar fyrir 60 árum til að mót­mæla nýlendu­stefn­unni.


  7. Minnst þrír eru látnir eftir ofsa­veður í Ástr­al­íu.


  8. Google hefur upp­fært algrím sitt í far­símum þannig að vef­síð­ur, sem henta vel til lestrar í snjall­sím­um, birt­ast ofar í leit­ar­nið­ur­stöðum en aðrar síð­ur.


  9. Nem­andi í Barcelona myrti kennar­ann sinn með kross­boga og hníf, en vegna ald­urs verður hann mögu­lega ekki sóttur til saka.


  10. Ban­væn fuglaflensa hef­ur ­gert vart við sig í Iowa, á búi með millj­ónum hæna. Þetta er versta til­vik fuglaflensu hingað til í Banda­ríkj­un­um.


Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Nýliðunarbrestur veldur Hafró áhyggjum
Hlýnun sjávar í íslenskri lögsögu er einn áhrifaþátturinn sem Hafró fylgist grannt með.
Kjarninn 14. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None