Business Insider tekur reglulega saman lista yfir tíu mikilvægustu hlutina sem eru að gerast í heiminum í dag, að þeirra mati. Hér kemur listinn í dag, skírdag.
- Rússneskur frystitogari sökk í Okhotsk-hafi, undan strönd Kamtsjatkaskaga austur af Rússlandi. Minnst 54 af þeim 132 sem voru í áhöfninni eru látnir.
- Að minnsta kosti fjórir eru látnir og tugir særðir eftir að eldur braust út á olíuborpalli í Mexíkóflóa.
- Vopnaðir menn réðust inn í háskóla í Garissa í austurhluta Kenía í morgun, minnst fjórtán eru látnir og tugir særðir.
- Einn mannanna sem grunaðir eru um að hafa myrt rússneska stjórnarandstæðinginn Boris Nemtsov í Moskvu segir nú að honum hafi verið rænt og hann hafi verið í haldi í tvo daga án þess að vera ákærður.
- Evrópusambandið ætlar að kæra netrisann Google á grundvelli laga gegn einokun og hringamyndun. ESB hefur rannsakað Google um nokkurra ára skeið.
- Hlutabréf í fyrirtækinu GoDaddy hækkuðu um 31 prósent á fyrsta degi viðskipta í kauphöllinni í New York.
- Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Bob Menendez hefur verið ákærður fyrir spillingu, þar á meðal fyrir samsæri, mútur, fjársvik og að bera ljúgvitni.
- Hlutabréf í Aspiro, sem á Tidal streymisveituna sem Jay Z og fleiri tónlistarmenn settu á laggirnar fyrr í vikunni, hækkuðu um 938 prósent á þriðjudaginn. Kauphöllin í Stokkhólmi varð að stöðva viðskipti.
- Búið er að setja á strangar reglur um notkun vatns í Kaliforníu vegna langvarandi þurrka. Þetta er í fyrsta skipti sem vatnsskortur er svo slæmur að setja þarf reglur sem þessar.
- Ebólafaraldurinn í Síerra Leone er nánast yfirstaðinn, eftir að aðeins tíu ný tilfelli fundust þegar þriggja daga útgöngubann var sett á.