Business Insider tekur reglulega saman lista yfir tíu mikilvægustu hlutina sem eru að gerast í heiminum í dag, að þeirra mati. Þar er ekkert minnst á íslenskar kjaradeilur, umræður um hvaða handboltalið sé best í Íslandssögunni eða sigurvegara söngvakeppni framhaldsskólanna. Þessir atburðir eru í staðinn til umfjöllunar:
- Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lyfti í gær banni á því að selja Írönum háþróuð loftvarnarkerfi.
- Búið er að ákæra Robert Bates, lögreglumann á eftirlaunum sem skaut hinn óvopnaða Eric Harris óvart í Tulsa Oklohoma nýverið, fyrir manndráp.
- Fjórir fyrrum starfsmenn Blackwater voru í gær dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morð á íröskum borgurum sem þeir frömdu árið 2007, á meðan að á stríðinu í Írak stóð.
- Stórfyrirtækið Amazon og útgáfan HarperCollins hafa gert með sér risasamning til margra ára.
- Erfingi Nina Ricci ilmvatns- og tísku-veldisins hefur verið fundin sekur um skattsvik í Frakklandi. Konan, Arlette Ricci,
- Frans páfi reiddi marga Tyrki til reiði á sunnudag með því að segja að fjöldamorð Tyrkja á Armenum fyrir hundrað árum síðan væru fyrstu þjóðarmorð tuttugustu aldarinnar.
- Amnesty International hefur birt tölur um að nígerísku samtökin Boko Haram hafi numið á brott að minnsta kosti tvö þúsund konur og stúlkur í landinu frá byrjun árs 2014.
- Marco Rubio, sem situr í öldungardeild Bandaríkjaþings fyrir Repúblíkanaflokkinn, hefur tilkynnt að hann sækist eftir því að verða forsetaefni flokksins í kosningunum á næsta ári.
- Farþegaflugvél sem var að fljúga frá Seattle til Los Angeles þurfti að nauðlenda eftir að flugvallarstarfsmaður sofnaði í farangursrými vélarinnar og vaknaði ekki fyrr en hún hafði tekið á loft.
- Dauðum Omura-hval skolaði á land í smábæ norðan við Perth í Ástralíu. Þessi tegund hvala hefur einungis sést í örfá skipti og mjög lítið er vitað um hana.