Business Insider tekur reglulega saman yfirlit yfir tíu mikilvægustu hlutina sem eru að gerast í heiminum nákvæmlega núna. Það er ágætt fyrir íslenska fréttaneytendur að taka sér frí frá ummælum Ásmundar Friðrikssonar eða áhyggjum forsætisráðherra af þrengingu umræðunnar.
Tíu mikilvægustu hlutirnir í heiminum í dag eru:
- Útgáfa nýjasta tölublaðs Charlie Hebdo, sem var gefin út í þremur milljónum eintaka og seldist upp í Frakklandi á nokkrum mínútum.
- Leitin að vitorðsmönnum byssumannanna sem frömdu hryðjuverkin í París í síðustu viku.
Auglýsing
- Frans páfi er í Sri Lanka og búist er við að minnsta kosti milljón manns í messu sem hann mun halda í höfuðborginni Colombo.
- Japanir samþykktu í dag stærstu fjárframlög sín til varnarmála í sögunni. Alls munu 41,97 milljarðir dala, um 5.500 milljarðar íslenskra króna, renna til varnarmála á næsta fjárlagaári, sem lýkur í mars 2016.
- Rússnesk stjórnvöld vara við því að verðbólga í landinu gæti orðið 17 prósent í mars þar sem rúblan heldur áfram að falla samhliða heimsmarkaðsverði á olíu.
- Indónesískir ráðamenn segja að þeir muni geta greint frá mikilvægum upplýsingum úr svörtu kössununum úr AirAsia þotunni sem brotlenti innan viku.
- Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að viðræður milli sambandsins og Bandaríkjanna um víðtækan fríverslunarsamning séu að mæta mikilli efahyggju.
- Ný könnun, sem birt var í dag, sýnir að nærri helmingur gyðinga í Bretlandi telja að þeir eigi sér ekki langtímaframtíð í Bretlandi eða í Evrópu yfir höfuð.
- Enn eitt skipið, það fjórða, hefur verið fengið til að taka þátt í leitinni að hinni týndu vél Malaysia Airlines, MH370. Skipin fjögur leita á ókönnuðu landsvæði um 1.600 kílómetra vestur af áströlsku borginni Perth.
- Etsy markaðstorgið, sem tengir handunnar vörur á netinu, ætlar að skrá sig á markað á þessum ársfjórðungi.