Baráttudagur verkafólks er haldinn hátíðlegur víða í dag, en það er ýmislegt fleira á seyði í heiminum. Business Insider tekur reglulega saman lista yfir tíu mikilvægustu hlutina sem eru að gerast í heiminum í dag, og hér á eftir kemur listi dagsins í dag.
- Eldfjallið Calbuco er farið að gjósa í þriðja sinn á skömmum tíma, svo að rýma varð svæði þar í kring og 2,500 manns þurftu að yfirgefa heimili sín.
- Rússar eru mögulega að undirbúa aðra hernaðaraðgerð í Úkraínu, að sögn stjórnanda innan Atlantshafsbandalagsins.
- Tesla hefur tilkynnt að fyrirtækið hyggist nú búa til rafhlöður fyrir heimili, fyrirtæki og fleira undir heitinu Tesla Energy.
- Sameinuðu þjóðirnar segja að minnst 300 þúsund manns hafi þurft að yfirgefa heimkynni sín eftir að herlið undir forystu Sádi-Araba hóf að gera loftárásir á ríkið fyrir mánuði síðan.
- Sjóherskip frá Bandaríkjunum munu nú fylgja farskipum sem fara um Hormuz-sund, sem liggur milli Arabíuhafs og Persaflóa, eftir að Íranir stöðvuðu skip þar á dögunum.
- Í dag opnaði alþjóðleg matarsýning í Mílanó, en hún mun standa í sex mánuði. Stjórnvöld vonast til þess að sýningin muni hjálpa til við að laga efnahagsástandið í landinu.
- Bretar vara varað Sameinuðu þjóðirnar við því að Íranir séu að reyna að sneiða hjá refsiaðgerðunum sem eru í gildi vegna kjarnorkuáætlana ríkisins.
- Tugir ríkja, meðal annars Kína og Suður-Kórea, hafa sett á bann við innflutningi á fuglakjöti frá Bandaríkjunum vegna útbreiðslu fuglaflensu.
- Tíu karlar voru dæmdir í lífstíðarfangelsi í Pakistan í gær, fyrir að hafa reynt að myrða Malölu Yousafzai, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels í fyrra.
- Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong Un, hefur ákveðið að fara ekki til Moskvu í opinbera heimsókn í næsta mánuði. Það hefði verið fyrsta ferð hans til annars ríkis eftir að hann tók við völdum í landinu árið 2011.