Ætla að fjöldaframleiða íslenskt skordýrastykki

junglebar_bui_stefan.jpg
Auglýsing

Íslenska nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækið Crowbar Prot­ein hygg­ist hefja fram­leiðslu á skor­dýra­prótein­stykki sínu Jungle Bar og hafa til þess opnað fyrir hóp­fjár­mögnun á Kickstarter. Þetta er fyrsta ­evr­ópska orku­stykkið sem fram­leitt verður úr skor­dýra­hrá­efni.

Þeir Búi Bjarmar Aðal­steins­son, vöru­hönn­uð­ur, og Stefán Atli Thorodd­sen, við­skipta­fræð­ing­ur, hafa und­an­farið ár gert til­raunir og þróað vör­una með sér­fræð­ing­um, meðal ann­ars með þátt­töku í StartUp Reykja­vík og Gul­legg­inu.

Útkoma vinnu Crowbar Prot­ein síð­ast­liðið ár er Jungle Bar sem fram­leitt er úr krybbu­hveiti (skor­dýra­hrá­efni vör­unn­ar) döðl­um, sesam-, graskers- og sól­blóma­fræjum og súkkulaði. Krybbu­hveitið er sér­stak­lega fram­leitt í Banda­ríkj­unum til mann­eldis úr krybbum sem hafa verið þurk­aðar og mal­aðar í fínt hveiti.

Auglýsing

Þeir félagar segja kostir skor­dýra til mat­væla­fram­leiðslu vera marga. Helstu ástæð­urnar fyrir þeirra fram­leiðslu eru „að skor­dýr eru gríð­ar­lega nær­ing­ar­rík,“ eins og segir í kynn­ing­ar­efni á vef Crowbar Prot­ein. Einnig má rækta skor­dýr á sjálf­bæran og umhverf­is­vænan hátt.

Opnað var fyrir fjár­mögnun 10. apríl og verður opið fyrir styrk­veit­ingar í mán­uð. Þegar hafa safn­ast rúm­lega 6.000 doll­arar af 15.000 doll­ara mark­mið­inu sem Búi og Stefán settu sér. Þeir sem leggja til fjár­magn fá vör­una senda, þeim mun meira sem lagt er til því fleiri stykki fást send. Fyrstu stykk­in eru áætluð í júní.

„Hún [hóp­fjár­mögn­un­in] hefur gengið vonum fram­ar,“ ­sagði Búi Bjarmar í sam­tali við Kjarn­ann. „40 pró­sent kom­inn á fyrstu dög­un­um. Það er draumastart,“  Þegar hefur einn aðili styrkt verk­efnið um 1.000 doll­ara og fær fyrir vikið skor­dýra­skotna fimm rétta mál­tíð í boði Búa Bjarmars og Stef­áns Atla.

Jungle Bar Jungle Bar er gert úr döðl­um, sesam-, graskers- og sól­blóma­fræjum auk súkkulaði og krybbu­hveit­is­ins.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None