Business Insider tekur saman lista í dag eins og flesta aðra daga yfir tíu mikilvægustu hlutina sem eru að gerast í heiminum í dag, að þeirra mati.
- Rússar gerðu loftárásir á skotmörk í Sýrlandi í gærkvöldi á svæði sem eru undir stjórn uppreisnarmanna, sem ekki eru tengdir Íslamska ríkinu.
- Her Afganistans hefur aftur náð völdum í borginni Kunduz, sem talíbanar náðu á sitt vald á mánudaginn.
- Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, sakaði Ísraela um að grafa undan friðarumleitunum Bandaríkjamanna undanfarin ár, í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði Palestínu ekki lengur telja sig bundna af samkomulagi sem skrifað var undir með Ísraeal um miðjan tíunda áratug síðustu aldar.
- Forsætisráðherra Ungverjalands, Viktor Orban, sagði einnig hjá Sameinuðu þjóðunum í gær að Evrópa verði óstöðug ef flóttafólk heldur áfram að koma þangað.
- Volkswagen hefur viðurkennt að 1,2 milljónir bíla í Bretlandi séu búnir hugbúnaði sem falsar útblásturstölur.
- Fellibylurinn Joaquin gæti haft mikil áhrif á austurströnd Bandaríkjanna og Bahama-eyjar um helgina.
- Margar sprengingar urðu í Guangxi héraði í Kína, aðeins degi eftir að sautján bréfasprengjur urðu að minnsta kosti sjö að bana í sama héraði. Lögreglan rannsakar málið ekki sem hryðjuverk.
- Tölvupóstar sýna að hakkarar með tengsl við Rússland reyndu að minnsta kosti fimm sinnum að brjótast inn á tölvupóstþjón Hillary Clinton meðan hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
- Wal-Mart áætlar að fækka störfum í höfuðstöðvum sínum um 500, samkvæmt frétt Wall Street Journal.
- Að minnsta kosti tíu milljónir fátækra einstaklinga gætu liðið matarskort vegna öfgafulls veðurs af völdum loftslagsbreytinga á næstunni, samkvæmt nýrri skýrslu Oxfam.