135 lönd hafa skilað markmiðum fyrir COP 21 en þau virðast ekki duga

nattura_seljalandsfoss.jpg
Auglýsing

Lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna (UN­FCCC) hefur borist mark­mið 135 ríkja heims­ins í lofts­lags­málum sem á að vera grund­völlur laga­lega bind­andi samn­ings um tak­mark­aða losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í heim­inum til fram­tíð­ar. Meg­in­mark­mið ráð­stefn­unnar er að halda hækkun hita­stigs á jörð­inni undir 2°C  sé miðað við með­al­hita fyrir iðn­bylt­ing­una.

Samóa varð 135. landið til að skila mark­miðum sínum í morgun en mark­mið fjöl­margra landa hafa borist Sam­ein­uðu þjóð­unum síð­ustu daga. Skila­frest­ur­inn rennur út í dag 1. októ­ber fyrir lönd heims­ins að skila áætl­unum sínum í lofts­lags­mál­um. Sá frestur er hins vegar mjúkur og löndum frjálst að skila mark­miðum fram að ráð­stefn­unni í París sem hefst 30. nóv­em­ber. Þau mark­mið sem ber­ast síðar en í dag verða hins vegar ekki tekin til greina í sam­an­tekt UNFCCC.

Ísland hefur þegar skilað mark­miðum sínum í lofts­lags­mál­um. Við tökum þátt í mark­miði Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB) um að minnka losun um 40 pró­sent til árs­ins 2030 miðað við 1990. Íslend­ing­ar, ESB og Norð­menn eiga eftir að semja inn­byrðis um los­un­ar­heim­ildir en óvíst er hvenær því verður lok­ið. Þess vegna fylgir mark­miðum Íslands sem send voru Sam­ein­uðu þjóð­unum fyr­ir­vari.

Auglýsing

Rík­is­stjórn Nor­egs hefur þegar lýst því yfir að þar verði dregið úr losun um að minnsta kosti 40 pró­sent til árs­ins 2030. Eig­in­legt marm­kið Íslands hefur hins vegar ekki verið ákveðið og á vef Clima­teobser­ver þar sem búið er að taka saman mark­mið allra ríkja segir að Ísland taki á sig „rétt­láta hlut­deild“ (e. fair share) í sam­eig­in­legu mark­miði ESB.

Mark­miðin duga skammtEins og Kjarn­inn hefur greint frá eru vís­bend­ingar um að lofts­lags­mark­mið ríkj­anna muni ekki duga til þess að halda hita­stigi jarðar undir 2°C. Sam­kvæmt gögnum Climate Act­ion Tracker duga stefnu­mót­un­ar­mark­mið stærstu meng­un­ar­landa heims aðeins hálf­vegis að meg­in­mark­miði Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Hér má sjá niðurstöður Climate Action Tracker grafískt. Rauða línan sýnir væntanlega þróun miðað við markmið ríkja heimsins, græna línan sýnir æskilega þróun og bláa lína sýnir afleiðingar óbreyttrar stefnumótunar. Hér má sjá nið­ur­stöður Climate Act­ion Tracker graf­ískt. Rauða línan sýnir vænt­an­lega þróun miðað við mark­mið ríkja heims­ins, græna línan sýnir æski­lega þróun og bláa lína sýnir afleið­ingar óbreyttrar stefnu­mót­un­ar.

Í sam­an­tekt Climate Act­ion Tracker hefur verið tekið mið af 16 mark­miðum 43 landa (þar eru aðild­ar­ríki ESB með eitt sam­eig­in­legt marm­kið) sem sam­an­lagt bera ábyrgð á 78 pró­sent allrar los­unar gróð­ur­húsa­lof­t­eg­unda. Í þessum löndum búa jafn­framt 65 pró­sent mann­kyns.

Und­an­farið hafa áhrifa­miklir leið­togar heims­ins látið í sér heyra hvað varðar lofts­lags­málin og hvatt heim­inn til að leggja sitt af mörk­um. Frans páfi varð fyrsti páf­inn til að opna Alls­herj­ar­þing Sam­ein­uðu þjóð­anna á föstu­dag en þar lagði hann áherslu á lofts­lags­málin og fram­tíð­ar­sýn sína á jörð­ina. „Um­hverf­iseyði­legg­ing gæti komið öllu mann­kyn­inu í útrým­ing­ar­hætt­u,“ sagði páfi.

Frans páfi eyddi hins vegar ekki miklum tíma í að útskýra vís­inda­legar nálg­anir heldur ræddi hann um lofts­lags­málin sem grunnd­vallar mann­rétt­indi. „Í öllum trú­ar­brögðum er umhverfið grund­vall­ar­gæði. Allur skaði við umhverfið er beint tjón fyrir mann­kyn­ið.“

Þá barst rík­is­stjórnum heims opið bréf í gær, mið­viku­dag, frá hópi 28 fram­kvæmda­stjórum og leið­togum í flug­iðn­aði þar sem sagt er að greinin sé reiðu­búin til að skuld­binda sig til að minnka losun eins mikið og hægt er í flug­geir­an­um. Árið 2013 var flug­geir­inn í 13. sæti yfir þau lönd og greinar sem menga mest í heim­in­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None