Business Insider tekur reglulega saman lista yfir tíu mikilvægustu hlutina sem eru að gerast í heiminum í dag, að þeirra mati. Stöðugleikaskattur, íslenskar pólitískar þrumur, viðbyggingar við Alþingishús eða fertugsafmælisveisla íslenska forsætisráðherrans komast ekki á listann í dag. Þessir atburðir gerðu það hins vegar:
- Hillary Clinton, fyrrum forsetafrú og utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hún ætli að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna árið 2016.
- Nýtt myndband sem hefur verið gert opinbert sýnir 73 ára fyrrum lögreglumann, sem er hluti af varaliði lögreglunnar í Tulsa í Bandaríkjunum, skjóta Eric Harris, svartan mann sem hafði tekið þátt í fíkniefnaviðskiptum, óvart. Maðurinn ætlaði að nota rafbyssu á Harris.
[embed]https://www.youtube.com/watch?v=-bKbA_IQCRg[/embed] - Brasilíumenn í yfir 100 borgum landsins mótmæltu á sunnudag Dilmu Rousseff, forseta landsins, og spillingu innan ríkisstjórnar hennar.
- Útflutningur Kínverja dróst saman jum 14,6 prósent á milli marsmánaðar 2015 og sama mánuðar árið áður. Þetta er enn eitt veikleikamerkið sem þetta næst stærsta hagkerfi heims sýnir.
- Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands, hefur neitað frétt þýsks dagblaðs um að það hafi komið fulltrúum evruríkjanna á óvart á nýlegum fundi hversu fáar hugmyndir um efnahagsumbætur Grikkir hefðu fram að færa.
- Bandaríkin og ýmsar Evrópuþjóðir krefjast þess að vopnahlé verði komið á í Líbíu eftir að tvær árásir á erlend sendiráð í landinu voru rakin til hermanna á vegum Íslamska ríkisins.
- Jiang Jiemin, sem var áður einn valdamesti maður Kína, hefur verið dreginn fyrir dómstóla fyrir mútur, misnotkun valds og ýmsa aðra meinta spillingu.
- Myndband sem sýnir hermenn Íslamska ríkisins eyðileggja hina sögufrægu írösku borg Nimrud með jarðýtum, sleggjum og sprengiefnum hefur verið birt opinberlega.
[embed]https://www.youtube.com/watch?v=Nizbkppblds[/embed] - Kína hefur ákveðið að takmarka fjölda þeirra gesta sem mega ferðast til Hong Kong frá borginni Shenzhen. Ástæðan er kvartanir um að fjöldi þeirra sem sæki Hong Kong heim frá meginlandi Kína sé að vaxa of hratt.
- Flugvél Germanwings, sem átti fljúga frá Köln til Mílan á sunnudag, hætti við flugtak eftir að lögreglu hafði borist hótun um að sprengja væri í vélinni.