Tívolí fær leyfi til að hækka um fimm desibil í „græjunum“

Tivoli_Kobenhavn_20121130_0564F_.8233474507.jpg
Auglýsing

Und­an­farið hefur tals­vert verið um það deilt hvort tón­list­ar­fólk sem skemmtir á úti­tón­leikum í Tívolí í Kaup­manna­höfn megi auka styrk­inn í hátöl­ur­unum úr 60 desi­bilum í 65. „Al­gjör nauð­syn,“ segir tón­list­ar­fólk­ið, „60 desi­bil er meira en nóg,“ segja nágrannar skemmti­garðs­ins sem segja leir­tauið í eld­hús­inu glamra á hverju föstu­dags­kvöldi.

Allir sem hafa komið í Tívolí í Kaup­manna­höfn (það gerðu 4,5 millj­ónir í fyrra) vita að þar er iðu­lega mik­ill kliður og jafn­vel hávaði. Kven­þjóðin lætur vel í sér heyra þegar rús­sí­ban­inn tekur dýf­urn­ar, karl­kyns ofur­hug­arnir kalla slík and­köf píku­skræki og bretta sjálfir niður ermarnar til að fela gæsa­húð­ina. Þetta eru þó smá­munir miðað við flug­elda­sýn­ing­arnar á laug­ar­dags­kvöld­um, nánar til­tekið þegar klukk­una vantar stund­ar­fjórð­ung í mið­nætti. Þá þýðir lítið fyrir nágranna skemmti­garðs­ins að reyna að halda uppi sam­ræð­um, nema þeir séu því slyng­ari í vara­lestri. Flug­elda­skot­hríðin stendur yfir í um það bil fimmtán mín­út­ur. Sagan end­ur­tekur sig viku síðar og þannig gengur það allt sum­ar­ið, öll laug­ar­dags­kvöld.

Föstu­dags­tón­leik­arnir



Fyrir átján árum, árið 1997, datt ein­hverjum í stjórn Tívolís í hug að upp­lagt væri að efna til föstu­dags­tón­leika á stóra opna svæð­inu, Plænen, skammt innan við aðal­inn­gang­inn á Vester­broga­de. Þar yrði boðið uppá fjöl­breytta tón­list, einkum danska en líka erlenda, af létt­ara tag­inu enda fylgdi upp­á­stung­unni að þetta skyldi kallað „fre­dags­rock.“

Skemmst er frá því að segja að stjórn skemmti­garðs­ins þótti hug­myndin frá­bær og lét ekki sitja við orðin tóm. Þessir tón­leik­ar, sem í lang­flestum til­vikum eru inni­faldir í aðgangs­eyr­inum að Tívolí, hafa notið sívax­andi vin­sælda og í sumar verða föstu­dags­tón­leik­arnir sam­tals 24 tals­ins. Þeir byrja klukkan tíu að kvöldi og standa í klukku­tíma eða svo.

Auglýsing

Auk þess eru stund­um, fyrir utan föstu­dags­kvöld­in, tón­leikar á Plænen sem sér­stak­lega er selt inn á. Meðal þeirra sem halda slíka tón­leika í sumar má nefna Mark Knop­fler og Elton John. Þeir sem ekki kaupa miða á slíka tón­leika geta séð í nokk­urri fjar­lægð frá sjálfu svið­inu á stórum skermum það sem fram fer. Og heyrt.

Dönsku Olsen-bræðurnir, sem sigruðu Eurovision söngvakeppnina árið 2000, eru á meðal þeirra sem hafa troðið upp í Tívolí. Mynd: EPA Dönsku Olsen-bræð­urn­ir, sem sigr­uðu Eurovision söngvakeppn­ina árið 2000, eru á meðal þeirra sem hafa troðið upp í Tívolí. Mynd: EPA

Hvað er hæfi­lega hátt?



Það er þetta, að heyra, sem valdið hefur deil­um. Þegar aðsóknin að tón­leik­unum er orðin jafn mikil og raun ber vitni (500 þús­und í fyrra) gefur auga leið að ekki geta allir verið nálægt svið­inu. Þetta hefur orðið til þess að margir, þar á meðal lista­menn­irn­ir, hafa kvartað sáran yfir að mega ekki skrúfa upp í „græj­un­um.“

Stjórn­endur Tívolís hafa tekið undir þetta og ósk­uðu eftir leyfi borg­ar­stjórn­ar­innar til að auka hljóð­styrk­inn um 5 desi­bil, úr 60 desi­bilum í 65. Mæl­ingin fer fram eftir sér­stökum regl­um, desi­bila­fjöld­inn mið­ast við ákveðna fjar­lægð frá svið­inu. Borg­ar­stjórn tók vel í erindið en lögum sam­kvæmt skal leitað umsagnar nágranna í til­vikum sem þess­um.

Nágrannar ósáttir



Ná­grönnum var ekki skemmt yfir þessum hug­mynd­um. Bentu á að flug­elda­sýn­ing­arnar á laug­ar­dags­kvöldum og svo föstu­dags­rokkið valdi miklu ónæði. Ekki sé þá við­lit að tala saman eða fylgj­ast með útvarpi og sjón­varpi.

Maður sem býr í næsta nágrenni bauð borg­ar­stjór­anum að koma í heim­sókn eitt föstu­dags­kvöldið „þar getum við þagað saman meðan tón­leik­arnir standa yfir,“ stóð í boðs­bréf­inu. Borg­ar­stjór­inn þáði ekki boð­ið.

Bentu á aðra mögu­leika



Ná­grannar skemmti­garðs­ins hafa bent á ýmsa mögu­leika varð­andi opna svæð­ið. Einn er sá að breyta Plænen í eins konar skál. Þannig yrði sviðið og áhorf­enda­svæðið neðar og það myndi, að mati nágrann­anna, draga úr hávað­anum í kringum Tívolí. Önnur hug­mynd er sú að færa sviðið í hinn end­ann á Plænen, þá myndi hljóðið ber­ast meira um Tívolí svæðið sjálft.

Hvorug hug­myndin kemur til greina að mati stjórnar skemmti­garðs­ins. Stjórnin seg­ist hins­vegar skilja sjón­ar­mið nágrann­anna, aug­ljóst sé að frá svæði eins og Tívolí ber­ist hávaði en benda jafn­framt á að þar sé öllum reglum fylgt.

Fá leyfi til að hækka en líka skipun um að lækka



Þrátt fyrir mót­mæli nágrann­anna fékk Tívolí leyfi til að auka hljóð­styrk­inn um 5 desi­bil. Þetta leyfi gildir þó aðeins um tíu tón­leika af þeim sem ráð­gerðir eru á Plænen í sum­ar, fyrir hina gildir áfram 60 desi­bila regl­an.

Á móti hefur stjórn Tívolís skuld­bundið sig til að draga aðeins úr rak­ettu­skot­hríð­inni. Nágrann­arnir eru ekki ánægðir með þessi mála­lok en geta fátt gert. Sá sem boðið hafði borg­ar­stjór­anum í heim­sókn sagði í við­tali við danskt dag­blað að „það kæmi sér vel að eyrnatappar væru á hóf­legu verð­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None