Málefni flóttamanna eru áberandi á listanum yfir tíu mikilvægustu hlutina sem eru að gerast í heiminum í dag, að mati Business Insider.
- Hækkanir urðu á kínverska hlutabréfamarkaðnum við opnun markaða í dag, eftir miklar lækkanir fyrr í vikunni.
- Um sjötíu flóttamenn fundust látnir í flutningabíl í Austurríki í gær. Þeir höfðu kafnað.
- Óttast er að allt að tvö hundruð manns hafi látist eftir að tveir bátar sukku á Miðjarðarhafinu í nótt. Í bátunum voru 500 flóttamenn að reyna að komast til Ítalíu frá Líbýu.
- Allt háskólasvæðið í ríkisháskólanum í Savannah var lokað í gærkvöldi eftir að skot heyrðust þar. Einn nemandi var myrtur í skotárásinni.
- Matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað hagvaxtarspá sína fyrir heiminn árið 2016 niður í 2,8% úr 3,1%, að hluta til vegna ástandsins í Kína.
- Salva Kiir, forseti Suður-Súdan, hefur loks skrifað undir friðarsamkomulag sem mun formlega binda endi á nærri tveggja ára borgarastríð.
- Tugþúsundir Gvatemala mótmæltu í gær og kröfðust þess að Otto Perez, forseti landsins, segði af sér. Perez hefur neitað að segja af sér en hann er sakaður um víðtæka spillingu.
- Facebook hefur tilkynnt að einn milljarður manna hafi notað samfélagsmiðilinn á mánudag.
- Barack Obama Bandaríkjaforseti heimsótti New Orleans í gær til að minnast þess að áratugur er liðinn frá því að borgin varð illa úti í fellibylnum Katrínu.
- Usain Bolt sigraði í 200 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í gær.