Tívolí fær leyfi til að hækka um fimm desibil í „græjunum“

Tivoli_Kobenhavn_20121130_0564F_.8233474507.jpg
Auglýsing

Und­an­farið hefur tals­vert verið um það deilt hvort tón­list­ar­fólk sem skemmtir á úti­tón­leikum í Tívolí í Kaup­manna­höfn megi auka styrk­inn í hátöl­ur­unum úr 60 desi­bilum í 65. „Al­gjör nauð­syn,“ segir tón­list­ar­fólk­ið, „60 desi­bil er meira en nóg,“ segja nágrannar skemmti­garðs­ins sem segja leir­tauið í eld­hús­inu glamra á hverju föstu­dags­kvöldi.

Allir sem hafa komið í Tívolí í Kaup­manna­höfn (það gerðu 4,5 millj­ónir í fyrra) vita að þar er iðu­lega mik­ill kliður og jafn­vel hávaði. Kven­þjóðin lætur vel í sér heyra þegar rús­sí­ban­inn tekur dýf­urn­ar, karl­kyns ofur­hug­arnir kalla slík and­köf píku­skræki og bretta sjálfir niður ermarnar til að fela gæsa­húð­ina. Þetta eru þó smá­munir miðað við flug­elda­sýn­ing­arnar á laug­ar­dags­kvöld­um, nánar til­tekið þegar klukk­una vantar stund­ar­fjórð­ung í mið­nætti. Þá þýðir lítið fyrir nágranna skemmti­garðs­ins að reyna að halda uppi sam­ræð­um, nema þeir séu því slyng­ari í vara­lestri. Flug­elda­skot­hríðin stendur yfir í um það bil fimmtán mín­út­ur. Sagan end­ur­tekur sig viku síðar og þannig gengur það allt sum­ar­ið, öll laug­ar­dags­kvöld.

Föstu­dags­tón­leik­arnirFyrir átján árum, árið 1997, datt ein­hverjum í stjórn Tívolís í hug að upp­lagt væri að efna til föstu­dags­tón­leika á stóra opna svæð­inu, Plænen, skammt innan við aðal­inn­gang­inn á Vester­broga­de. Þar yrði boðið uppá fjöl­breytta tón­list, einkum danska en líka erlenda, af létt­ara tag­inu enda fylgdi upp­á­stung­unni að þetta skyldi kallað „fre­dags­rock.“

Skemmst er frá því að segja að stjórn skemmti­garðs­ins þótti hug­myndin frá­bær og lét ekki sitja við orðin tóm. Þessir tón­leik­ar, sem í lang­flestum til­vikum eru inni­faldir í aðgangs­eyr­inum að Tívolí, hafa notið sívax­andi vin­sælda og í sumar verða föstu­dags­tón­leik­arnir sam­tals 24 tals­ins. Þeir byrja klukkan tíu að kvöldi og standa í klukku­tíma eða svo.

Auglýsing

Auk þess eru stund­um, fyrir utan föstu­dags­kvöld­in, tón­leikar á Plænen sem sér­stak­lega er selt inn á. Meðal þeirra sem halda slíka tón­leika í sumar má nefna Mark Knop­fler og Elton John. Þeir sem ekki kaupa miða á slíka tón­leika geta séð í nokk­urri fjar­lægð frá sjálfu svið­inu á stórum skermum það sem fram fer. Og heyrt.

Dönsku Olsen-bræðurnir, sem sigruðu Eurovision söngvakeppnina árið 2000, eru á meðal þeirra sem hafa troðið upp í Tívolí. Mynd: EPA Dönsku Olsen-bræð­urn­ir, sem sigr­uðu Eurovision söngvakeppn­ina árið 2000, eru á meðal þeirra sem hafa troðið upp í Tívolí. Mynd: EPA

Hvað er hæfi­lega hátt?Það er þetta, að heyra, sem valdið hefur deil­um. Þegar aðsóknin að tón­leik­unum er orðin jafn mikil og raun ber vitni (500 þús­und í fyrra) gefur auga leið að ekki geta allir verið nálægt svið­inu. Þetta hefur orðið til þess að margir, þar á meðal lista­menn­irn­ir, hafa kvartað sáran yfir að mega ekki skrúfa upp í „græj­un­um.“

Stjórn­endur Tívolís hafa tekið undir þetta og ósk­uðu eftir leyfi borg­ar­stjórn­ar­innar til að auka hljóð­styrk­inn um 5 desi­bil, úr 60 desi­bilum í 65. Mæl­ingin fer fram eftir sér­stökum regl­um, desi­bila­fjöld­inn mið­ast við ákveðna fjar­lægð frá svið­inu. Borg­ar­stjórn tók vel í erindið en lögum sam­kvæmt skal leitað umsagnar nágranna í til­vikum sem þess­um.

Nágrannar ósáttirNá­grönnum var ekki skemmt yfir þessum hug­mynd­um. Bentu á að flug­elda­sýn­ing­arnar á laug­ar­dags­kvöldum og svo föstu­dags­rokkið valdi miklu ónæði. Ekki sé þá við­lit að tala saman eða fylgj­ast með útvarpi og sjón­varpi.

Maður sem býr í næsta nágrenni bauð borg­ar­stjór­anum að koma í heim­sókn eitt föstu­dags­kvöldið „þar getum við þagað saman meðan tón­leik­arnir standa yfir,“ stóð í boðs­bréf­inu. Borg­ar­stjór­inn þáði ekki boð­ið.

Bentu á aðra mögu­leikaNá­grannar skemmti­garðs­ins hafa bent á ýmsa mögu­leika varð­andi opna svæð­ið. Einn er sá að breyta Plænen í eins konar skál. Þannig yrði sviðið og áhorf­enda­svæðið neðar og það myndi, að mati nágrann­anna, draga úr hávað­anum í kringum Tívolí. Önnur hug­mynd er sú að færa sviðið í hinn end­ann á Plænen, þá myndi hljóðið ber­ast meira um Tívolí svæðið sjálft.

Hvorug hug­myndin kemur til greina að mati stjórnar skemmti­garðs­ins. Stjórnin seg­ist hins­vegar skilja sjón­ar­mið nágrann­anna, aug­ljóst sé að frá svæði eins og Tívolí ber­ist hávaði en benda jafn­framt á að þar sé öllum reglum fylgt.

Fá leyfi til að hækka en líka skipun um að lækkaÞrátt fyrir mót­mæli nágrann­anna fékk Tívolí leyfi til að auka hljóð­styrk­inn um 5 desi­bil. Þetta leyfi gildir þó aðeins um tíu tón­leika af þeim sem ráð­gerðir eru á Plænen í sum­ar, fyrir hina gildir áfram 60 desi­bila regl­an.

Á móti hefur stjórn Tívolís skuld­bundið sig til að draga aðeins úr rak­ettu­skot­hríð­inni. Nágrann­arnir eru ekki ánægðir með þessi mála­lok en geta fátt gert. Sá sem boðið hafði borg­ar­stjór­anum í heim­sókn sagði í við­tali við danskt dag­blað að „það kæmi sér vel að eyrnatappar væru á hóf­legu verð­i.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðhera.
Áhöfnin lokuð „inni í stálkassa“
Sjávarútvegsráðherra segist sleginn yfir því sem gerðist um borð í frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni. Hann segir augljóst að farið hafi verið freklega á svig við þau grundvallaratriði sem snúast um öryggi og velferð áhafnar.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None