Business Insider tekur reglulega saman lista yfir tíu mikilvægustu hlutina sem eru að gerast í heiminum í dag. Eins og venjulega er margt merkilegt að gerast víða um heiminn. Hér er listi dagsins í dag.
- Mótmælin vegna dauða Freddie Gray, 25 ára blökkumanns sem lést í haldi lögreglu í Baltimore, hafa nú breiðst út til New York.
- Fjöldi látinna í Nepal er nú orðinn 5.500 manns, en enn á eftir að ná til margra svæða vegna erfiðra aðstæðna. Fjöldi látinna gæti því verið mun hærri.
- Í dag verður farið yfir tillögur Grikkja um umbætur í landinu, en vonast er til þess að tillögur Grikkja verði til þess að samið verði um neyðarlán áður en þeir þurfa að greiða næstu afborgun af lánum til Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, en það er 12. maí.
- Bandaríkin hafa beðið Írani um aðstoð við að hafa áhrif á Hútí uppreisnarmennina í Jemen og fá þá til að samþykkja vopnahlé.
- 40 eru liðin frá því að stríðinu í Víetnam lauk. Tímamótanna var minnst með skrúðgöngu um Ho CHi Minh borg.
- Suður-Kóreumenn segja að Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, hafi skipað fyrir um aftökur fimmtán háttsettra embættismanna það sem af er ári vegna óhlýðni við leiðtogann.
- Brasilískur maður sem var einn þeirra átta fíkniefnasmyglara sem voru teknir af lífi í Indónesíu í gær átti við geðræn vandamál að stríða. Hann vissi ekki hvað var að koma fyrir hann fyrr en á síðustu andartökum lífs hans að sögn prests á staðnum.
- Flutningaskip frá Marshall-eyjum var stöðvað af írönskum yfirvöldum og meinað að halda áfram för sinni, en ekki er vitað hvers vegna það var stöðvað, að sögn fyrirtækisins sem á það.
- Teiknarinn sem teiknaði myndina af Múhameð spámanni á Charlie Hebdo eftir árásirnar á blaðið í janúar segist vera hættur að teikna spámanninn.
- Nýjar gervihnattamyndir sýna að kjarnorkuver í Norður-Kóreu, sem hefur verið lokað undanfarið, gæti verið komið í gang aftur.