Business Insider tekur reglulega saman lista yfir tíu mikilvægustu hlutina sem eru að gerast í heiminum í dag. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar og kjaramálin eru ekki á listanum, en þó eru þar ýmsir mikilvægir hlutir.
- Búist er við því að Sepp Blatter verði endurkjörinn forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA í dag, þrátt fyrir spillingarmálin sem upp eru komin innan sambandsins. Kosið er í dag milli Blatter og prinsins Ali frá Jórdaníu.
- Rússar eru sagðir hafa flutt herlið og skriðdreka í stórum stíl að landamærunum við Úkraínu, en þeir neita því að það tengist áætlunum um að ráðast inn í Úkraínu.
- Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, gaf til kynna í gær að viðræður við Grikki um samkomulag um neyðarlán til þeirra gangi ekki eins hratt fyrir sig og Grikkir hafa gefið í skyn. Næsta stóra endurgreiðsla af lánum Grikkja er 5. júní.
- Hitabylgja í Indlandi, þar sem hitastigið hefur náð tæpum 50 gráðum, hefur nú orðið um 1500 manns að bana á einni viku.
- Vladimír Pútín hefur ákveðið að dauði rússneskra hermanna á friðartímum skuli vera hernaðarleyndarmál. að verði því brot á lögum að veita upplýsingar um hermenn sem deyja í "sérstökum aðgerðum."
- Íslamska ríkið er sagt hafa sett myndir á netið af sögufrægu borginni Palmyra, sem samtökin hafa náð á sitt vald. Myndirnar gefa til kynna að fornar rústir borgarinnar hafi ekki verið eyðilagðar.
- Samþykkt hafa verið lög í Suður-Kóeru sem banna leigubílaþjónustur eins og Uber.
- Yfir 130 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín á japönsku eyjunni Kuchinoerabujima eftir að eldgos hófst þar skyndilega í dag.
- Bandalag uppreisnarmanna í Sýrlandi, undir forystu Al-Nusra Front, sem eru samtök tengd Al-Kaída, hefur náð völdum í síðustu borginni í Idlib-héraði sem var á valdi stjórnvalda.
- Leiðtogi nígerísku hryðjuverkasamtakanna Boko Haram hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk og glæpi gegn mannkyni á Spáni.