Business Insider er eins og svo oft áður með yfirferð yfir heimsmálin, og þær fréttir sem þeim þykja hvað merkilegastar í dag.
- Engin ró er komin á kínverskan hlutabréfamarkað þrátt fyrir að seðlabanki landsins hafi lækkað stýrivexti í gær og sú lækkun hafi tekið gildi í dag.
- Hlutabréf í Bandaríkjunum höfðu lækkað í lok dags í gær eftir miklar hækkanir fyrr um daginn.
- Ungur maður frá Marokkó, sem var yfirbugaður í lest á leið til Parísar á dögunum, hefur verið ákærður fyrir morðtilraun sem hluta af hryðjuverki.
- Búið er að grafa lengstu göng í heimi, eftir fimmtán ára vinnu. Göngin eru í Sviss og eiga að opna í júní næstkomandi. Þau eru rúmlega 56 kílómetra löng.
- Yfir 50 kafbátar frá Norður-Kóreu, eða um 70 prósent af flotanum svo vitað sé, eru horfnir af ratsjám Suður-Kóreumanna, degi eftir að samkomulag náðist milli ríkjanna tveggja um vopnahlé.
- Kjósendur kusu í gær með því að banna bílaþjónustur eins og Uber í Rio de Janeiro. Borgarstjórinn þarf að samþykkja þetta innan tveggja vikna svo að bannið verði að veruleika.
- Mikil rigning og flóð sunnan af Sydney hafa orðið til þess að hundruð hafa þurft að yfirgefa heimili sín.
- Donald Trump lét fjarlægja fréttamann hjá spænskumælandi fjölmiðlafyrirtækinu Univision af blaðamannafundi eftir að fréttamaðurinn reyndi að spyrja hann um innflytjendamál.
- Fjöldi Kólumbíumanna hefur farið frá Venesúela undanfarið eftir að stjórnvöld þar hófu átak gegn innflytjendum. Forseti Venesúela hefur kennt Kólumbíumönnum um glæpaöldu og fátækt.
- Lestarsamgöngur hafa komist á á milli Bandaríkjanna og Mexíkó í fyrsta sinn í rúma öld. Lestin fer á milli borgarinnar Brownsville í Texas og mexíkósku borgina Matamoros.