Tíu mikilvægustu hlutirnir sem eru að gerast í heiminum í dag

h_51735886.jpg
Auglýsing

Business Insider tekur reglu­lega saman yfir­lit yfir tíu mik­il­væg­ustu hlut­ina sem eru að ger­ast í heim­inum nákvæm­lega núna. Það er ágætt fyrir íslenska frétta­neyt­endur að taka sér frí frá ummælum Ásmundar Frið­riks­son­ar  eða áhyggjum for­sæt­is­ráð­herra af þreng­ingu umræð­unn­ar.

Tíu mik­il­væg­ustu hlut­irnir í heim­inum í dag eru: 1. Útgáfa nýjasta tölu­blaðs Charlie Hebdo, sem var gefin út í þremur millj­ónum ein­taka og seld­ist upp í Frakk­landi á nokkrum mín­út­um.


 2. Leitin að vit­orðs­mönnum byssu­mann­anna sem frömdu hryðju­verkin í París í síð­ustu viku.

  Hayat Boymeddiene. Hayat Boy­meddi­ene.

  Auglýsing


 3. Frans páfi er í Sri Lanka og búist er við að minnsta kosti milljón manns í messu sem hann mun halda í höf­uð­borg­inni Colombo.


 4. Jap­anir sam­þykktu í dag stærstu fjár­fram­lög sín til varn­ar­mála í sög­unni. Alls munu 41,97 millj­arðir dala, um 5.500 millj­arðar íslenskra króna, renna til varn­ar­mála á næsta fjár­laga­ári, sem lýkur í mars 2016.


 5. Rúss­nesk stjórn­völd vara við því að verð­bólga í land­inu gæti orðið 17 pró­sent í mars þar sem rúblan heldur áfram að falla sam­hliða heims­mark­aðs­verði á olíu.


 6. Indónesískir ráða­menn segja að þeir muni geta greint frá mik­il­vægum upp­lýs­ingum úr svörtu köss­un­unum úr AirAsia þot­unni sem brot­lenti innan viku.


 7. Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins segir að við­ræður milli sam­bands­ins og Banda­ríkj­anna um víð­tækan frí­versl­un­ar­samn­ing séu að mæta mik­illi efa­hyggju.


 8. Ný könn­un, sem birt var í dag, sýnir að nærri helm­ingur gyð­inga í Bret­landi telja að þeir eigi sér ekki lang­tíma­fram­tíð í Bret­landi eða í Evr­ópu yfir höf­uð.


 9. Enn eitt skip­ið, það fjórða, hefur verið fengið til að taka þátt í leit­inni að hinni týndu vél Mala­ysia Air­lines, MH370. Skipin fjögur leita á ókönn­uðu land­svæði um 1.600 kíló­metra vestur af áströlsku borg­inni Perth.


 10. Etsy mark­aðs­torg­ið, sem tengir hand­unnar vörur á net­inu, ætlar að skrá sig á markað á þessum árs­fjórð­ungi.


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiErlent
None