Tíu mikilvægustu hlutirnir sem eru að gerast í heiminum

h_51868350-1.jpg
Auglýsing

Business Insider birtir reglu­lega lista yfir tíu mik­il­væg­ustu hlut­ina sem eru að ger­ast í heim­inum í dag að þeirra mati. Það er ágætt að taka sér smá hlé frá dæg­ur­þrasi hér­lendis og skoða heim­inn.  1. Eftir átján mán­aða erf­iðar við­ræður rennur frestur til að semja um kjarn­orku­mál við Íran út á mið­nætti í kvöld. Mara­þon­fundir eru því í gangi í Sviss til þess að reyna að klára málið.


  2. Andr­eas Lubitz, flug­mað­ur­inn sem er tal­inn hafa grandað far­þega­þotu í ölp­unum í síð­ustu viku, sagði „von­andi“ og „kemur í ljós“ þegar flug­stjóri vél­ar­innar ræddi um vænt­an­lega lend­ingu vél­ar­innar í Dus­seldorf.


  3. Haldið verður áfram að telja atkvæði í for­seta­kosn­ingum í Nígeríu í dag, en fyrstu nið­ur­stöður benda til þess að fyrrum her­stjór­inn Muhammadu Buhari hafi for­skot á núver­andi for­set­ann Goodluck Jon­ath­an.


  4. For­stjóri raf­bíla­fyr­ir­tæk­is­ins Tesla, Elon Musk, til­kynnti á Twitter að fyr­ir­tækið hygg­ist kynna nýja vöru­línu í Kali­forníu þann 30. apríl næst­kom­andi.


  5. Repúblikanar í Indi­ana í Banda­ríkj­unum hafa heitið því að skýra betur ný og umdeild trú­frels­is­lög, eftir mikla gagn­rýni. Lögin heim­ila fyr­ir­tækjum að neita fólki um þjón­ustu af trú­ar­legum ástæð­um, en gagn­rýnendur hafa bent á að það bjóði upp á mis­munun gegn hinsegin fólki.


  6. Einn maður var skot­inn til bana og annar særður alvar­lega eftir að þeir reyndu að aka niður hlið að Þjóðar­ör­ygg­is­stofnun Banda­ríkj­anna, NSA, í gær.


  7. Jap­anir ætla að fram­lengja við­skipta­banni við Norð­ur­-Kóreu í tvö ár vegna tafa á rann­sókn hinna síð­ar­nefndu á ráni á japönskum rík­is­borg­urum fyrir ára­tugum síð­an.


  8. Ein milljón nýrra "grænna" starfa verða til í Kína, Banda­ríkj­unum og Evr­ópu­sam­band­inu fyrir árið 2030 ef ríkin standa við áheit sín um bar­áttu gegn hnatt­rænni hlýn­un.


  9. Þing­menn í Kanada ákváðu í gær að styðja loft­árásir á Íslamska ríkið í Sýr­landi.


  10. Hlýnun í Kyrra­haf­inu getur bent til þess að El Nino veð­ur­fyr­ir­brigðið sé að mynd­ast þar, að sögn veð­ur­fræð­inga í Ástr­al­íu.


Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None