Business Insider tekur reglulega saman lista yfir tíu mikilvægustu hlutina sem eru að gerast í heiminum í dag.
- Grikkir höfnuðu tilboði frá lánardrottnum sínum í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. Yfir 60 prósent sögðu nei við samningnum, en samt sagði fjármálaráðherra landsins, Yanis Varoufakis, af sér í morgun.
- Leiðtogar Þýskalands og Frakklands hafa kallað eftir neyðarfundi hjá leiðtogum Evrópusambandsins á morgun til að ræða úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Grikklandi.
- Bandaríkin eru heimsmeistarar í knattspyrnu í eftir að hafa sigrað Japan 5-2 í úrslitaleiknum í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1999 sem bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta vinnur heimsmeistaramótið.
- Bandaríkin, Bretland, Kína, Frakkland, Þýskaland og Rússland munu reyna til þrautar að ná samkomulagu um kjarnorkumál við Írani fyrir 7. júlí. Enn ber nokkuð í milli.
- Nýjar myndir af Fidel Castro komust í umferð um helgina, en þær sýna fyrrverandi forseta Kúbu, heimsækja ostagerðarmenn í Havana. Þetta er í fyrsta sinn í meira en þrjá mánuði sem Castro sést opinberlega.
- Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA segir að fyrrverandi forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, og fyrrverandi forseti Þýskalands, Christian WUlf, hafi reynt að hafa áhrif á atkvæðagreiðslu innan FIFA þegar Rússland og Katar voru valin til að hýsa heimsmeistarakeppnir.
- Frans páfi hefur hafið vikulanga ferð sína um Suður-Ameríku, þar sem hann mun heimsækja Ekvador, Bólivíu og Paragvæ og halda ræður um ójafnrétti og fátækt.
- Minnst tíu liðsmenn Íslamska ríkisins létust í loftárásum sem Bandaríkjamenn leiða í Raqqa í austurhluta Sýrlands um helgina.
- Hillary Clinton forsetaframbjóðandi hefur sakað stjórnvöld í Kína um að reyna að „hakka sig inn í allt sem ekki hreyfist í Bandaríkjunum.“ Á meðal þess sem hún segir Kínverja gera er að stela verslunarleyndarmálum og upplýsingum af stjórnvöldum.
- David Sweat, annar morðingjanna sem slapp úr fangelsi í New York ríki í júní, hefur verið færður af spítala og aftur í fangelsi. Hann náðist eftir þriggja vikna leit, var skotinn af lögreglumönnum og hefur því verið á spítala. Hann verður lokaður inni í klefa í 23 tíma á dag.