Tíu mikilvægustu hlutirnir sem eru að gerast í heiminum

h_51868350-1.jpg
Auglýsing

Business Insider birtir reglu­lega lista yfir tíu mik­il­væg­ustu hlut­ina sem eru að ger­ast í heim­inum í dag að þeirra mati. Það er ágætt að taka sér smá hlé frá dæg­ur­þrasi hér­lendis og skoða heim­inn.  1. Eftir átján mán­aða erf­iðar við­ræður rennur frestur til að semja um kjarn­orku­mál við Íran út á mið­nætti í kvöld. Mara­þon­fundir eru því í gangi í Sviss til þess að reyna að klára málið.


  2. Andr­eas Lubitz, flug­mað­ur­inn sem er tal­inn hafa grandað far­þega­þotu í ölp­unum í síð­ustu viku, sagði „von­andi“ og „kemur í ljós“ þegar flug­stjóri vél­ar­innar ræddi um vænt­an­lega lend­ingu vél­ar­innar í Dus­seldorf.


  3. Haldið verður áfram að telja atkvæði í for­seta­kosn­ingum í Nígeríu í dag, en fyrstu nið­ur­stöður benda til þess að fyrrum her­stjór­inn Muhammadu Buhari hafi for­skot á núver­andi for­set­ann Goodluck Jon­ath­an.


  4. For­stjóri raf­bíla­fyr­ir­tæk­is­ins Tesla, Elon Musk, til­kynnti á Twitter að fyr­ir­tækið hygg­ist kynna nýja vöru­línu í Kali­forníu þann 30. apríl næst­kom­andi.


  5. Repúblikanar í Indi­ana í Banda­ríkj­unum hafa heitið því að skýra betur ný og umdeild trú­frels­is­lög, eftir mikla gagn­rýni. Lögin heim­ila fyr­ir­tækjum að neita fólki um þjón­ustu af trú­ar­legum ástæð­um, en gagn­rýnendur hafa bent á að það bjóði upp á mis­munun gegn hinsegin fólki.


  6. Einn maður var skot­inn til bana og annar særður alvar­lega eftir að þeir reyndu að aka niður hlið að Þjóðar­ör­ygg­is­stofnun Banda­ríkj­anna, NSA, í gær.


  7. Jap­anir ætla að fram­lengja við­skipta­banni við Norð­ur­-Kóreu í tvö ár vegna tafa á rann­sókn hinna síð­ar­nefndu á ráni á japönskum rík­is­borg­urum fyrir ára­tugum síð­an.


  8. Ein milljón nýrra "grænna" starfa verða til í Kína, Banda­ríkj­unum og Evr­ópu­sam­band­inu fyrir árið 2030 ef ríkin standa við áheit sín um bar­áttu gegn hnatt­rænni hlýn­un.


  9. Þing­menn í Kanada ákváðu í gær að styðja loft­árásir á Íslamska ríkið í Sýr­landi.


  10. Hlýnun í Kyrra­haf­inu getur bent til þess að El Nino veð­ur­fyr­ir­brigðið sé að mynd­ast þar, að sögn veð­ur­fræð­inga í Ástr­al­íu.


Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None